Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 07:46 Barnier (t.v.) og Juncker (t.h.) heilsast með virktum í Evrópuþinginu. Þeim hugnast ekki hugmyndir nýja breska forsætisráðherrans. Vísir/EPA Tillaga Boris Johnson, nýs forsætisráðherra Bretlands, um að afnema ákvæði um svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi úr útgöngusamningi við Evrópusambandið er óásættanleg, að mati Michels Barnier, aðalsamningamanns sambandsins. Leiðtogar ESB hafa tekið fálega í hugmyndir Johnson. Í fyrstu ræðu sinni í breska þinginu í gær sagði Johnson að hann ætlaði sér að fella út ákvæðið um baktrygginguna. Í henni felst að viðskiptareglur Evrópusambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi eftir útgönguna þar til samið hefur verið um varanlegt fyrirkomulag svo koma megi í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. „Ekkert ríki sem metur sjálfstæði sitt, og í reynd sjálfsvirðingu sína, gæti fallist á samning þar sem það afsalaði sér efnahagslegu sjálfstæði okkar og fullveldi eins og þessi baktryggingin gerir,“ sagði Johnson við þingheim. Þegar Johnson ræddi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í síma í gær lagði Juncker áherslu á að útgöngusamningurinn sem þegar liggur fyrir væri sá besti sem Bretum standi til boða. Opnaði Juncker þó á möguleikann á frekari viðræðum á næstu vikum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Barnier tók í sama streng þrátt fyrir að hann teldi hugmynd Johnson um að fella út baktrygginguna óviðunandi. Sambandið væri opið fyrir hugmyndum Breta sem hægt væri að samræma núverandi útgöngusamningi. Þeim samningi var hafnað í þrígang í breska þinginu sem leiddi til afsagnar Theresu May sem forsætisráðherra. Johnson hefur heitið því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu 31. október eða jafnvel fyrr. Hann hefur jafnframt sagst tilbúinn að gera það án útgöngusamnings takist honum ekki að herja betra samkomulag út úr evrópskum ráðamönnum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Tillaga Boris Johnson, nýs forsætisráðherra Bretlands, um að afnema ákvæði um svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi úr útgöngusamningi við Evrópusambandið er óásættanleg, að mati Michels Barnier, aðalsamningamanns sambandsins. Leiðtogar ESB hafa tekið fálega í hugmyndir Johnson. Í fyrstu ræðu sinni í breska þinginu í gær sagði Johnson að hann ætlaði sér að fella út ákvæðið um baktrygginguna. Í henni felst að viðskiptareglur Evrópusambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi eftir útgönguna þar til samið hefur verið um varanlegt fyrirkomulag svo koma megi í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. „Ekkert ríki sem metur sjálfstæði sitt, og í reynd sjálfsvirðingu sína, gæti fallist á samning þar sem það afsalaði sér efnahagslegu sjálfstæði okkar og fullveldi eins og þessi baktryggingin gerir,“ sagði Johnson við þingheim. Þegar Johnson ræddi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í síma í gær lagði Juncker áherslu á að útgöngusamningurinn sem þegar liggur fyrir væri sá besti sem Bretum standi til boða. Opnaði Juncker þó á möguleikann á frekari viðræðum á næstu vikum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Barnier tók í sama streng þrátt fyrir að hann teldi hugmynd Johnson um að fella út baktrygginguna óviðunandi. Sambandið væri opið fyrir hugmyndum Breta sem hægt væri að samræma núverandi útgöngusamningi. Þeim samningi var hafnað í þrígang í breska þinginu sem leiddi til afsagnar Theresu May sem forsætisráðherra. Johnson hefur heitið því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu 31. október eða jafnvel fyrr. Hann hefur jafnframt sagst tilbúinn að gera það án útgöngusamnings takist honum ekki að herja betra samkomulag út úr evrópskum ráðamönnum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07
Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55