Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2024 09:01 Edmundo González flúði til Spánar þegar ljóst varð að hann yrði tekinn höndum í heimalandinu. AP/Ariana Cubillos Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. González flúði til Spánar fyrr í þessum mánuði en Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafði þá ítrekað hótað því að fangelsa hann og aðra leiðtoga stjórnarandstöðunnar í kjölfar umdeildra forsetakosninga í júlí. Andrúmsloftið í Venesúela hefur verið þrungið spennu eftir kosningarnar. Verulegar efasemdir eru um að kosningarnar hafi farið heiðarlega fram. González og stjórnarandstaðan heldur því fram að hann hafi fengið flest atkvæði en yfirkjörstjórn landsins lýsti Maduro sigurvegara. Hún birti þó aldrei tölur fyrir alla kjörstaði þrátt fyrir að það hefði verið venjan fram að þessu. Maduro sakaði stjórnarandstöðuna um að reyna að ræna sig völdum og lét saksóknara sinn gefa út ákæru á hendur leiðtogum hennar fyrir ýmsa meinta glæpi. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna fyrir helgi sagði González að lífvörður hans hefði fengið upplýsingar um að öryggissveitir Maduro ætluðu sér að klófesta hann og að best væri að hann léti sig hverfa. „Ég hefði getað farið í felur en ég varð að vera frjáls til þess að gera það sem ég er að gera, að miðla því til heimsbyggðarinnar sem er að gerast í Venesúela, vera í samskiptum við þjóðarleiðtoga,“ sagði González. Þvingaður til þess að skrifa undir kosningasigur Maduro Um leið og handtökuskipun hefði verið gefin út á hendur honum segist González hafa vitað að hann ætti yfir höfði sér fangelsisvist, mögulega í einu af þeim fangelsum sem stjórn Maduro hefur breytt í pyntingarmiðstöðvar. Þá segist González hafa verið þvingaður til þess að skrifa undir bréf þess efnis að hann sætti sig við sigur Maduro áður en hann yfirgaf Venesúela. Þá hafi menn Maduro tekið myndir af honum sem voru síðar birtar opinberlega í óþökk hans. Í skiptum hafi González fengið fyrirheit um að dóttir hans og fjölskylda hennar yrði látin í friði og sömuleiðis eignir hans sjálfs í landinu. Venesúela Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
González flúði til Spánar fyrr í þessum mánuði en Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafði þá ítrekað hótað því að fangelsa hann og aðra leiðtoga stjórnarandstöðunnar í kjölfar umdeildra forsetakosninga í júlí. Andrúmsloftið í Venesúela hefur verið þrungið spennu eftir kosningarnar. Verulegar efasemdir eru um að kosningarnar hafi farið heiðarlega fram. González og stjórnarandstaðan heldur því fram að hann hafi fengið flest atkvæði en yfirkjörstjórn landsins lýsti Maduro sigurvegara. Hún birti þó aldrei tölur fyrir alla kjörstaði þrátt fyrir að það hefði verið venjan fram að þessu. Maduro sakaði stjórnarandstöðuna um að reyna að ræna sig völdum og lét saksóknara sinn gefa út ákæru á hendur leiðtogum hennar fyrir ýmsa meinta glæpi. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna fyrir helgi sagði González að lífvörður hans hefði fengið upplýsingar um að öryggissveitir Maduro ætluðu sér að klófesta hann og að best væri að hann léti sig hverfa. „Ég hefði getað farið í felur en ég varð að vera frjáls til þess að gera það sem ég er að gera, að miðla því til heimsbyggðarinnar sem er að gerast í Venesúela, vera í samskiptum við þjóðarleiðtoga,“ sagði González. Þvingaður til þess að skrifa undir kosningasigur Maduro Um leið og handtökuskipun hefði verið gefin út á hendur honum segist González hafa vitað að hann ætti yfir höfði sér fangelsisvist, mögulega í einu af þeim fangelsum sem stjórn Maduro hefur breytt í pyntingarmiðstöðvar. Þá segist González hafa verið þvingaður til þess að skrifa undir bréf þess efnis að hann sætti sig við sigur Maduro áður en hann yfirgaf Venesúela. Þá hafi menn Maduro tekið myndir af honum sem voru síðar birtar opinberlega í óþökk hans. Í skiptum hafi González fengið fyrirheit um að dóttir hans og fjölskylda hennar yrði látin í friði og sömuleiðis eignir hans sjálfs í landinu.
Venesúela Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22
Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49