Erlent

Tólf skotnir og einn látinn eftir skotárás á útiviðburði í Brooklyn

Eiður Þór Árnason skrifar
Sjónarvottar lýstu því að fólk hafi byrjað að hlaupa í allar áttir þegar að skothljóð fóru að heyrast.
Sjónarvottar lýstu því að fólk hafi byrjað að hlaupa í allar áttir þegar að skothljóð fóru að heyrast. Vísir/AP
Tólf voru skotnir á útiviðburði í Brooklyn í New York borg í gær. Þar af lést einn 38 ára karlmaður eftir að hafa fengið byssukúlu í höfuðið.

Skotárásin átti sér stað í Brownsville hverfinu og telur lögregla að um tvö til þrjú þúsund manns hafi verið á svæðinu þegar óþekktur byssumaður byrjaði að skjóta í átt að fólkinu. Enginn liggur undir grun að svo stöddu en lögregla hefur ekki enn útilokað að um fleiri en einn árásarmann hafi verið að ræða. Ekki er vitað hvað leiddi til skotárásarinnar.

Sex af hinum slösuðu hafa þegar verið útskrifaðir af sjúkrahúsi en talsmaður slökkviliðsins í New York hefur lét hafa eftir sér í dag að nokkrir hinna væru alvarlega slasaðir.

Bill de Blasio, borgarstjóri New York sagði á Twitter eftir árásina að hún hafi „splundrað friðsömum hverfisviðburði,“ og að yfirvöld muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að „fjarlægja skotvopn af götunum okkar.“


Tengdar fréttir

Skotárás í meistarafögnuði Toronto Raptors

Talið er að tveir hafi orðið fyrir skoti í miðborg Toronto í Kanada í dag. Mikill fjöldi fólks var þar samankomin til að fagna fyrsta NBA titli körfuboltaliðs borgarinnar Toronto Raptors.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×