Fjármálaráðherrann boðar afsögn verði Boris Johnson fyrir valinu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 11:06 Johnson (f.m.) og Hammond (t.h.) eftir ríkisstjórnarfund árið 2017. Johnson sagði síðar af sér vegna andstöðu við útgöngusamning May forsætisráðherra. Vísir/EPA Philipp Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, staðhæfir að hann muni segja af sér frekar en að vera ráðherra í ráðuneyti Boris Johnson verði hann fyrir valinu sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Hammond er annar ráðherrann sem segist ekki ætla að vinna með Johnson vegna hótana hans um að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Val íhaldsmanna stendur á milli Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherrans og borgarstjóra í London, annars vegar og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, hins vegar. Johnson hefur sagst tilbúinn að láta Bretlandi ganga úr ESB í haust jafnvel þó að ekki náist samningar um forsendur útgöngunnar. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC staðfestir Hammond að hann muni segja formlega af sér ef Johnson hefur sigur í leiðtogavalinu. Tilkynnt verður um úrslitin á miðvikudag en Johnson er talinn mun sigurstranglegri en Hunt. Áður hafði David Gauke, dómsmálaráðherra, lýst því yfir að hann segði af sér frekar en að ganga að skilyrðum Johnson, að sögn The Guardian. Hammond var spurður hvort hann óttaðist að vera rekinn ef Johnson yrði forsætisráðherra. „Nei, ég er viss um að ég verð ekki rekinn því ég ætla að segja af mér áður en við komum að því. Að því gefnu að Boris Johnson verði næsti forsætisráðherra skilst mér að skilyrði hans fyrir að starfa í ríkisstjórn hans sé að fallast á útgöngu án samnings 31. október og það er ekki eitthvað sem ég gæti nokkurn tímann skrifað upp á,“ sagði Hammond. Spurður að því hvort hann segði af sér hefði Hunt betur í leiðtogavalinu sagðist Hammond ekki eins viss. Hunt hefði ekki sett eins afdráttarlaus skilyrði um stuðning ráðherra sinna við útgöngu án samnings eins og Johnson hefði gert. Bretland Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir Boris Johnson Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson. 19. júlí 2019 06:00 Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“ 20. júlí 2019 22:38 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Philipp Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, staðhæfir að hann muni segja af sér frekar en að vera ráðherra í ráðuneyti Boris Johnson verði hann fyrir valinu sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Hammond er annar ráðherrann sem segist ekki ætla að vinna með Johnson vegna hótana hans um að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Val íhaldsmanna stendur á milli Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherrans og borgarstjóra í London, annars vegar og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, hins vegar. Johnson hefur sagst tilbúinn að láta Bretlandi ganga úr ESB í haust jafnvel þó að ekki náist samningar um forsendur útgöngunnar. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC staðfestir Hammond að hann muni segja formlega af sér ef Johnson hefur sigur í leiðtogavalinu. Tilkynnt verður um úrslitin á miðvikudag en Johnson er talinn mun sigurstranglegri en Hunt. Áður hafði David Gauke, dómsmálaráðherra, lýst því yfir að hann segði af sér frekar en að ganga að skilyrðum Johnson, að sögn The Guardian. Hammond var spurður hvort hann óttaðist að vera rekinn ef Johnson yrði forsætisráðherra. „Nei, ég er viss um að ég verð ekki rekinn því ég ætla að segja af mér áður en við komum að því. Að því gefnu að Boris Johnson verði næsti forsætisráðherra skilst mér að skilyrði hans fyrir að starfa í ríkisstjórn hans sé að fallast á útgöngu án samnings 31. október og það er ekki eitthvað sem ég gæti nokkurn tímann skrifað upp á,“ sagði Hammond. Spurður að því hvort hann segði af sér hefði Hunt betur í leiðtogavalinu sagðist Hammond ekki eins viss. Hunt hefði ekki sett eins afdráttarlaus skilyrði um stuðning ráðherra sinna við útgöngu án samnings eins og Johnson hefði gert.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir Boris Johnson Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson. 19. júlí 2019 06:00 Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“ 20. júlí 2019 22:38 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Búa sig undir Boris Johnson Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson. 19. júlí 2019 06:00
Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“ 20. júlí 2019 22:38