Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2019 07:45 Boris Johnson er nú orðinn leiðtogi stærsta flokksins á breska þinginu. Með sigri hans aukast líkurnar á samningslausri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu talsvert. Nordicphotos/AFP Boris Johnson er orðinn forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins. Hreyfing harðlínumanna í Evrópumálum, það er að segja þeirra sem harðastir eru í andstöðunni við Evrópusamstarfið, hefur þar með orðið ofan á í stríðinu um flokkinn. Að minnsta kosti í bili. Johnson hefur lofað því margoft að Bretar muni ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október. Ekki standi til að fresta útgöngu aftur, líkt og gert hefur verið vegna þess hve illa hefur gengið að koma útgöngusamningi ríkisstjórnar Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, í gegnum þingið. Þetta þýðir að Johnson er meira en tilbúinn til þess að ganga út samningslaust, þvert gegn vilja breska þingsins. Vitaskuld mun Johnson reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið. Fá breytt atriðum er til að mynda varða fyrirkomulag landamæravörslu á milli Írlands og Norður-Írlands. Þessi leið er ekki líkleg til að bera árangur ef marka má orð toppa ESB, sem ítrekað hafa lýst því yfir að ekki standi til boða að semja upp á nýtt.Öfgar Samningslaus útganga er harðasta mögulega afstaða í Brexit-málinu. Segja má að með yfirburðasigri Johnsons í leiðtogakjörinu hafi Íhaldsflokkurinn því í raun lýst sig öfgaflokk í málinu. Vissulega er samningslaus útganga ekki yfirlýst stefna Johnson-stjórnarinnar. Hún hafnar hins vegar ekki möguleikanum, öfugt við þingið og flesta aðra flokka. Þessi öfgaafstaða í Brexit-málinu nær einnig til flokksmanna, líkt og sjá mátti á niðurstöðum könnunar sem YouGov gerði í síðasta mánuði. Sagðist þar meirihluti flokksmanna frekar vilja að Skotar eða Norður-Írar fengju sjálfstæði, breska hagkerfið bæri mikinn skaða eða Íhaldsflokkurinn leystist upp svo lengi sem það þýddi að Brexit gengi í gegn. Eina niðurstaðan sem þótti óboðleg var að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, yrði forsætisráðherra. Löng vegferð Evrópusinnar hafa ráðið ríkjum innan Íhaldsflokksins lengi. Eða að minnsta kosti leiðtogar sem ekki voru eindregið á þeirri línu að Bretland skyldi ganga út hvað sem tautaði og raulaði. Yfirtaka Evrópuandstæðinga hefur tekið töluverðan tíma og á þessi nýjasta og stærsta alda hreyfingarinnar rætur í því þegar David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu fyrir kosningarnar árið 2015 til þess að reyna að verjast sókn þjóðernishyggjuflokksins UKIP. Cameron var sjálfur andvígur útgöngu og beitti sér fyrir áframhaldandi aðild í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það gerði Theresa May líka sem og Jeremy Hunt, sá sem Johnson vann í leiðtogakjörinu. En jafnvel þótt Bretar hafi valið að ganga út og Cameron sagt af sér tók Evrópusinninn May við stjórnartaumunum. Hún lofaði því vissulega að virða ákvörðunina sem tekin var í þjóðaratkvæðagreiðslunni en var, að minnsta kosti fyrir atkvæðagreiðslu, Evrópusinni. Brexit-flokkurinn May gekk ekki vel með útgöngumálið. Óvíst er hvort nokkur hefði staðið sig mun betur. Hins vegar er staðreyndin sú að breska þingið hafnaði samningi May-stjórnarinnar um útgöngu í þrígang, með metfjölda atkvæða, og fresta þurfti Brexit. Breska þjóðin er og var, samkvæmt könnunum, óánægð með samninginn og það hvernig May hefur haldið á málum. Þessi óánægja er stór þáttur í velgengni hins nýstofnaða Brexit-flokks, sem harðlínumaðurinn Nigel Farage leiðir. Flokkurinn mælist stór, jafnvel stærri en Íhaldsflokkurinn, í könnunum og vann mikinn sigur í Evrópuþingkosningum maímánaðar. Fékk 30,5 prósent atkvæða á meðan Íhaldsflokkurinn galt afhroð og fékk 8,8 prósent en hafði 23,9 prósent. Með kjöri Johnsons reynir Íhaldsflokkurinn að svara þessum uppgangi Brexit-flokksins. Ef Johnson tekst að koma Bretum út úr Evrópusambandinu á útgöngudag, jafnvel þvert gegn vilja þingsins, má búast við því að hörðustu Evrópuandstæðingar standi með flokknum og flýi ekki til Farage og félaga. Evrópusinnarnir, sem eru ófáir, gætu hins vegar horft til Frjálslyndra demókrata eða annarra flokka. Næstu skref Þeir viðmælendur og stjórnmálaskýrendur sem Financial Times ræddi við eru á þeirri skoðun að Johnson ætli sér að knýja fram nýjar kosningar. „Margir skýrendur eru á þeirri skoðun að Johnson hafi sett markið svo hátt fyrir viðræður vegna þess að hann ætlar að leggja línurnar að haustkosningum,“ skrifaði James Blitz og bætti við: „Markmiðið er nokkuð gegnsætt. Hann þrýstir á að drepa May-samninginn algjörlega og vill að Brussel hafni honum. Hann mun svo þrýsta á samningslausa útgöngu en þingið mun hafna því. Þá fer hann til þjóðarinnar og segir að allir séu að hindra störf sín. Hann sé sá eini sem getur framfylgt vilja þjóðarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Bretar með aulahroll vegna forsíðu the Sun: „Er mögulegt að land geti dáið úr vandræðalegheitum?“ Ritstjórn The Sun ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og komu tveimur stærstu fréttum vikunnar fyrir á einni forsíðu með aðstoð myndvinnslu. 26. júlí 2019 14:11 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Boris Johnson er orðinn forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins. Hreyfing harðlínumanna í Evrópumálum, það er að segja þeirra sem harðastir eru í andstöðunni við Evrópusamstarfið, hefur þar með orðið ofan á í stríðinu um flokkinn. Að minnsta kosti í bili. Johnson hefur lofað því margoft að Bretar muni ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október. Ekki standi til að fresta útgöngu aftur, líkt og gert hefur verið vegna þess hve illa hefur gengið að koma útgöngusamningi ríkisstjórnar Theresu May, fyrrverandi forsætisráðherra, í gegnum þingið. Þetta þýðir að Johnson er meira en tilbúinn til þess að ganga út samningslaust, þvert gegn vilja breska þingsins. Vitaskuld mun Johnson reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið. Fá breytt atriðum er til að mynda varða fyrirkomulag landamæravörslu á milli Írlands og Norður-Írlands. Þessi leið er ekki líkleg til að bera árangur ef marka má orð toppa ESB, sem ítrekað hafa lýst því yfir að ekki standi til boða að semja upp á nýtt.Öfgar Samningslaus útganga er harðasta mögulega afstaða í Brexit-málinu. Segja má að með yfirburðasigri Johnsons í leiðtogakjörinu hafi Íhaldsflokkurinn því í raun lýst sig öfgaflokk í málinu. Vissulega er samningslaus útganga ekki yfirlýst stefna Johnson-stjórnarinnar. Hún hafnar hins vegar ekki möguleikanum, öfugt við þingið og flesta aðra flokka. Þessi öfgaafstaða í Brexit-málinu nær einnig til flokksmanna, líkt og sjá mátti á niðurstöðum könnunar sem YouGov gerði í síðasta mánuði. Sagðist þar meirihluti flokksmanna frekar vilja að Skotar eða Norður-Írar fengju sjálfstæði, breska hagkerfið bæri mikinn skaða eða Íhaldsflokkurinn leystist upp svo lengi sem það þýddi að Brexit gengi í gegn. Eina niðurstaðan sem þótti óboðleg var að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, yrði forsætisráðherra. Löng vegferð Evrópusinnar hafa ráðið ríkjum innan Íhaldsflokksins lengi. Eða að minnsta kosti leiðtogar sem ekki voru eindregið á þeirri línu að Bretland skyldi ganga út hvað sem tautaði og raulaði. Yfirtaka Evrópuandstæðinga hefur tekið töluverðan tíma og á þessi nýjasta og stærsta alda hreyfingarinnar rætur í því þegar David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu fyrir kosningarnar árið 2015 til þess að reyna að verjast sókn þjóðernishyggjuflokksins UKIP. Cameron var sjálfur andvígur útgöngu og beitti sér fyrir áframhaldandi aðild í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. Það gerði Theresa May líka sem og Jeremy Hunt, sá sem Johnson vann í leiðtogakjörinu. En jafnvel þótt Bretar hafi valið að ganga út og Cameron sagt af sér tók Evrópusinninn May við stjórnartaumunum. Hún lofaði því vissulega að virða ákvörðunina sem tekin var í þjóðaratkvæðagreiðslunni en var, að minnsta kosti fyrir atkvæðagreiðslu, Evrópusinni. Brexit-flokkurinn May gekk ekki vel með útgöngumálið. Óvíst er hvort nokkur hefði staðið sig mun betur. Hins vegar er staðreyndin sú að breska þingið hafnaði samningi May-stjórnarinnar um útgöngu í þrígang, með metfjölda atkvæða, og fresta þurfti Brexit. Breska þjóðin er og var, samkvæmt könnunum, óánægð með samninginn og það hvernig May hefur haldið á málum. Þessi óánægja er stór þáttur í velgengni hins nýstofnaða Brexit-flokks, sem harðlínumaðurinn Nigel Farage leiðir. Flokkurinn mælist stór, jafnvel stærri en Íhaldsflokkurinn, í könnunum og vann mikinn sigur í Evrópuþingkosningum maímánaðar. Fékk 30,5 prósent atkvæða á meðan Íhaldsflokkurinn galt afhroð og fékk 8,8 prósent en hafði 23,9 prósent. Með kjöri Johnsons reynir Íhaldsflokkurinn að svara þessum uppgangi Brexit-flokksins. Ef Johnson tekst að koma Bretum út úr Evrópusambandinu á útgöngudag, jafnvel þvert gegn vilja þingsins, má búast við því að hörðustu Evrópuandstæðingar standi með flokknum og flýi ekki til Farage og félaga. Evrópusinnarnir, sem eru ófáir, gætu hins vegar horft til Frjálslyndra demókrata eða annarra flokka. Næstu skref Þeir viðmælendur og stjórnmálaskýrendur sem Financial Times ræddi við eru á þeirri skoðun að Johnson ætli sér að knýja fram nýjar kosningar. „Margir skýrendur eru á þeirri skoðun að Johnson hafi sett markið svo hátt fyrir viðræður vegna þess að hann ætlar að leggja línurnar að haustkosningum,“ skrifaði James Blitz og bætti við: „Markmiðið er nokkuð gegnsætt. Hann þrýstir á að drepa May-samninginn algjörlega og vill að Brussel hafni honum. Hann mun svo þrýsta á samningslausa útgöngu en þingið mun hafna því. Þá fer hann til þjóðarinnar og segir að allir séu að hindra störf sín. Hann sé sá eini sem getur framfylgt vilja þjóðarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Bretar með aulahroll vegna forsíðu the Sun: „Er mögulegt að land geti dáið úr vandræðalegheitum?“ Ritstjórn The Sun ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og komu tveimur stærstu fréttum vikunnar fyrir á einni forsíðu með aðstoð myndvinnslu. 26. júlí 2019 14:11 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Bretar með aulahroll vegna forsíðu the Sun: „Er mögulegt að land geti dáið úr vandræðalegheitum?“ Ritstjórn The Sun ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og komu tveimur stærstu fréttum vikunnar fyrir á einni forsíðu með aðstoð myndvinnslu. 26. júlí 2019 14:11
Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55
Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent