Afar sjaldgæfur gestur á Vatnsnesi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. júlí 2019 15:30 Þessi fugl var hinn rólegasti að narta í fræ og biðukollur við Ásbjarnastaði í vikunni. Mynd/Einar Ó. Þorsteinsson. Hinn sjaldgæfi erlendi gestur Víxlnefur sást í grennd við Ásbjarnastaði á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra í byrjun vikunnar. Þetta er í fjórða sinn sem fuglategundin sést á Íslandi en fyrir skömmu sáust nokkrir fuglar af þessari tegund við Höfn og í Skaftártungum. Náttúrufræðingurinn Einar Ó. Þorleifsson hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra var kallaður til að greina fuglinn. Í samtali við Vísi segir hann að um karlfugl hafi verið að ræða en þeir eru fagurrauðir með hvítar rákir á dökum væng og minna að sögn Einars dálítið á lítinn páfafauk, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Einar náði af fuglinum.Víxlnefur er spörfugl af finkuætt og heldur sig helst til í barrskógum í Síberíu og norðurhluta-Ameríku en eiga það til að fara á flakk. Víxlnefur sást fyrst hér á landi í Stöðvarfirði árið 2009 ogsvo aftur á Suðurnesjum árið 2017.Að sögn Einars komu nokkrir fuglar af tegundinni við á Höfn og í Skaftártungu fyrr í sumar og svo þessi sem lét sjá sig á Vatnsnesi.„Þetta er auðgreindur fugl og þar var hann bara að bjarga sér á fræjum og biðukollum en þeir geta nú gripið í ýmislegt annað ef þeir komast ekki í köngla, annars lifa þeir á fræjum af greni, lerki og furu og svoleiðis,“ segir Einar sem segir fuglaáhugamenn vera spennta þegar fuglar sem ekki venja komu sína hingað til lands sækja landið heim. Væntanlega hingað kominn í leit að fæðu „Það er mjög spennandi og margir áhugamenn um fugla sem vilja sjá þessa sem að koma og svona. Menn lesa ýmislegt út úr þessu hvort það séu einhverjar breytingar á náttúrunni og lífríkinu en þetta tengist sumpart því sem er að gerast hér,“ segir Einar og vísar þar í aukna ræktun á barrskógum hér á landi.Fuglinn er litskrúðugur og minnir á páfagauk.Mynd/Einar Ó. Þorleifsson.Telur hann líklegt að rekja megi komu fuglanna hingað til lands til fæðuskorts í heimkynnum þeirra.„Ef að það er fæðuskortur fara þeir að leita fyrir sér annars staðar og þá geta þeir jafn vel numið ný lönd,“ segir Einar.„Maður getur aldrei útilokað að svona fuglar setjist að ef þeir finna réttu skilyrðin, menn eru farnir að rækta svo mikið af barrskógum hér á Íslandi að svona barrskógafuglar geta farið að setjast hérna að,“ segir Einar og bendir á að fugl af svipaðri tegund og Víxlnefur hafi sest hér að.„Við höfum séð að það hefur sest að hérna annar fugl sem er skildur þessum sem heitir Krossnefur og hann lifir líka á könglum af barrtrjám. Þannig að það er spurning hvað þessi gerir ef þeir eru nógu margir.“Að sögn Einars er þó miðað við að fuglategund hafi orpið hér á landi í tíu ár í röð til þess að hún geti talist hafa sest hér að, og því væntanlega langt í land að Víxlnefur öðlist þann sess. Dýr Húnaþing vestra Tengdar fréttir Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30. júlí 2009 07:13 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Hinn sjaldgæfi erlendi gestur Víxlnefur sást í grennd við Ásbjarnastaði á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra í byrjun vikunnar. Þetta er í fjórða sinn sem fuglategundin sést á Íslandi en fyrir skömmu sáust nokkrir fuglar af þessari tegund við Höfn og í Skaftártungum. Náttúrufræðingurinn Einar Ó. Þorleifsson hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra var kallaður til að greina fuglinn. Í samtali við Vísi segir hann að um karlfugl hafi verið að ræða en þeir eru fagurrauðir með hvítar rákir á dökum væng og minna að sögn Einars dálítið á lítinn páfafauk, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Einar náði af fuglinum.Víxlnefur er spörfugl af finkuætt og heldur sig helst til í barrskógum í Síberíu og norðurhluta-Ameríku en eiga það til að fara á flakk. Víxlnefur sást fyrst hér á landi í Stöðvarfirði árið 2009 ogsvo aftur á Suðurnesjum árið 2017.Að sögn Einars komu nokkrir fuglar af tegundinni við á Höfn og í Skaftártungu fyrr í sumar og svo þessi sem lét sjá sig á Vatnsnesi.„Þetta er auðgreindur fugl og þar var hann bara að bjarga sér á fræjum og biðukollum en þeir geta nú gripið í ýmislegt annað ef þeir komast ekki í köngla, annars lifa þeir á fræjum af greni, lerki og furu og svoleiðis,“ segir Einar sem segir fuglaáhugamenn vera spennta þegar fuglar sem ekki venja komu sína hingað til lands sækja landið heim. Væntanlega hingað kominn í leit að fæðu „Það er mjög spennandi og margir áhugamenn um fugla sem vilja sjá þessa sem að koma og svona. Menn lesa ýmislegt út úr þessu hvort það séu einhverjar breytingar á náttúrunni og lífríkinu en þetta tengist sumpart því sem er að gerast hér,“ segir Einar og vísar þar í aukna ræktun á barrskógum hér á landi.Fuglinn er litskrúðugur og minnir á páfagauk.Mynd/Einar Ó. Þorleifsson.Telur hann líklegt að rekja megi komu fuglanna hingað til lands til fæðuskorts í heimkynnum þeirra.„Ef að það er fæðuskortur fara þeir að leita fyrir sér annars staðar og þá geta þeir jafn vel numið ný lönd,“ segir Einar.„Maður getur aldrei útilokað að svona fuglar setjist að ef þeir finna réttu skilyrðin, menn eru farnir að rækta svo mikið af barrskógum hér á Íslandi að svona barrskógafuglar geta farið að setjast hérna að,“ segir Einar og bendir á að fugl af svipaðri tegund og Víxlnefur hafi sest hér að.„Við höfum séð að það hefur sest að hérna annar fugl sem er skildur þessum sem heitir Krossnefur og hann lifir líka á könglum af barrtrjám. Þannig að það er spurning hvað þessi gerir ef þeir eru nógu margir.“Að sögn Einars er þó miðað við að fuglategund hafi orpið hér á landi í tíu ár í röð til þess að hún geti talist hafa sest hér að, og því væntanlega langt í land að Víxlnefur öðlist þann sess.
Dýr Húnaþing vestra Tengdar fréttir Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30. júlí 2009 07:13 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30. júlí 2009 07:13
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent