Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2024 09:01 Edmundo González flúði til Spánar þegar ljóst varð að hann yrði tekinn höndum í heimalandinu. AP/Ariana Cubillos Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. González flúði til Spánar fyrr í þessum mánuði en Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafði þá ítrekað hótað því að fangelsa hann og aðra leiðtoga stjórnarandstöðunnar í kjölfar umdeildra forsetakosninga í júlí. Andrúmsloftið í Venesúela hefur verið þrungið spennu eftir kosningarnar. Verulegar efasemdir eru um að kosningarnar hafi farið heiðarlega fram. González og stjórnarandstaðan heldur því fram að hann hafi fengið flest atkvæði en yfirkjörstjórn landsins lýsti Maduro sigurvegara. Hún birti þó aldrei tölur fyrir alla kjörstaði þrátt fyrir að það hefði verið venjan fram að þessu. Maduro sakaði stjórnarandstöðuna um að reyna að ræna sig völdum og lét saksóknara sinn gefa út ákæru á hendur leiðtogum hennar fyrir ýmsa meinta glæpi. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna fyrir helgi sagði González að lífvörður hans hefði fengið upplýsingar um að öryggissveitir Maduro ætluðu sér að klófesta hann og að best væri að hann léti sig hverfa. „Ég hefði getað farið í felur en ég varð að vera frjáls til þess að gera það sem ég er að gera, að miðla því til heimsbyggðarinnar sem er að gerast í Venesúela, vera í samskiptum við þjóðarleiðtoga,“ sagði González. Þvingaður til þess að skrifa undir kosningasigur Maduro Um leið og handtökuskipun hefði verið gefin út á hendur honum segist González hafa vitað að hann ætti yfir höfði sér fangelsisvist, mögulega í einu af þeim fangelsum sem stjórn Maduro hefur breytt í pyntingarmiðstöðvar. Þá segist González hafa verið þvingaður til þess að skrifa undir bréf þess efnis að hann sætti sig við sigur Maduro áður en hann yfirgaf Venesúela. Þá hafi menn Maduro tekið myndir af honum sem voru síðar birtar opinberlega í óþökk hans. Í skiptum hafi González fengið fyrirheit um að dóttir hans og fjölskylda hennar yrði látin í friði og sömuleiðis eignir hans sjálfs í landinu. Venesúela Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
González flúði til Spánar fyrr í þessum mánuði en Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafði þá ítrekað hótað því að fangelsa hann og aðra leiðtoga stjórnarandstöðunnar í kjölfar umdeildra forsetakosninga í júlí. Andrúmsloftið í Venesúela hefur verið þrungið spennu eftir kosningarnar. Verulegar efasemdir eru um að kosningarnar hafi farið heiðarlega fram. González og stjórnarandstaðan heldur því fram að hann hafi fengið flest atkvæði en yfirkjörstjórn landsins lýsti Maduro sigurvegara. Hún birti þó aldrei tölur fyrir alla kjörstaði þrátt fyrir að það hefði verið venjan fram að þessu. Maduro sakaði stjórnarandstöðuna um að reyna að ræna sig völdum og lét saksóknara sinn gefa út ákæru á hendur leiðtogum hennar fyrir ýmsa meinta glæpi. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna fyrir helgi sagði González að lífvörður hans hefði fengið upplýsingar um að öryggissveitir Maduro ætluðu sér að klófesta hann og að best væri að hann léti sig hverfa. „Ég hefði getað farið í felur en ég varð að vera frjáls til þess að gera það sem ég er að gera, að miðla því til heimsbyggðarinnar sem er að gerast í Venesúela, vera í samskiptum við þjóðarleiðtoga,“ sagði González. Þvingaður til þess að skrifa undir kosningasigur Maduro Um leið og handtökuskipun hefði verið gefin út á hendur honum segist González hafa vitað að hann ætti yfir höfði sér fangelsisvist, mögulega í einu af þeim fangelsum sem stjórn Maduro hefur breytt í pyntingarmiðstöðvar. Þá segist González hafa verið þvingaður til þess að skrifa undir bréf þess efnis að hann sætti sig við sigur Maduro áður en hann yfirgaf Venesúela. Þá hafi menn Maduro tekið myndir af honum sem voru síðar birtar opinberlega í óþökk hans. Í skiptum hafi González fengið fyrirheit um að dóttir hans og fjölskylda hennar yrði látin í friði og sömuleiðis eignir hans sjálfs í landinu.
Venesúela Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22
Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49