Óbreytt staða í Straumsvík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. júlí 2019 12:49 Ljósbogi myndaðist í þriðja kerskála álversins í Straumsvík um helgina. Vísir/vilhelm Enn hefur ekki verið lagt mat á það hversu mikið fjárhagslegt tjón lokun kerskála þrjú í álveri Rio Tinto í Straumsvík hefur í för með sér. Óbreytt staða er í álverinu síðan skálanum var lokað en vel gengur að koma jafnvægi á rekstur skála eitt og tvö að sögn upplýsingafulltrúa. Stór hluti framleiðslunnar í álverinu í Straumsvík hefur legið niðri síðan kerskála þrjú var lokað af öryggisástæðum aðfaranótt mánudags eftir að svokallaður ljósbogi myndaðist í einu af 160 kerjum skálans. Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, segir stöðuna óbreytta. „Það er ekki hafin vinna við endurræsingu. Við erum fyrst og fremst að vinna að því að koma góðu jafnvægi á skála eitt og tvö og það gengur bara vel, samkvæmt áætlun. En á þessu stigi, er útlit fyrir að hann verið opnaður á ný yfir höfuð? Já það er alveg klárlega verið að stefna að og unnið samkvæmt því að hann verði tekinn í gagnið á ný,“ segir Bjarni Már. Ekki liggur þó fyrir hvenær það verður. „Auðvitað er unnið að því að gera það eins fljótt og hægt er en svona vinna tekur auðvitað bara nokkurn tíma.“ Óróleiki hefur einnig verið í kerskálum eitt og tvö og eru nokkur ker eru enn úti en ástandið fer batnandi að sögn Bjarna Más. „Það gengur bara vel að koma jafnvægi á skála eitt og tvö. Auðvitað um leið og við eru með skála þrjú úti þá gefst okkur betra tækifæri til þess að vinna í því og það gengur bara vel.“ Síðast þegar kerskála var lokað í álverinu tók tíu vikur að koma honum aftur í gang og nam tjónið þá um fjórum milljörðum króna. Aðspurður kveðst Bjarni Már ekki geta sagt til um það hversu mikið tjónið er nú. „Það hefur ekki verið lagt mat á það og við erum fyrst og fremst bara að hugsa um að koma rekstrinum í gott horf og það er ekki búið að því.“ Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00 Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00 Starfsmannafundur í Straumsvík Forsvarsmenn álversins í Straumsvík hafa boðað til fundar með starfsfólki álversins klukkan 11:15, þar sem farið verður yfir stöðu mála. 24. júlí 2019 11:12 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Enn hefur ekki verið lagt mat á það hversu mikið fjárhagslegt tjón lokun kerskála þrjú í álveri Rio Tinto í Straumsvík hefur í för með sér. Óbreytt staða er í álverinu síðan skálanum var lokað en vel gengur að koma jafnvægi á rekstur skála eitt og tvö að sögn upplýsingafulltrúa. Stór hluti framleiðslunnar í álverinu í Straumsvík hefur legið niðri síðan kerskála þrjú var lokað af öryggisástæðum aðfaranótt mánudags eftir að svokallaður ljósbogi myndaðist í einu af 160 kerjum skálans. Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, segir stöðuna óbreytta. „Það er ekki hafin vinna við endurræsingu. Við erum fyrst og fremst að vinna að því að koma góðu jafnvægi á skála eitt og tvö og það gengur bara vel, samkvæmt áætlun. En á þessu stigi, er útlit fyrir að hann verið opnaður á ný yfir höfuð? Já það er alveg klárlega verið að stefna að og unnið samkvæmt því að hann verði tekinn í gagnið á ný,“ segir Bjarni Már. Ekki liggur þó fyrir hvenær það verður. „Auðvitað er unnið að því að gera það eins fljótt og hægt er en svona vinna tekur auðvitað bara nokkurn tíma.“ Óróleiki hefur einnig verið í kerskálum eitt og tvö og eru nokkur ker eru enn úti en ástandið fer batnandi að sögn Bjarna Más. „Það gengur bara vel að koma jafnvægi á skála eitt og tvö. Auðvitað um leið og við eru með skála þrjú úti þá gefst okkur betra tækifæri til þess að vinna í því og það gengur bara vel.“ Síðast þegar kerskála var lokað í álverinu tók tíu vikur að koma honum aftur í gang og nam tjónið þá um fjórum milljörðum króna. Aðspurður kveðst Bjarni Már ekki geta sagt til um það hversu mikið tjónið er nú. „Það hefur ekki verið lagt mat á það og við erum fyrst og fremst bara að hugsa um að koma rekstrinum í gott horf og það er ekki búið að því.“
Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00 Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00 Starfsmannafundur í Straumsvík Forsvarsmenn álversins í Straumsvík hafa boðað til fundar með starfsfólki álversins klukkan 11:15, þar sem farið verður yfir stöðu mála. 24. júlí 2019 11:12 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00
Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. 22. júlí 2019 10:08
Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45
Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00
Starfsmannafundur í Straumsvík Forsvarsmenn álversins í Straumsvík hafa boðað til fundar með starfsfólki álversins klukkan 11:15, þar sem farið verður yfir stöðu mála. 24. júlí 2019 11:12