Rússar gerðir afturreka með óvæntar tillögur á allsherjarþingi SÞ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2024 06:48 Rússar voru gerðir afturreka með tillögur sínar. AP/Frank Franklin II Rússar reyndu að koma í veg fyrir samþykkt „samkomulags um framtíðina“ sem tekið var fyrir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Rússar lögðu til að atkvæðagreiðslu um samkomulagið yrði frestað en 143 ríki greiddu atkvæði á móti og aðeins sjö með. Fimmtán sátu hjá. Umrætt samkomulag er nokkurs konar vegvísir inn í framtíðina og unnið að frumkvæði framkvæmdastjórans António Guterres. Það þykir þó hafa verið útþynnt mjög í samningaviðræðum um efni og orðalag. Útspil Rússa kom nokkuð á óvart en þeir sögðu samkomulagið fyrst og fremst þjóna hagsmunum Vesturlanda og ef tillaga þeirra um að fresta atkvæðagreiðslu yrði ekki samþykkt myndu þeir leggja fram tillögu um viðauka þar sem tekið yrði fram að þau málefni sem samkomulagið fjallaði um væru á forræði einstakra ríkja og ættu ekki að sæta afskiptum Sameinuðu þjóðanna. Báðum tillögum var hins vegar hafnað. Samkvæmt Guardian vöktu tilraunir Rússa reiði meðal ríkja Afríkubandalagsins og hjá sendinefnd Mexíkó en meðal þeirra ríkja sem greiddu atkvæði með Rússum voru Belarús, Venesúela, Sýrland og Íran. Guterres sagði á þinginu í gær að markmið samkomulagsins væri að færa fjölþjóðahyggjuna aftur frá bjargbrúninni og að 21. aldar vandamál krefðust 21. aldar lausna. Lögð er áhersla á forgang alþjóðalaga umfram þjóðarlög, sem er eitt af því sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á Rússum. Meðal einstakra þátta samkomulagsins má nefna stofnun nýs samráðsvettvangs um neyðartilvik, svo sem faraldra, náttúruhamfarir og matvælaöryggi og nýja ráðgefandi eftirlitsnefnd sérfræðinga um hættur gervigreindar. Rússland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Fimmtán sátu hjá. Umrætt samkomulag er nokkurs konar vegvísir inn í framtíðina og unnið að frumkvæði framkvæmdastjórans António Guterres. Það þykir þó hafa verið útþynnt mjög í samningaviðræðum um efni og orðalag. Útspil Rússa kom nokkuð á óvart en þeir sögðu samkomulagið fyrst og fremst þjóna hagsmunum Vesturlanda og ef tillaga þeirra um að fresta atkvæðagreiðslu yrði ekki samþykkt myndu þeir leggja fram tillögu um viðauka þar sem tekið yrði fram að þau málefni sem samkomulagið fjallaði um væru á forræði einstakra ríkja og ættu ekki að sæta afskiptum Sameinuðu þjóðanna. Báðum tillögum var hins vegar hafnað. Samkvæmt Guardian vöktu tilraunir Rússa reiði meðal ríkja Afríkubandalagsins og hjá sendinefnd Mexíkó en meðal þeirra ríkja sem greiddu atkvæði með Rússum voru Belarús, Venesúela, Sýrland og Íran. Guterres sagði á þinginu í gær að markmið samkomulagsins væri að færa fjölþjóðahyggjuna aftur frá bjargbrúninni og að 21. aldar vandamál krefðust 21. aldar lausna. Lögð er áhersla á forgang alþjóðalaga umfram þjóðarlög, sem er eitt af því sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á Rússum. Meðal einstakra þátta samkomulagsins má nefna stofnun nýs samráðsvettvangs um neyðartilvik, svo sem faraldra, náttúruhamfarir og matvælaöryggi og nýja ráðgefandi eftirlitsnefnd sérfræðinga um hættur gervigreindar.
Rússland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira