Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 16:12 Greta Thunberg segir að sjóferðin á skútunni yfir Atlantshafið verið lengi í minnum höfð. AP/David Keyton Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg ætlar að verða viðstödd loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York og Síle í haust og vetur. Þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu ætlar Thunberg sjóleiðina yfir Atlantshafið. Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Þar vandast málin því Thunberg flýgur ekki vegna mikillar losunar flugvéla á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Farþegaskip koma heldur ekki til greina þar sem þau eru einnig stórir losendur. Í viðtali við AP-fréttastofuna segir Thunberg, sem ætlar að taka sér ársfrí frá skóla til að berjast fyrir loftslagsaðgerðum, að hún hafi varið mörgum mánuðum í að finna leið til að ferðast til Bandaríkjanna án þess að þurfa að fljúga. Lausnina fann hún í keppnisskútu sem leggur upp frá Bretlandi í næsta mánuði. Skútan er búin sólarrafhlöðum og neðanborðstúrbínu sem framleiða vistvænt rafmagn um borð.Segir tilgangslaust að tala Trump til Þetta verður fyrsta heimsókn Thunberg með boðskap sinn til Bandaríkjanna þar sem minni þekking er á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga en í Evrópu og hatrammari andstaða hagsmunaaðila við aðgerðir. „Ég reyni bara að halda áfram eins og ég hef hert. Vísa bara alltaf til vísindanna og við sjáum hvað setur,“ segir Thunberg um hvernig móttöku hún væntir vestanhafs. Útilokar hún ekki að funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta en efast um að af því verði þar sem slíkur fundur gæti reynst tímasóun. „Eins og útlitið er núna held ég ekki vegna þess að ég hef ekkert við hann að segja. Hann hlustar augljóslega ekki á vísindin og vísindamennina. Hvers vegna ætti ég, barn við enga almennilega menntun, að geta sannfært hann?“ spyr Thunberg. Trump ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Ríkisstjórn hans ætlar einnig að afnema eða útvatna verulega loftslagsaðgerðir sem fyrri ríkisstjórn hafði undirbúið. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26 Gefur út lag með The 1975 og hvetur til borgaralegrar óhlýðni Á nýrri plötu hljómsveitarinnar The 1975 sem kemur út í ágúst verður lag með loftslagsaktívistanum Gretu Thunberg. 25. júlí 2019 14:50 Franskir íhaldsmenn ætla að hunsa Gretu Thunberg Þingmenn íhalds- og hægriöfgaflokka á þinginu hæddust að sænska táningnum á samfélagsmiðlum. Íslenskir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr aðgerðum Thunberg. 23. júlí 2019 13:43 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg ætlar að verða viðstödd loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York og Síle í haust og vetur. Þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu ætlar Thunberg sjóleiðina yfir Atlantshafið. Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Þar vandast málin því Thunberg flýgur ekki vegna mikillar losunar flugvéla á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Farþegaskip koma heldur ekki til greina þar sem þau eru einnig stórir losendur. Í viðtali við AP-fréttastofuna segir Thunberg, sem ætlar að taka sér ársfrí frá skóla til að berjast fyrir loftslagsaðgerðum, að hún hafi varið mörgum mánuðum í að finna leið til að ferðast til Bandaríkjanna án þess að þurfa að fljúga. Lausnina fann hún í keppnisskútu sem leggur upp frá Bretlandi í næsta mánuði. Skútan er búin sólarrafhlöðum og neðanborðstúrbínu sem framleiða vistvænt rafmagn um borð.Segir tilgangslaust að tala Trump til Þetta verður fyrsta heimsókn Thunberg með boðskap sinn til Bandaríkjanna þar sem minni þekking er á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga en í Evrópu og hatrammari andstaða hagsmunaaðila við aðgerðir. „Ég reyni bara að halda áfram eins og ég hef hert. Vísa bara alltaf til vísindanna og við sjáum hvað setur,“ segir Thunberg um hvernig móttöku hún væntir vestanhafs. Útilokar hún ekki að funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta en efast um að af því verði þar sem slíkur fundur gæti reynst tímasóun. „Eins og útlitið er núna held ég ekki vegna þess að ég hef ekkert við hann að segja. Hann hlustar augljóslega ekki á vísindin og vísindamennina. Hvers vegna ætti ég, barn við enga almennilega menntun, að geta sannfært hann?“ spyr Thunberg. Trump ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Ríkisstjórn hans ætlar einnig að afnema eða útvatna verulega loftslagsaðgerðir sem fyrri ríkisstjórn hafði undirbúið.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26 Gefur út lag með The 1975 og hvetur til borgaralegrar óhlýðni Á nýrri plötu hljómsveitarinnar The 1975 sem kemur út í ágúst verður lag með loftslagsaktívistanum Gretu Thunberg. 25. júlí 2019 14:50 Franskir íhaldsmenn ætla að hunsa Gretu Thunberg Þingmenn íhalds- og hægriöfgaflokka á þinginu hæddust að sænska táningnum á samfélagsmiðlum. Íslenskir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr aðgerðum Thunberg. 23. júlí 2019 13:43 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26
Gefur út lag með The 1975 og hvetur til borgaralegrar óhlýðni Á nýrri plötu hljómsveitarinnar The 1975 sem kemur út í ágúst verður lag með loftslagsaktívistanum Gretu Thunberg. 25. júlí 2019 14:50
Franskir íhaldsmenn ætla að hunsa Gretu Thunberg Þingmenn íhalds- og hægriöfgaflokka á þinginu hæddust að sænska táningnum á samfélagsmiðlum. Íslenskir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr aðgerðum Thunberg. 23. júlí 2019 13:43