Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júlí 2019 13:51 Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. Samsett mynd Í tilefni af því að Boris Johnson var fyrir hádegi valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands hafa nokkrir breskir spaugarar birt fyndin myndskeið frá ýmsum tímabilum í lífi Johnsons við afar furðulegar aðstæður.Sjá nánar:Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherraEitt myndbandanna sem er komið í heilmikla dreifingu á ný er af því þegar Johnson festist í vírkláfi á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hann renndi sér í kláfinum með miklum tilþrifum og veifaði tveimur breskum fánum á meðan en gamanið kárnaði þegar honum varð ljóst að hann var í raun pikkfastur. Í einu myndskeiði sést Johnson á fullu spani í ruðningsleik en hann þykir hafa tekið heldur gróflega á ungum mótherja sínum en Johnson tæklaði hann af öllu afli í jörðina. Í knattspyrnuleik sem hann tók þátt í náðist grátbroslegt atvik á myndband en þar sést hann á einum stað ætla sér að skalla boltann en bregst bogalistin því hann hitti ekki boltann en hæfði mótherja sinn aftur á móti beint í punginn.Myndband sem sýnir Johnson spjalla við háttsettan diplómata Caroline Wilson um borð í flugvél á leið frá Portúgal til Frakklands sýnir Johnson spreyta sig á frönsku. Hann bar ræðu sem hugðist flytja í París undir Wilson. Hann sagði að ræðan væri ekki nógu skemmtileg og að hann þyrfti að bæta við nokkrum bröndurum. Á svipbrigðum Wilsons mátti sjá að henni þótti ekki mikið til frönskukunnáttu Johnson koma og spurði hann hvort hann ætlaði sér í alvörunni að fjalla um utanríkismál á frönsku. Hún stakk upp á því að hann myndi þess í stað bara einungis lesa fyrirsagnirnar á frönsku. Johnson hélt nú ekki. „Þau elska þegar ég tala frönsku.“ Bretland Brexit Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Í tilefni af því að Boris Johnson var fyrir hádegi valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands hafa nokkrir breskir spaugarar birt fyndin myndskeið frá ýmsum tímabilum í lífi Johnsons við afar furðulegar aðstæður.Sjá nánar:Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherraEitt myndbandanna sem er komið í heilmikla dreifingu á ný er af því þegar Johnson festist í vírkláfi á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hann renndi sér í kláfinum með miklum tilþrifum og veifaði tveimur breskum fánum á meðan en gamanið kárnaði þegar honum varð ljóst að hann var í raun pikkfastur. Í einu myndskeiði sést Johnson á fullu spani í ruðningsleik en hann þykir hafa tekið heldur gróflega á ungum mótherja sínum en Johnson tæklaði hann af öllu afli í jörðina. Í knattspyrnuleik sem hann tók þátt í náðist grátbroslegt atvik á myndband en þar sést hann á einum stað ætla sér að skalla boltann en bregst bogalistin því hann hitti ekki boltann en hæfði mótherja sinn aftur á móti beint í punginn.Myndband sem sýnir Johnson spjalla við háttsettan diplómata Caroline Wilson um borð í flugvél á leið frá Portúgal til Frakklands sýnir Johnson spreyta sig á frönsku. Hann bar ræðu sem hugðist flytja í París undir Wilson. Hann sagði að ræðan væri ekki nógu skemmtileg og að hann þyrfti að bæta við nokkrum bröndurum. Á svipbrigðum Wilsons mátti sjá að henni þótti ekki mikið til frönskukunnáttu Johnson koma og spurði hann hvort hann ætlaði sér í alvörunni að fjalla um utanríkismál á frönsku. Hún stakk upp á því að hann myndi þess í stað bara einungis lesa fyrirsagnirnar á frönsku. Johnson hélt nú ekki. „Þau elska þegar ég tala frönsku.“
Bretland Brexit Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira