Hilmar Árni sá til þess að KR-liðið hans Lúkasar Kostic á enn metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 15:30 Luka Kostic, til hægri, þegar hann þjálfaði hjá KSÍ. Mynd/E. Stefán KR-ingar voru ótrúlega nálægt því að vinna níunda deildarleikinn í röð í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gærkvöldi en urðu á endanum að sætt sig við 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni. Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla eftir langt innkast Jóhanns Laxdal á þriðju mínútu í uppbótatíma. KR lenti undir í leiknum en snéri leiknum við með mörkum á 57. og 80. mínútu leiksins. Það fyrra bjuggu varamenn liðsins til en Björgvin Stefánsson skoraði þá eftir stoðsendingu frá Ægi Jarli Jónassyni. KR-liðið hefði með sigri í gærkvöldi átt eitt félagsmetið yfir lengsta sigurgöngu í nútíma deildarkeppni í efstu deild. Það mun aftur á móti deila metinu. KR hafði einnig unnið átta deildarleiki í röð fyrir 23 árum síðar eða undir stjórn Lúkasar Kostic sumarið 1996. KR háði mikið einvígi við Skagamenn um Íslandsmeistaratitilinn það sumar en varð á endanum að sætta sig við silfur eftir 4-1 tap í hreinum úrslitaleik upp á Akranesi í lokaumferðinni. KR vann átta leiki í röð í fyrri umferðinni sumarið 1996 en áttundi sigurinn í röð kom í toppslag á móti ÍA á KR-vellinum. Ríkharður Daðason skoraði eina mark leiksins. Guðmundur Benediktsson fór mikinn í þessari sigurgöngu KR í fyrri umferðinni 1996 og var með 7 mörk og 5 stoðsendingar í þessum átta sigurleikjum í röð. Ríkharður Daðason var einnig með sjö mörk og framherjaparið var því með fjórtán mörk saman í þessum átta leikjum. Út á vinstri vængnum var síðan Einar Þór Daníelsson með sex mörk og fjórar stoðsendingar í þessum átta leikjum. Það var því engin smá ógn í þessum þremur leikmönnum fyrstu mánuði 1996 tímabilsins. Guðmundur meiddist á hné í þessum áttunda sigurleik KR í röð. Hann missti mikið úr og KR-liðið sá á endanum eftir Íslandsmeistaratitlinum til Skagamanna. Óskar Örn Hauksson var atkvæðamestur í sigurgöngu KR-liðsins í sumar en í þessum átta leikjum var hann með fjögur mörk og tvær stoðsendingar. TobiasBendixThomsen var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar alveg eins og Pálmi Rafn Pálmason.Lengstu sigurgöngur KR á einu tímabili í deildinni í nútíma fótbolta (1977-2019): 8 - 1996 (Lúkas Kostic þjálfaði liðið) 8 - 2019 (Rúnar Kristinsson) 7 - 1998 (Atli Eðvaldsson) 7 - 1999 (Atli Eðvaldsson) 7 - 2013 (Rúnar Kristinsson) 6 - 2009 (Logi Ólafsson) 6 - 2010 (Rúnar Kristinsson)Sigurganga KR sumarið 1996 2-1 sigur á Leiftri 27. maí 3-0 sigur á Val 8. júní 5-2 sigur á Breiðabliki 12. júní 2-0 sigur á Fylki 24. júní 4-0 sigur á Grindavík 27. júní 4-0 sigur á ÍBV 7. júlí 4-1 sigur á Stjörnunni 11. júlí 1-0 sigur á ÍA 22. júlíEndaði: 1-1 jafntefli við Keflavík 25. júlíSamantekt: 25 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig +21 í markatölu 2 eins marks sigrar 5 stærri sigrar (3 mörk eða meira) 4 heimasigrar - 4 útisigrarSigurganga KR sumarið 2019 3-2 sigur á HK 20. maí 1-0 sigur á Víkingi 25. maí 1-0 sigur á KA 2. júní 3-1 sigur á ÍA 15. júní 3-2 sigur á Val 19. júní 2-1 sigur á FH 23. júní 2-0 sigur á Breiðabliki 1. júlí 2-1 sigur á ÍBV 6. júlíEndaði 2-2 jafntefli við Stjörnuna 21. júlíSamantekt: 17 mörk skoruð 7 mörk fengin á sig +10 í markatölu 6 eins marks sigrar 0 stærri sigrar (3 mörk eða meira) 4 heimasigrar -4 útisigrar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
KR-ingar voru ótrúlega nálægt því að vinna níunda deildarleikinn í röð í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gærkvöldi en urðu á endanum að sætt sig við 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni. Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla eftir langt innkast Jóhanns Laxdal á þriðju mínútu í uppbótatíma. KR lenti undir í leiknum en snéri leiknum við með mörkum á 57. og 80. mínútu leiksins. Það fyrra bjuggu varamenn liðsins til en Björgvin Stefánsson skoraði þá eftir stoðsendingu frá Ægi Jarli Jónassyni. KR-liðið hefði með sigri í gærkvöldi átt eitt félagsmetið yfir lengsta sigurgöngu í nútíma deildarkeppni í efstu deild. Það mun aftur á móti deila metinu. KR hafði einnig unnið átta deildarleiki í röð fyrir 23 árum síðar eða undir stjórn Lúkasar Kostic sumarið 1996. KR háði mikið einvígi við Skagamenn um Íslandsmeistaratitilinn það sumar en varð á endanum að sætta sig við silfur eftir 4-1 tap í hreinum úrslitaleik upp á Akranesi í lokaumferðinni. KR vann átta leiki í röð í fyrri umferðinni sumarið 1996 en áttundi sigurinn í röð kom í toppslag á móti ÍA á KR-vellinum. Ríkharður Daðason skoraði eina mark leiksins. Guðmundur Benediktsson fór mikinn í þessari sigurgöngu KR í fyrri umferðinni 1996 og var með 7 mörk og 5 stoðsendingar í þessum átta sigurleikjum í röð. Ríkharður Daðason var einnig með sjö mörk og framherjaparið var því með fjórtán mörk saman í þessum átta leikjum. Út á vinstri vængnum var síðan Einar Þór Daníelsson með sex mörk og fjórar stoðsendingar í þessum átta leikjum. Það var því engin smá ógn í þessum þremur leikmönnum fyrstu mánuði 1996 tímabilsins. Guðmundur meiddist á hné í þessum áttunda sigurleik KR í röð. Hann missti mikið úr og KR-liðið sá á endanum eftir Íslandsmeistaratitlinum til Skagamanna. Óskar Örn Hauksson var atkvæðamestur í sigurgöngu KR-liðsins í sumar en í þessum átta leikjum var hann með fjögur mörk og tvær stoðsendingar. TobiasBendixThomsen var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar alveg eins og Pálmi Rafn Pálmason.Lengstu sigurgöngur KR á einu tímabili í deildinni í nútíma fótbolta (1977-2019): 8 - 1996 (Lúkas Kostic þjálfaði liðið) 8 - 2019 (Rúnar Kristinsson) 7 - 1998 (Atli Eðvaldsson) 7 - 1999 (Atli Eðvaldsson) 7 - 2013 (Rúnar Kristinsson) 6 - 2009 (Logi Ólafsson) 6 - 2010 (Rúnar Kristinsson)Sigurganga KR sumarið 1996 2-1 sigur á Leiftri 27. maí 3-0 sigur á Val 8. júní 5-2 sigur á Breiðabliki 12. júní 2-0 sigur á Fylki 24. júní 4-0 sigur á Grindavík 27. júní 4-0 sigur á ÍBV 7. júlí 4-1 sigur á Stjörnunni 11. júlí 1-0 sigur á ÍA 22. júlíEndaði: 1-1 jafntefli við Keflavík 25. júlíSamantekt: 25 mörk skoruð 4 mörk fengin á sig +21 í markatölu 2 eins marks sigrar 5 stærri sigrar (3 mörk eða meira) 4 heimasigrar - 4 útisigrarSigurganga KR sumarið 2019 3-2 sigur á HK 20. maí 1-0 sigur á Víkingi 25. maí 1-0 sigur á KA 2. júní 3-1 sigur á ÍA 15. júní 3-2 sigur á Val 19. júní 2-1 sigur á FH 23. júní 2-0 sigur á Breiðabliki 1. júlí 2-1 sigur á ÍBV 6. júlíEndaði 2-2 jafntefli við Stjörnuna 21. júlíSamantekt: 17 mörk skoruð 7 mörk fengin á sig +10 í markatölu 6 eins marks sigrar 0 stærri sigrar (3 mörk eða meira) 4 heimasigrar -4 útisigrar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira