Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 16:21 Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. vísir/ap Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Bretlands hét Boris Johnson því að Bretland færi úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. Hann sagðist vilja nýjan útgöngusamning en það væri þó heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa ESB án samnings. Johnson sagðist vera meðvitaður um háværar gagnrýnisraddir. Síðustu þrjú ár hafi fólk bæði innan og utan Bretlands efast um að stjórnvöld gætu framfylgt vilja þjóðarinnar og farið eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit. Johnson sagði að gagnrýnendurnir hefðu allir rangt fyrir sér því það væri alveg á hreinu að Bretland fari úr sambandinu í haust, „og ekkert múður“. Þannig sagðist hann ætla að endurreisa tiltrú fólks á lýðræðinu. Johnson sagðist skilja fullvel að breska þjóðin hefði fengið sig fullsadda af því að bíða. Nú væri kominn tími á aðgerðir. Hann myndi tryggja að breska þjóðin fengi loksins þá ríkisstjórn sem hún ætti skilið. Viðhorfsbreytingar væri þörf í umræðunni um Brexit. Nú dygði ekki lengur að einblína á þær hættur sem gætu skapast með Brexit heldur væri tími til kominn að virða fyrir sér öll tækifæri sem fylgdu því að fara úr sambandinu.Johnson hélt sitt fyrsta ávarp sem forsætisráðherra Bretlands í dag.Vísir/apJohnson hélt sínu fyrstu ræðu sem forsætisráðherra fyrir framan Downingsstræti 10 eftir að hafa fengið formlegt umboð til að mynda ríkisstjórn frá drottningunni. Bílalest forsætisráðherrans þurfti að leggja lykkju á leið sína til Buckinghamhallar því meðlimir Greenpeace samtakanna höfðu komið sér fyrir á miðjum vegi til að hindra för Johnsons í mótmælaskyni. Það sem vakti helst athygli í ræðu Johnsons fyrir utan loforð um útgöngu úr ESB í haust er heilmikil útgjaldaaukning ríkissjóðs. Þannig lofaði hann að fjölga lögreglufulltrúum á götum Bretlands um 25.000 til að tryggja öryggi borgaranna. Þá lofaði hann auknum fjármunum til heilsugæslu, menntakerfisins og félagslega kerfisins. „Ég mun persónulega taka ábyrgð á þeim breytingum sem ég vil sjá verð að veruleika.“ Johnson vill styrkja samband Englands, Wales, Skotland og Norður-Írlands sem hann kallar „frábæru fjórmenningana“. Hann segir að heimsbyggðin horfi aðdáunaraugum á hugvitssemi og húmor Stóra-Bretlands. Breskir háskólar, vísindamenn, herlið, diplómasíu og frammistaða í jafnréttismálum vaki athygli út fyrir landsteinana.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á ávarp forsætisráðherrans í heild sinni. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Tilkynnt hver verður forsætisráðherra Bretlands í dag Valið stendur á millli núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. 23. júlí 2019 07:22 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Bretlands hét Boris Johnson því að Bretland færi úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi. Hann sagðist vilja nýjan útgöngusamning en það væri þó heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa ESB án samnings. Johnson sagðist vera meðvitaður um háværar gagnrýnisraddir. Síðustu þrjú ár hafi fólk bæði innan og utan Bretlands efast um að stjórnvöld gætu framfylgt vilja þjóðarinnar og farið eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit. Johnson sagði að gagnrýnendurnir hefðu allir rangt fyrir sér því það væri alveg á hreinu að Bretland fari úr sambandinu í haust, „og ekkert múður“. Þannig sagðist hann ætla að endurreisa tiltrú fólks á lýðræðinu. Johnson sagðist skilja fullvel að breska þjóðin hefði fengið sig fullsadda af því að bíða. Nú væri kominn tími á aðgerðir. Hann myndi tryggja að breska þjóðin fengi loksins þá ríkisstjórn sem hún ætti skilið. Viðhorfsbreytingar væri þörf í umræðunni um Brexit. Nú dygði ekki lengur að einblína á þær hættur sem gætu skapast með Brexit heldur væri tími til kominn að virða fyrir sér öll tækifæri sem fylgdu því að fara úr sambandinu.Johnson hélt sitt fyrsta ávarp sem forsætisráðherra Bretlands í dag.Vísir/apJohnson hélt sínu fyrstu ræðu sem forsætisráðherra fyrir framan Downingsstræti 10 eftir að hafa fengið formlegt umboð til að mynda ríkisstjórn frá drottningunni. Bílalest forsætisráðherrans þurfti að leggja lykkju á leið sína til Buckinghamhallar því meðlimir Greenpeace samtakanna höfðu komið sér fyrir á miðjum vegi til að hindra för Johnsons í mótmælaskyni. Það sem vakti helst athygli í ræðu Johnsons fyrir utan loforð um útgöngu úr ESB í haust er heilmikil útgjaldaaukning ríkissjóðs. Þannig lofaði hann að fjölga lögreglufulltrúum á götum Bretlands um 25.000 til að tryggja öryggi borgaranna. Þá lofaði hann auknum fjármunum til heilsugæslu, menntakerfisins og félagslega kerfisins. „Ég mun persónulega taka ábyrgð á þeim breytingum sem ég vil sjá verð að veruleika.“ Johnson vill styrkja samband Englands, Wales, Skotland og Norður-Írlands sem hann kallar „frábæru fjórmenningana“. Hann segir að heimsbyggðin horfi aðdáunaraugum á hugvitssemi og húmor Stóra-Bretlands. Breskir háskólar, vísindamenn, herlið, diplómasíu og frammistaða í jafnréttismálum vaki athygli út fyrir landsteinana.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á ávarp forsætisráðherrans í heild sinni.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00 Tilkynnt hver verður forsætisráðherra Bretlands í dag Valið stendur á millli núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. 23. júlí 2019 07:22 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Thatcher með hamslaust hár Boris Johnson verður forsætisráðherra Bretlands í dag. Vann stórsigur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Líkurnar á samningslausri, og dýrri, útgöngu úr ESB aukast með kjöri Johnsons. Donald Trump fagnar. 24. júlí 2019 07:00
Tilkynnt hver verður forsætisráðherra Bretlands í dag Valið stendur á millli núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands. 23. júlí 2019 07:22
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22
Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09