Skólastjóri var rekinn eftir ummæli um helförina Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2019 11:36 Skólastjórinn sagði ekki alla vera sammála um helförina. Vísir/Getty William Latson, skólastjóri í Flórídaríki í Bandaríkjunum, missti starf sitt eftir að hafa sagst ekki geta kennt um helförina þar sem ekki allir væru sammála um „tilvist“ hennar. Opinberum skólum í ríkinu er skylt að kenna um seinni heimsstyrjöldina og atburði hennar. „Ég get ekki sagt að kennsla um helförina sé byggð á staðreyndum og sé sögulegur atburður því sem starfsmaður skólakerfisins er ég ekki í stöðu til þess,“ sagði Latson í svari til móður sem spurði hvernig kennslu um helförina yrði háttað. Hann sagðist þurfa að vera „pólitískt hlutlaus“ um þetta tiltekna málefni. Svör skólastjórans voru gerð opinber í the Palm Beach Post á föstudag en þar kemur einnig fram að skólastjórinn rökstuddi svar sitt með þeirri fullyrðingu að „ekki allir foreldrar hefðu sömu sannfæringu“. Skólinn byði hins vegar upp á kennslu um helförina, þar á meðal á árlegri samkomu, en það væri ekki hægt að „pranga slíku upp á einstaklinga“.Helförin hluti af námskrá opinberra skóla Samkvæmt námskrá sem er í gildi í ríkinu er skólum skylt að segja frá helförinni í námsefni sínu, atburðurinn sé vendipunktur í mannkynssögunni og er kennurum sagt að kenna hana til þess að skapa tækifæri fyrir nemendur að rannsaka hegðun mannfólks og fordóma sem búa innra með því. „Kerfisbundin, skipulögð útrýming evrópska gyðinga og annarra hópa af hálfu nasista í Þýskalandi, atburður sem markaði þáttaskil í mannkynssögunni, skal vera kennd á þann hátt að það leiði til rannsóknar á mannlegri hegðun, skilnings á afleiðingum fordóma, rasisma og staðalímyndum og athugunar á því hvað það merkir að vera ábyrg og tillitsöm manneskja í þeim tilgangi að hvetja til umburðarlyndis gagnvart fjölbreytileikanum í fjölbreyttu samfélagi og til þess að næra og vernda lýðræðisleg gildi og stofnanir,“ segir í námskránni. Eftir birtingu tölvupósta skólastjórans fór af stað undirskriftasöfnun þar sem kallað var eftir því að hann myndi segja af sér. Hátt í tíu þúsund manns skrifuðu undir áður en honum var sagt upp störfum. Bandaríkin Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira
William Latson, skólastjóri í Flórídaríki í Bandaríkjunum, missti starf sitt eftir að hafa sagst ekki geta kennt um helförina þar sem ekki allir væru sammála um „tilvist“ hennar. Opinberum skólum í ríkinu er skylt að kenna um seinni heimsstyrjöldina og atburði hennar. „Ég get ekki sagt að kennsla um helförina sé byggð á staðreyndum og sé sögulegur atburður því sem starfsmaður skólakerfisins er ég ekki í stöðu til þess,“ sagði Latson í svari til móður sem spurði hvernig kennslu um helförina yrði háttað. Hann sagðist þurfa að vera „pólitískt hlutlaus“ um þetta tiltekna málefni. Svör skólastjórans voru gerð opinber í the Palm Beach Post á föstudag en þar kemur einnig fram að skólastjórinn rökstuddi svar sitt með þeirri fullyrðingu að „ekki allir foreldrar hefðu sömu sannfæringu“. Skólinn byði hins vegar upp á kennslu um helförina, þar á meðal á árlegri samkomu, en það væri ekki hægt að „pranga slíku upp á einstaklinga“.Helförin hluti af námskrá opinberra skóla Samkvæmt námskrá sem er í gildi í ríkinu er skólum skylt að segja frá helförinni í námsefni sínu, atburðurinn sé vendipunktur í mannkynssögunni og er kennurum sagt að kenna hana til þess að skapa tækifæri fyrir nemendur að rannsaka hegðun mannfólks og fordóma sem búa innra með því. „Kerfisbundin, skipulögð útrýming evrópska gyðinga og annarra hópa af hálfu nasista í Þýskalandi, atburður sem markaði þáttaskil í mannkynssögunni, skal vera kennd á þann hátt að það leiði til rannsóknar á mannlegri hegðun, skilnings á afleiðingum fordóma, rasisma og staðalímyndum og athugunar á því hvað það merkir að vera ábyrg og tillitsöm manneskja í þeim tilgangi að hvetja til umburðarlyndis gagnvart fjölbreytileikanum í fjölbreyttu samfélagi og til þess að næra og vernda lýðræðisleg gildi og stofnanir,“ segir í námskránni. Eftir birtingu tölvupósta skólastjórans fór af stað undirskriftasöfnun þar sem kallað var eftir því að hann myndi segja af sér. Hátt í tíu þúsund manns skrifuðu undir áður en honum var sagt upp störfum.
Bandaríkin Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sjá meira