Lávarðar hætta í flokknum vegna meints gyðingahaturs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. júlí 2019 06:30 Valdatíð Jeremys Corbyn hjá Verkamannaflokknum hefur einkennst af illdeilum flokksmanna. Nordicphotos/AFP Þrír þingmenn Verkamannaflokksins í lávarðadeild breska þingsins hættu í flokknum í gær vegna óánægju með það hvernig flokkurinn hefur tekið á meintri andúð í garð gyðinga í röðum flokksmanna. Flokkurinn hefur logað í illdeilum undanfarin misseri vegna hins meinta gyðingahaturs. Samkvæmt frétt Sunday Times frá því í apríl hafa flokknum borist 863 kvartanir um meinta gyðingaandúð flokksmanna, þar með taldir eru kjörnir fulltrúar. Sé litið til kjörinna fulltrúa má nefna brottrekstur þingmannsins Naz Shah. Hún stakk meðal annars upp á því á Twitter að Ísraelsríki yrði flutt til Bandaríkjanna en var tekin aftur inn í flokkinn eftir að hún baðst afsökunar. Chris Williamson, annar þingmaður, fékk reisupassann eftir að hann sagði gyðingaandúðarvanda flokksins ýktan og að flokkurinn reyndi um of að þóknast gagnrýnendum. Þá má nefna úrsögn Kens Livingstone, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, eftir að hann sagði Adolf Hitler einn þeirra sem hefðu beitt sér fyrir að gyðingar fengju land í Mið-Austurlöndum. Deilan snýst að miklu leyti um afstöðuna gagnvart Ísraelsríki. Corbyn hefur um áratugaskeið talað fyrir frelsi palestínsku þjóðarinnar og með formennsku hans hafa fleiri á sömu skoðun tekið aukinn þátt í flokksstarfinu. Þar á meðal fólk sem ýmsum breskum gyðingum þykir ganga of langt í gagnrýni sinni á Ísrael. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) telst það til gyðingaandúðar að „neita gyðingum um sjálfsákvörðunarréttinn“ eða láta alla gyðinga svara fyrir gjörðir Ísraelsríkis. Þegar Verkamannaflokkurinn innleiddi skilgreiningu á gyðingaandúð inn í verklagsreglur sínar í júlí 2018 mátti greina óánægju með að skilgreining IHRA hafi ekki verið innleidd að fullu. Meðal annars var ákvæðum um að það teldist gyðingaandúð að saka gyðinga um að vera hollari Ísrael en heimalandi sínu eða að bera meiri væntingar til Ísraels en annarra ríkja sleppt. Svo fór síðar á árinu að skilgreiningin var innleidd að fullu en með þeirri viðbót að hún hamlaði ekki „tjáningarfrelsi í umræðu um Ísrael né réttindum Palestínumanna“. Corbyn hefur gengið illa að kveða niður illdeilurnar þótt hann hafi ítrekað sagt að gyðingahatarar séu óvelkomnir innan flokksins. Sjálfur hefur hann ítrekað komið sér í klandur. Meðal annars með því að lýsa palestínsku Hamas-samtökunum sem „vinum“ en Bretar flokka hernaðararm Hamas, Izz ad-Din al-Qassam sveitirnar, meðal hryðjuverkasamtaka. Þá var hann sömuleiðis gagnrýndur fyrir að sækja athöfn í Túnis þar sem mannanna á bak við morðin á 11 ísraelskum ólympíuförum á að hafa verið minnst. Corbyn hefur hafnað þeim ásökunum. Þeir þrír sem sögðu sig úr flokknum í gær, Triesman, Turnberg og Darzi lávarðar, voru ómyrkir í máli. „Því miður hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það má finna rótgróna gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Leiðtogi flokksins og hans innsti hringur hafa sýnt gyðingaandúð og ekki tekið neina rétta ákvörðun í baráttunni gegn þessu vandamáli,“ sagði Triesman til að mynda. Flokkurinn neitaði þessum ásökunum í yfirlýsingu. „Verkamannaflokkurinn er að öllu leyti andsnúinn gyðingaandúð og staðráðinn í því að uppræta þetta mein.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Þrír þingmenn Verkamannaflokksins í lávarðadeild breska þingsins hættu í flokknum í gær vegna óánægju með það hvernig flokkurinn hefur tekið á meintri andúð í garð gyðinga í röðum flokksmanna. Flokkurinn hefur logað í illdeilum undanfarin misseri vegna hins meinta gyðingahaturs. Samkvæmt frétt Sunday Times frá því í apríl hafa flokknum borist 863 kvartanir um meinta gyðingaandúð flokksmanna, þar með taldir eru kjörnir fulltrúar. Sé litið til kjörinna fulltrúa má nefna brottrekstur þingmannsins Naz Shah. Hún stakk meðal annars upp á því á Twitter að Ísraelsríki yrði flutt til Bandaríkjanna en var tekin aftur inn í flokkinn eftir að hún baðst afsökunar. Chris Williamson, annar þingmaður, fékk reisupassann eftir að hann sagði gyðingaandúðarvanda flokksins ýktan og að flokkurinn reyndi um of að þóknast gagnrýnendum. Þá má nefna úrsögn Kens Livingstone, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, eftir að hann sagði Adolf Hitler einn þeirra sem hefðu beitt sér fyrir að gyðingar fengju land í Mið-Austurlöndum. Deilan snýst að miklu leyti um afstöðuna gagnvart Ísraelsríki. Corbyn hefur um áratugaskeið talað fyrir frelsi palestínsku þjóðarinnar og með formennsku hans hafa fleiri á sömu skoðun tekið aukinn þátt í flokksstarfinu. Þar á meðal fólk sem ýmsum breskum gyðingum þykir ganga of langt í gagnrýni sinni á Ísrael. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) telst það til gyðingaandúðar að „neita gyðingum um sjálfsákvörðunarréttinn“ eða láta alla gyðinga svara fyrir gjörðir Ísraelsríkis. Þegar Verkamannaflokkurinn innleiddi skilgreiningu á gyðingaandúð inn í verklagsreglur sínar í júlí 2018 mátti greina óánægju með að skilgreining IHRA hafi ekki verið innleidd að fullu. Meðal annars var ákvæðum um að það teldist gyðingaandúð að saka gyðinga um að vera hollari Ísrael en heimalandi sínu eða að bera meiri væntingar til Ísraels en annarra ríkja sleppt. Svo fór síðar á árinu að skilgreiningin var innleidd að fullu en með þeirri viðbót að hún hamlaði ekki „tjáningarfrelsi í umræðu um Ísrael né réttindum Palestínumanna“. Corbyn hefur gengið illa að kveða niður illdeilurnar þótt hann hafi ítrekað sagt að gyðingahatarar séu óvelkomnir innan flokksins. Sjálfur hefur hann ítrekað komið sér í klandur. Meðal annars með því að lýsa palestínsku Hamas-samtökunum sem „vinum“ en Bretar flokka hernaðararm Hamas, Izz ad-Din al-Qassam sveitirnar, meðal hryðjuverkasamtaka. Þá var hann sömuleiðis gagnrýndur fyrir að sækja athöfn í Túnis þar sem mannanna á bak við morðin á 11 ísraelskum ólympíuförum á að hafa verið minnst. Corbyn hefur hafnað þeim ásökunum. Þeir þrír sem sögðu sig úr flokknum í gær, Triesman, Turnberg og Darzi lávarðar, voru ómyrkir í máli. „Því miður hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það má finna rótgróna gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Leiðtogi flokksins og hans innsti hringur hafa sýnt gyðingaandúð og ekki tekið neina rétta ákvörðun í baráttunni gegn þessu vandamáli,“ sagði Triesman til að mynda. Flokkurinn neitaði þessum ásökunum í yfirlýsingu. „Verkamannaflokkurinn er að öllu leyti andsnúinn gyðingaandúð og staðráðinn í því að uppræta þetta mein.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira