Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 10:22 Johnson hefur verið þekktur fyrir ýmis trúðslæti í gegnum tíðina. Evrópskir fjölmiðlar líkja honum við hirðfífl. Vísir/EPA Fjölmiðlar á meginlandi Evrópu brugðust við fréttum af því að Boris Johnson yrði næsti forsætisráðherra Bretlands með undrun í dag. Á forsíðum dagblaða var Johnson ýmist lýst sem hirðfífli eða trúði. Johnson hafði betur gegn Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, í leiðtogavali Íhaldsflokksins í gær. Hann tekur við embætti forsætisráðherra af Theresu May í dag. Nokkrir úr framvarðarsveit Íhaldsflokksins hafa þegar lýst því yfir að þeir kæri sig ekki um að starfa í ríkisstjórn Johnson vegna ummæla hans um að hann gæti dregið Bretland úr Evrópusambandsins án samnings 31. október. Sigri Johnson var fálega tekið í evrópsku pressunni. Johnson hefur ræktað ímynd flumbrugangs og hótfyndni og gerðu fjölmiðlar á meginlandi sér mat úr henni. The Guardian tók saman ummæli nokkurra fjölmiðla í Evrópu. Þýska blaðið Der Spiegel varaði við því að Johnson myndi byrja á að brjóta loforð sín strax á morgun. Libération í Frakklandi birti fyrirsögnina „Hirðfífl drottningarinnar“ um nýja breska forsætisráðherrann. Í svipaðan streng tók Frankfurter Allgemeine Zeitung í Þýskalandi. „Trúðurinn sem vildi vera konungur heimsins,“ var forsíða blaðsins. Politiken í Danmörku sagði að með Johnson gætu bresk stjórnmál orðið enn óútreiknanlegri en þau hafa verið til þessa og Belingske sagði Johnson líta út eins og mann sem svæfi í bílnum sínum og að það væri hans stíll. Engu mildari voru írskir fjölmiðlar. Í leiðara Irish Times spurðu ritstjórarnir hversu langt Bretland gæti fallið. „Brexit-klúðrið hefur gert landið klofið og biturt, þingið lamað, áhrif þess dvínandi, orðspor þess í molum. Nú er nýr lágpunktur: Boris Johnson er að verða forsætisráðherra. Það þýðir að hlutirnir gætu orðið enn verri,“ sagði í leiðaranum. Bretland Brexit Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Fjölmiðlar á meginlandi Evrópu brugðust við fréttum af því að Boris Johnson yrði næsti forsætisráðherra Bretlands með undrun í dag. Á forsíðum dagblaða var Johnson ýmist lýst sem hirðfífli eða trúði. Johnson hafði betur gegn Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, í leiðtogavali Íhaldsflokksins í gær. Hann tekur við embætti forsætisráðherra af Theresu May í dag. Nokkrir úr framvarðarsveit Íhaldsflokksins hafa þegar lýst því yfir að þeir kæri sig ekki um að starfa í ríkisstjórn Johnson vegna ummæla hans um að hann gæti dregið Bretland úr Evrópusambandsins án samnings 31. október. Sigri Johnson var fálega tekið í evrópsku pressunni. Johnson hefur ræktað ímynd flumbrugangs og hótfyndni og gerðu fjölmiðlar á meginlandi sér mat úr henni. The Guardian tók saman ummæli nokkurra fjölmiðla í Evrópu. Þýska blaðið Der Spiegel varaði við því að Johnson myndi byrja á að brjóta loforð sín strax á morgun. Libération í Frakklandi birti fyrirsögnina „Hirðfífl drottningarinnar“ um nýja breska forsætisráðherrann. Í svipaðan streng tók Frankfurter Allgemeine Zeitung í Þýskalandi. „Trúðurinn sem vildi vera konungur heimsins,“ var forsíða blaðsins. Politiken í Danmörku sagði að með Johnson gætu bresk stjórnmál orðið enn óútreiknanlegri en þau hafa verið til þessa og Belingske sagði Johnson líta út eins og mann sem svæfi í bílnum sínum og að það væri hans stíll. Engu mildari voru írskir fjölmiðlar. Í leiðara Irish Times spurðu ritstjórarnir hversu langt Bretland gæti fallið. „Brexit-klúðrið hefur gert landið klofið og biturt, þingið lamað, áhrif þess dvínandi, orðspor þess í molum. Nú er nýr lágpunktur: Boris Johnson er að verða forsætisráðherra. Það þýðir að hlutirnir gætu orðið enn verri,“ sagði í leiðaranum.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00
Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09