Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2019 19:45 Allar fallegustu flugvélar landsins eru nú staðsettar á Hellu þar sem flughátíðin „Allt sem flýgur“ fer fram. Á hátíðinni koma saman áhugamenn úr öllum greinum flugsins þar sem fjölbreytt flugatriði eru í boði eins og flugatriði í lofti, fallhlífarstökk, karamellurigning fyrir börnin, grillveisla og sveitaball í flugskýlinu. Það er gaman að koma á Hellu þessa dagana á flughátíðina sem hóst formlega í gær og mun standa fram á sunnudag. Mikið er af fallegum einkaflugvélum eru á svæðinu, stórar og smáar. Hátíðin er fjölskylduhátíð og er einkar vegleg í ár í tilefni af 100 ára afmæli flugsins. Í gærkvöldi fór fram lendingarkeppni á vellinum þar sem ýmis flott tilþrif sáust. „Menn fagna öllu flugi og allt sem getur komist á loft verður á flugi hérna um helgina. Það er mikið af áhugamönnum, sem hafa sett stefnuna hingað og ætla að tjalda hérna og vera með okkur núna um helgina og fylgjast með Íslandsmeistaramótinu núna í vikunni,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands og bætir við: „Hér er rjóminn af íslenska flugflotanum, lang flottustu vélarnar, nýjustu og elstu vélarnar til jafns. Þetta er staðurinn til að koma á ef menn vilja sjá fallegar flugvélar.“Gírókopter flugvélin vekur sérstaka athygli á Hellu, sem líkist þyrlu en er þó ekki þyrla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ein vél vekur sérstaka athygli á Hellu, lítil þyrla, sem er þó ekki þyrla. „Þetta er gírókopter, hún tekur á loft eins og flugvél en flýgur eins og þyrla og lendir eins og þyrla og lending á þessari vél er eins og nauðlending á þyrlu, þannig að hver einasta lending er eins og nauðlending á þyrlu, þetta er mjög skemmtilegt leikfang,“ segir Óli Öder, annar eigandi vélarinnar. „Þegar það er vont veður þá dúar hún eins og maður sé í vatnsrúmi. Það er langt síðan að ég varð skíthræddur í þessu, þetta er svo skemmtilegt,“ bætir Óli við. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Allar fallegustu flugvélar landsins eru nú staðsettar á Hellu þar sem flughátíðin „Allt sem flýgur“ fer fram. Á hátíðinni koma saman áhugamenn úr öllum greinum flugsins þar sem fjölbreytt flugatriði eru í boði eins og flugatriði í lofti, fallhlífarstökk, karamellurigning fyrir börnin, grillveisla og sveitaball í flugskýlinu. Það er gaman að koma á Hellu þessa dagana á flughátíðina sem hóst formlega í gær og mun standa fram á sunnudag. Mikið er af fallegum einkaflugvélum eru á svæðinu, stórar og smáar. Hátíðin er fjölskylduhátíð og er einkar vegleg í ár í tilefni af 100 ára afmæli flugsins. Í gærkvöldi fór fram lendingarkeppni á vellinum þar sem ýmis flott tilþrif sáust. „Menn fagna öllu flugi og allt sem getur komist á loft verður á flugi hérna um helgina. Það er mikið af áhugamönnum, sem hafa sett stefnuna hingað og ætla að tjalda hérna og vera með okkur núna um helgina og fylgjast með Íslandsmeistaramótinu núna í vikunni,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands og bætir við: „Hér er rjóminn af íslenska flugflotanum, lang flottustu vélarnar, nýjustu og elstu vélarnar til jafns. Þetta er staðurinn til að koma á ef menn vilja sjá fallegar flugvélar.“Gírókopter flugvélin vekur sérstaka athygli á Hellu, sem líkist þyrlu en er þó ekki þyrla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ein vél vekur sérstaka athygli á Hellu, lítil þyrla, sem er þó ekki þyrla. „Þetta er gírókopter, hún tekur á loft eins og flugvél en flýgur eins og þyrla og lendir eins og þyrla og lending á þessari vél er eins og nauðlending á þyrlu, þannig að hver einasta lending er eins og nauðlending á þyrlu, þetta er mjög skemmtilegt leikfang,“ segir Óli Öder, annar eigandi vélarinnar. „Þegar það er vont veður þá dúar hún eins og maður sé í vatnsrúmi. Það er langt síðan að ég varð skíthræddur í þessu, þetta er svo skemmtilegt,“ bætir Óli við.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira