Breska ríkisstjórnin telur Brexit án samnings líklega niðurstöðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2019 10:09 Michael Gove vinnur að undirbúningi samningslauss Brexit, verði það niðurstaðan. Vísir/Getty Ríkisstjórn Bretlands vinnur úr frá þeirri sviðsmynd að Bretar fari samningslausir úr Evrópusambandinu í haust. Þetta segir Michael Gove í aðsendri grein í breska dagblaðinu The Sunday Times en Boris Johnson, sem í síðustu viku var skipaður í embætti forsætisráðherra Bretlands, fól Gove að undirbúa samningslaust Brexit. Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra sagðist Johnson vilja nýjan útgöngusamning en bætti við að það væri heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa Evrópusambandið án samnings. Hann hefur heitið bresku þjóðinni að yfirgefa Bretland 31. október sama hvað og „ekkert múður“.Samningslaust Brexit mjög líkleg niðurstaða Gove sagði í grein sinni að það væri „mjög líklegt“ að niðurstaðan gæti orðið samningslaust Brexit. Hann væri, líkt og Johnson, vongóður um að fá leiðtogana í Brussel til að setjast að samningaborðinu að nýju en nauðsynlegt væri að vinna út frá því að það verði ekki raunin. „Þú getur einfaldlega ekki bara hitað aftur upp réttinn sem var sendur til baka og búist við því að hann verði girnilegri við það,“ skrifaði Gove. Allt strandar á baktryggingunni um landamæri Írlands Tillaga Boris Johnson, nýs forsætisráðherra Bretlands, um að afnema ákvæði um svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi úr útgöngusamningi við Evrópusambandið er óásættanleg, að mati Michels Barnier, aðalsamningamannsESB.Í henni felst að viðskiptareglur Evrópusambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi eftir útgönguna þar til samið hefur verið um varanlegt fyrirkomulag svo koma megi í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Hyggst berjast af öllu afli gegn samningslausu Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, brást við skrifum Goves og sagði að Verkamannaflokkurinn myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að Bretland fari úr Evrópusambandinu án samnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar. 27. júlí 2019 07:45 Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09 Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands vinnur úr frá þeirri sviðsmynd að Bretar fari samningslausir úr Evrópusambandinu í haust. Þetta segir Michael Gove í aðsendri grein í breska dagblaðinu The Sunday Times en Boris Johnson, sem í síðustu viku var skipaður í embætti forsætisráðherra Bretlands, fól Gove að undirbúa samningslaust Brexit. Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra sagðist Johnson vilja nýjan útgöngusamning en bætti við að það væri heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa Evrópusambandið án samnings. Hann hefur heitið bresku þjóðinni að yfirgefa Bretland 31. október sama hvað og „ekkert múður“.Samningslaust Brexit mjög líkleg niðurstaða Gove sagði í grein sinni að það væri „mjög líklegt“ að niðurstaðan gæti orðið samningslaust Brexit. Hann væri, líkt og Johnson, vongóður um að fá leiðtogana í Brussel til að setjast að samningaborðinu að nýju en nauðsynlegt væri að vinna út frá því að það verði ekki raunin. „Þú getur einfaldlega ekki bara hitað aftur upp réttinn sem var sendur til baka og búist við því að hann verði girnilegri við það,“ skrifaði Gove. Allt strandar á baktryggingunni um landamæri Írlands Tillaga Boris Johnson, nýs forsætisráðherra Bretlands, um að afnema ákvæði um svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi úr útgöngusamningi við Evrópusambandið er óásættanleg, að mati Michels Barnier, aðalsamningamannsESB.Í henni felst að viðskiptareglur Evrópusambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi eftir útgönguna þar til samið hefur verið um varanlegt fyrirkomulag svo koma megi í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Hyggst berjast af öllu afli gegn samningslausu Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, brást við skrifum Goves og sagði að Verkamannaflokkurinn myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að Bretland fari úr Evrópusambandinu án samnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar. 27. júlí 2019 07:45 Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09 Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar. 27. júlí 2019 07:45
Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09
Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07