Skutu viðvörunarskotum að norsku skipi í norskri lögsögu Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2024 10:46 Levtsjenkó aðmíráll er rússneskur tundurspillir. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Norskir sjómenn segja að áhöfn rússneska tundurspillisins Levtsjenkó aðmíráll, hafi skotið viðvörunarskoti að línubát þeirra fyrr í þessum mánuði. Þeir segja enn fremur að það hafi verið gert í norskri lögsögu í Barentshafi. Áhöfn MS Ragnhild Kristine voru við veiðar í Barentshafi þann 12. september þegar skipstjóri Levtsjenkó hafði samband við bátinn og sagði þá þurfa að fara á brott vegna æfingar rússneskra herskipa. Flotaæfingin sem átti sér þá stað á Barentshafi kallast Haf 2024 og segja ráðamenn í Rússlandi að hún sé einhver sú umfangsmesta sem sjóher Rússlands hafi haldið í áratugi. Kínverjar komu einnig að æfingunni en hún fór fram bæði á mörgum höfum jarðarinnar og að henni komu rúmlega fjögur hundruð herskip og kafbátar, 120 flugvélar og þyrlur og um níutíu þúsund sjóliðar, flugmenn og hermenn, samkvæmt yfirlýsingu frá Kreml. Øystein Orten, eigandi línubátsins, sagði NRK að hann hafi svaraði á þá leið að Rússarnir hefðu ekki rétt á því að reka þá á brott, þar sem þeir væru í norskri lögsögu og ætluðu að vitja línu sem þeir höfðu áður lagt. Þá var Levtsjenkó siglt að línuskipinu á fullu stími, samkvæmt Orten, og segir hann að fallbyssum herskipsins hafi verið miðað á línubátinn. Orten segir að Levtsjenkó hafi verið siglt í um tvö hundruð metra fjarlægð frá línubátnum og áhöfnin hafi svo þeytt þokulúður í um fimmtán sekúndur. Eftir það hafi Rússarnir skotið úr fallbyssu í sjóinn á milli skipanna. Orten segir línubátinn hafa nötrað vegna sprengingarinnar og í kjölfarið hafi hann samþykkt að sigla í vesturátt. Skipstjóri tundurspillisins sagði honum að vitja línunnar eftir fimm eða sex klukkustundir. Skip frá Landhelgisgæslu Noregs var einnig á svæðinu og Orten segist hafa heyrt í skipstjóra þess seinna og að sá hafi tilkynnt honum að þeir hefðu rætt við Rússana og komist að samkomulagi. Um hvað fylgdi ekki sögunni. Fleiri og stærri æfingar NRK hefur eftir Orten að yfirvöld í Noregi þurfi að sýna meiri kjark í samskiptum við Rússa og koma í veg fyrir að Rússar haldi æfingar í lögsögu Noregs og hindri störf norskra sjómanna. Kallaði hann ríkisstjórn Noregs heigla. Þá hefur miðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Noregs að fregnir af atvikinu hafi borist þangað á bæ. Þá var ítrekað að norsk skip þyrftu ekki að yfirgefa svæði innan lögsögu Noregs vegna flotaæfinga sem þessara. Miðillinn Barents Observer hefur eftir talsmanni norsku Landhelgisgæslunnar að vitað sé af samskiptum milli tundurspillisins og línubátsins en ekki sé hægt að staðfesta að viðvörunarskoti hafi verið hleypt af. Þá vitnar miðillinn í nýlega rannsókn á æfingum Rússa í Barentshafi, sem bendi til þess að þeim hafi farið fjölgandi og umfang þeirra hafi aukist. Þær séu reglulega haldnar innan norskrar lögsögu, að hluta til. Rússland Noregur Hernaður Tengdar fréttir Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar. 20. september 2024 11:13 Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 18. september 2024 08:02 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Áhöfn MS Ragnhild Kristine voru við veiðar í Barentshafi þann 12. september þegar skipstjóri Levtsjenkó hafði samband við bátinn og sagði þá þurfa að fara á brott vegna æfingar rússneskra herskipa. Flotaæfingin sem átti sér þá stað á Barentshafi kallast Haf 2024 og segja ráðamenn í Rússlandi að hún sé einhver sú umfangsmesta sem sjóher Rússlands hafi haldið í áratugi. Kínverjar komu einnig að æfingunni en hún fór fram bæði á mörgum höfum jarðarinnar og að henni komu rúmlega fjögur hundruð herskip og kafbátar, 120 flugvélar og þyrlur og um níutíu þúsund sjóliðar, flugmenn og hermenn, samkvæmt yfirlýsingu frá Kreml. Øystein Orten, eigandi línubátsins, sagði NRK að hann hafi svaraði á þá leið að Rússarnir hefðu ekki rétt á því að reka þá á brott, þar sem þeir væru í norskri lögsögu og ætluðu að vitja línu sem þeir höfðu áður lagt. Þá var Levtsjenkó siglt að línuskipinu á fullu stími, samkvæmt Orten, og segir hann að fallbyssum herskipsins hafi verið miðað á línubátinn. Orten segir að Levtsjenkó hafi verið siglt í um tvö hundruð metra fjarlægð frá línubátnum og áhöfnin hafi svo þeytt þokulúður í um fimmtán sekúndur. Eftir það hafi Rússarnir skotið úr fallbyssu í sjóinn á milli skipanna. Orten segir línubátinn hafa nötrað vegna sprengingarinnar og í kjölfarið hafi hann samþykkt að sigla í vesturátt. Skipstjóri tundurspillisins sagði honum að vitja línunnar eftir fimm eða sex klukkustundir. Skip frá Landhelgisgæslu Noregs var einnig á svæðinu og Orten segist hafa heyrt í skipstjóra þess seinna og að sá hafi tilkynnt honum að þeir hefðu rætt við Rússana og komist að samkomulagi. Um hvað fylgdi ekki sögunni. Fleiri og stærri æfingar NRK hefur eftir Orten að yfirvöld í Noregi þurfi að sýna meiri kjark í samskiptum við Rússa og koma í veg fyrir að Rússar haldi æfingar í lögsögu Noregs og hindri störf norskra sjómanna. Kallaði hann ríkisstjórn Noregs heigla. Þá hefur miðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Noregs að fregnir af atvikinu hafi borist þangað á bæ. Þá var ítrekað að norsk skip þyrftu ekki að yfirgefa svæði innan lögsögu Noregs vegna flotaæfinga sem þessara. Miðillinn Barents Observer hefur eftir talsmanni norsku Landhelgisgæslunnar að vitað sé af samskiptum milli tundurspillisins og línubátsins en ekki sé hægt að staðfesta að viðvörunarskoti hafi verið hleypt af. Þá vitnar miðillinn í nýlega rannsókn á æfingum Rússa í Barentshafi, sem bendi til þess að þeim hafi farið fjölgandi og umfang þeirra hafi aukist. Þær séu reglulega haldnar innan norskrar lögsögu, að hluta til.
Rússland Noregur Hernaður Tengdar fréttir Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar. 20. september 2024 11:13 Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 18. september 2024 08:02 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Norðurlönd dýpka samvinnu í varnarmálum Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar. 20. september 2024 11:13
Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 18. september 2024 08:02