Kathryn Mayorga hafði áður sakað Ronaldo um að hafa nauðgað sér á hóteli í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2009.
Í yfirlýsingu saksóknara kom fram að ekki væri unnt að sanna sekt Ronaldo í málinu og það því fellt niður.
„Engar ákærur eru í burðarliðunum,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Það var í lok september síðastliðinn sem Mayorga steig fram í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel þar sem hún sakaði Cristiano Ronaldo um að hafa nauðgað sér.
Hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað árið 2009 og á Ronaldo að hafa greitt henni um 43 milljónir króna árið 2010 fyrir að segja ekki frá málinu opinberlega.
Ronaldo, sem spilar með ítalska liðinu Juventus, hefur staðfastlega hafnað ásökununum.
„Nauðgun er viðbjóðslegt brot sem stríðir gegn öllu því sem ég er og allt sem ég trúi á,“ sagði Ronaldo á Twitter, skömmu eftir að ásakanir Mayorga komu fram.
I firmly deny the accusations being issued against me. Rape is an abominable crime that goes against everything that I am and believe in. Keen as I may be to clear my name, I refuse to feed the media spectacle created by people seeking to promote themselves at my expense.
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) October 3, 2018