Áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála í HÍ Freydís Þóra Þorsteinsdóttir skrifar 30. júlí 2019 13:45 Mikil vitundarvakning um geðheilbrigði hefur orðið á síðustu árum og fordómar gagnvart geðrænum vanda minnkað í samræmi við það. Þetta má til dæmis rekja til meiri umræðu í samfélaginu um kulnun í starfi, þunglyndi og aðra algenga, en áður lítið rædda kvilla. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í og vinna úr geðrænum vanda því betra, og því er þessi vitundarvakning gríðarlega mikilvæg. Við upphaf háskólanáms taka á móti stúdentum margar nýjar áskoranir. Nýir kennarar, aðrir staðlar og aukið álag auk þess sem aðrar áhyggjur, svo sem af húsnæðis-, lánasjóðs- og fjárhagsmálum. Í nýlegri könnun Eurostudent kemur fram að 34% íslenskra stúdenta metur fjárhagsstöðu sína annað hvort alvarlega eða mjög alvarlega, en það er mun hærra en meðaltalið í Evrópu, sem er 26%. Ljóst er að þessi fjölþættu vandamál sem blasa við íslenskum stúdentum í dag geta haft gífurleg áhrif á geðheilsu þeirra. Sálfræðiþjónusta er því miður bæði kostnaðarsöm og bið eftir úrræðum löng, og þar með ekki á færi allra stúdenta. Við Háskóla Íslands starfa nú tveir sálfræðingar í 50% starfshlutfalli hvor og þjónusta þeir þrettánþúsund nemendur skólans. Síðastliðin tvö ár hafa stúdentar við HÍ barist fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur skólans, en fyrir rúmu ári síðan starfaði aðeins einn sálfræðingur við skólann. Barátta stúdenta skilaði sér í því að Háskólinn jók fjármagn til geðheilbrigðismála og hefur nú ráðið inn annan þeirra tveggja sálfræðinga sem lofað var, en ekkert bólar enn á þeim þriðja. En betur má ef duga skal og jafnvel þó Háskólinn standi við loforð sitt um ráðningu, getum við sætt okkur við það að hafa einungis þrjá sálfræðinga í samtals einu og hálfu stöðugildi fyrir þann fjölda stúdenta sem stundar nám við Háskóla Íslands? Við í Röskvu förum fram á áframhaldandi úrbætur geðheilbrigðisþjónustu við stúdenta og að Háskóli Íslands standi við gefin loforð. Í dag er úrval meðferða ennþá takmarkað, en auk þeirra meðferðarúrræða sem í boði eru bjóða klínískir sálfræðinemar einnig upp á sálfræðiþjónustu. Þar fer fram mikið og gott starf en nemendur sem stunda nám við skólann eiga ekki að bera þungann af skorti af sálfræðiþjónustu innan skólans. Við viljum fjölga sálfræðingum við skólann enn frekar og fjölga meðferðarúrræðum, svo sem flestir stúdentar njóti góðs af.Höfundur er stúdentaráðsliði Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði og sálfræðinemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil vitundarvakning um geðheilbrigði hefur orðið á síðustu árum og fordómar gagnvart geðrænum vanda minnkað í samræmi við það. Þetta má til dæmis rekja til meiri umræðu í samfélaginu um kulnun í starfi, þunglyndi og aðra algenga, en áður lítið rædda kvilla. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í og vinna úr geðrænum vanda því betra, og því er þessi vitundarvakning gríðarlega mikilvæg. Við upphaf háskólanáms taka á móti stúdentum margar nýjar áskoranir. Nýir kennarar, aðrir staðlar og aukið álag auk þess sem aðrar áhyggjur, svo sem af húsnæðis-, lánasjóðs- og fjárhagsmálum. Í nýlegri könnun Eurostudent kemur fram að 34% íslenskra stúdenta metur fjárhagsstöðu sína annað hvort alvarlega eða mjög alvarlega, en það er mun hærra en meðaltalið í Evrópu, sem er 26%. Ljóst er að þessi fjölþættu vandamál sem blasa við íslenskum stúdentum í dag geta haft gífurleg áhrif á geðheilsu þeirra. Sálfræðiþjónusta er því miður bæði kostnaðarsöm og bið eftir úrræðum löng, og þar með ekki á færi allra stúdenta. Við Háskóla Íslands starfa nú tveir sálfræðingar í 50% starfshlutfalli hvor og þjónusta þeir þrettánþúsund nemendur skólans. Síðastliðin tvö ár hafa stúdentar við HÍ barist fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur skólans, en fyrir rúmu ári síðan starfaði aðeins einn sálfræðingur við skólann. Barátta stúdenta skilaði sér í því að Háskólinn jók fjármagn til geðheilbrigðismála og hefur nú ráðið inn annan þeirra tveggja sálfræðinga sem lofað var, en ekkert bólar enn á þeim þriðja. En betur má ef duga skal og jafnvel þó Háskólinn standi við loforð sitt um ráðningu, getum við sætt okkur við það að hafa einungis þrjá sálfræðinga í samtals einu og hálfu stöðugildi fyrir þann fjölda stúdenta sem stundar nám við Háskóla Íslands? Við í Röskvu förum fram á áframhaldandi úrbætur geðheilbrigðisþjónustu við stúdenta og að Háskóli Íslands standi við gefin loforð. Í dag er úrval meðferða ennþá takmarkað, en auk þeirra meðferðarúrræða sem í boði eru bjóða klínískir sálfræðinemar einnig upp á sálfræðiþjónustu. Þar fer fram mikið og gott starf en nemendur sem stunda nám við skólann eiga ekki að bera þungann af skorti af sálfræðiþjónustu innan skólans. Við viljum fjölga sálfræðingum við skólann enn frekar og fjölga meðferðarúrræðum, svo sem flestir stúdentar njóti góðs af.Höfundur er stúdentaráðsliði Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði og sálfræðinemi
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar