Smíði Ölfusárbrúar í uppnámi vegna skilyrðis fyrir ríkisábyrgð Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2024 21:42 Hér er brúarstæðið. Nýja brúin er fyrirhuguð um Efri-Laugardælaeyju sem sést hér fyrir miðri mynd. Arnar Halldórsson Smíði nýrrar Ölfusárbrúar er í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna standi undir kostnaði. Sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að dæmið gangi upp. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra leita leiða til að koma verkefninu í gang. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en þess hafði verið vænst að samningur um smíði brúarinnar milli Vegagerðarinnar og ÞG verks yrði undirritaður í byrjun sumars. En ekkert gerist og þegar við spurðum fjármálaráðherra fyrir fjórum vikum um hvað væri að tefja málið svaraði hann: „Það hefur bara verið til gagngerrar skoðunar og samtals núna í sumar og ég vænti nú bara niðurstöðu næstu daga,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í fréttum Stöðvar 2 þann 27. ágúst síðastliðinn. Þessir „næstu dagar“, sem ráðherrann nefndi fyrir nærri mánuði, eru orðnir vandræðalega langir, en okkar upplýsingar herma að það sem raunverulega er að tefja málið er að fjármálaráðherranum gengur hægt að sannfæra Seðlabankann um að veggjöld dugi til að borga brúna. Sú lántökuheimild fjárlaga, sem heimilar ráðherra að undirgangast skuldbindingar vegna útboðs á Ölfusárbrú, setur nefnilega það skilyrði að sérstök gjaldtaka fyrir akstur um brúna skuli standa undir kostnaði. Skilyrt er í fjárlögum að vegtollur standi undir smíði nýrrar Ölfusárbrúar.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Matið á þessu er í höndum ríkisábyrgðarsjóðs sem heyrir undir Seðlabankann. Svona svaraði fjármálaráðherra í dag um hvað væri að gerast: „Við höfum auðvitað verið bara í nánu samtali við Seðlabankann núna um nokkurt skeið, eða sem sagt út af mati ábyrgðarsjóðs á skuldbindingunni. Hvort að allar forsendur séu uppfylltar, hvort að umferðarspáin sé rétt, hvort að sniðgangan verði svona eða meiri og hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa til hvað það varðar. Þetta höfum við bara verið að vinna með innviðaráðuneytinu auðvitað og Vegagerðinni,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vonast til að botn fáist í málið á næstu dögum eða vikum. „Þetta er ein af mikilvægustu samgönguframkvæmdum sem við stöndum frammi fyrir. Samfélag sem er á þessum stað, öflugt og ríkt velferðarsamfélag, á að tryggja grunninnviði eins og samgöngur á Suðurlandi og þá þurfum við nýja brú. Ég held að það sé öllum ljóst,“ sagði Svandís í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra fer með vegamál í ríkisstjórninni.Sigurjón Ólason Ráðherrarnir voru spurðir um hvort þeir væru bjartsýnir að ná málinu í höfn: „Ég held að við í ráðuneytunum getum fundið réttu leiðina til þess að ljúka þessu mikilvæga verkefni. Það er mikilvægt að við finnum leiðir til þess að byggja hérna upp innviði landsins. Þannig að; já, ég er bjartsýnn,“ svaraði Sigurður Ingi. „Ég er að vona að það geti farið að hreyfast núna á allra næstu vikum. Þannig að við getum farið að sjá það að við ætlum sannarlega að standa við þessa ákvörðun,“ svaraði Svandís. Ný Ölfusárbrú Vegagerð Samgöngur Árborg Ölfus Vegtollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 500 krónur Kostnaður við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar austan við Selfoss verður væntanlega um fjórtán milljarðar króna en honum verður mætt með vegjöldum en reiknað er með að ferðin muni kosti fimm hundruð krónur á bíl. Áfram verður hægt að aka ókeypis yfir núverandi Ölfusárbrú. 13. mars 2024 22:16 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en þess hafði verið vænst að samningur um smíði brúarinnar milli Vegagerðarinnar og ÞG verks yrði undirritaður í byrjun sumars. En ekkert gerist og þegar við spurðum fjármálaráðherra fyrir fjórum vikum um hvað væri að tefja málið svaraði hann: „Það hefur bara verið til gagngerrar skoðunar og samtals núna í sumar og ég vænti nú bara niðurstöðu næstu daga,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í fréttum Stöðvar 2 þann 27. ágúst síðastliðinn. Þessir „næstu dagar“, sem ráðherrann nefndi fyrir nærri mánuði, eru orðnir vandræðalega langir, en okkar upplýsingar herma að það sem raunverulega er að tefja málið er að fjármálaráðherranum gengur hægt að sannfæra Seðlabankann um að veggjöld dugi til að borga brúna. Sú lántökuheimild fjárlaga, sem heimilar ráðherra að undirgangast skuldbindingar vegna útboðs á Ölfusárbrú, setur nefnilega það skilyrði að sérstök gjaldtaka fyrir akstur um brúna skuli standa undir kostnaði. Skilyrt er í fjárlögum að vegtollur standi undir smíði nýrrar Ölfusárbrúar.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Matið á þessu er í höndum ríkisábyrgðarsjóðs sem heyrir undir Seðlabankann. Svona svaraði fjármálaráðherra í dag um hvað væri að gerast: „Við höfum auðvitað verið bara í nánu samtali við Seðlabankann núna um nokkurt skeið, eða sem sagt út af mati ábyrgðarsjóðs á skuldbindingunni. Hvort að allar forsendur séu uppfylltar, hvort að umferðarspáin sé rétt, hvort að sniðgangan verði svona eða meiri og hvaða mótvægisaðgerða sé hægt að grípa til hvað það varðar. Þetta höfum við bara verið að vinna með innviðaráðuneytinu auðvitað og Vegagerðinni,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vonast til að botn fáist í málið á næstu dögum eða vikum. „Þetta er ein af mikilvægustu samgönguframkvæmdum sem við stöndum frammi fyrir. Samfélag sem er á þessum stað, öflugt og ríkt velferðarsamfélag, á að tryggja grunninnviði eins og samgöngur á Suðurlandi og þá þurfum við nýja brú. Ég held að það sé öllum ljóst,“ sagði Svandís í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra fer með vegamál í ríkisstjórninni.Sigurjón Ólason Ráðherrarnir voru spurðir um hvort þeir væru bjartsýnir að ná málinu í höfn: „Ég held að við í ráðuneytunum getum fundið réttu leiðina til þess að ljúka þessu mikilvæga verkefni. Það er mikilvægt að við finnum leiðir til þess að byggja hérna upp innviði landsins. Þannig að; já, ég er bjartsýnn,“ svaraði Sigurður Ingi. „Ég er að vona að það geti farið að hreyfast núna á allra næstu vikum. Þannig að við getum farið að sjá það að við ætlum sannarlega að standa við þessa ákvörðun,“ svaraði Svandís.
Ný Ölfusárbrú Vegagerð Samgöngur Árborg Ölfus Vegtollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 500 krónur Kostnaður við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar austan við Selfoss verður væntanlega um fjórtán milljarðar króna en honum verður mætt með vegjöldum en reiknað er með að ferðin muni kosti fimm hundruð krónur á bíl. Áfram verður hægt að aka ókeypis yfir núverandi Ölfusárbrú. 13. mars 2024 22:16 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00
Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 500 krónur Kostnaður við byggingu nýrrar Ölfusárbrúar austan við Selfoss verður væntanlega um fjórtán milljarðar króna en honum verður mætt með vegjöldum en reiknað er með að ferðin muni kosti fimm hundruð krónur á bíl. Áfram verður hægt að aka ókeypis yfir núverandi Ölfusárbrú. 13. mars 2024 22:16
Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. 6. júní 2021 12:18