Glæsilegar flugvélar á Hellu á nokkurra daga flughátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2019 19:45 Allar fallegustu flugvélar landsins eru nú staðsettar á Hellu þar sem flughátíðin „Allt sem flýgur“ fer fram. Á hátíðinni koma saman áhugamenn úr öllum greinum flugsins þar sem fjölbreytt flugatriði eru í boði eins og flugatriði í lofti, fallhlífarstökk, karamellurigning fyrir börnin, grillveisla og sveitaball í flugskýlinu. Það er gaman að koma á Hellu þessa dagana á flughátíðina sem hóst formlega í gær og mun standa fram á sunnudag. Mikið er af fallegum einkaflugvélum eru á svæðinu, stórar og smáar. Hátíðin er fjölskylduhátíð og er einkar vegleg í ár í tilefni af 100 ára afmæli flugsins. Í gærkvöldi fór fram lendingarkeppni á vellinum þar sem ýmis flott tilþrif sáust. „Menn fagna öllu flugi og allt sem getur komist á loft verður á flugi hérna um helgina. Það er mikið af áhugamönnum, sem hafa sett stefnuna hingað og ætla að tjalda hérna og vera með okkur núna um helgina og fylgjast með Íslandsmeistaramótinu núna í vikunni,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands og bætir við: „Hér er rjóminn af íslenska flugflotanum, lang flottustu vélarnar, nýjustu og elstu vélarnar til jafns. Þetta er staðurinn til að koma á ef menn vilja sjá fallegar flugvélar.“Gírókopter flugvélin vekur sérstaka athygli á Hellu, sem líkist þyrlu en er þó ekki þyrla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ein vél vekur sérstaka athygli á Hellu, lítil þyrla, sem er þó ekki þyrla. „Þetta er gírókopter, hún tekur á loft eins og flugvél en flýgur eins og þyrla og lendir eins og þyrla og lending á þessari vél er eins og nauðlending á þyrlu, þannig að hver einasta lending er eins og nauðlending á þyrlu, þetta er mjög skemmtilegt leikfang,“ segir Óli Öder, annar eigandi vélarinnar. „Þegar það er vont veður þá dúar hún eins og maður sé í vatnsrúmi. Það er langt síðan að ég varð skíthræddur í þessu, þetta er svo skemmtilegt,“ bætir Óli við. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Allar fallegustu flugvélar landsins eru nú staðsettar á Hellu þar sem flughátíðin „Allt sem flýgur“ fer fram. Á hátíðinni koma saman áhugamenn úr öllum greinum flugsins þar sem fjölbreytt flugatriði eru í boði eins og flugatriði í lofti, fallhlífarstökk, karamellurigning fyrir börnin, grillveisla og sveitaball í flugskýlinu. Það er gaman að koma á Hellu þessa dagana á flughátíðina sem hóst formlega í gær og mun standa fram á sunnudag. Mikið er af fallegum einkaflugvélum eru á svæðinu, stórar og smáar. Hátíðin er fjölskylduhátíð og er einkar vegleg í ár í tilefni af 100 ára afmæli flugsins. Í gærkvöldi fór fram lendingarkeppni á vellinum þar sem ýmis flott tilþrif sáust. „Menn fagna öllu flugi og allt sem getur komist á loft verður á flugi hérna um helgina. Það er mikið af áhugamönnum, sem hafa sett stefnuna hingað og ætla að tjalda hérna og vera með okkur núna um helgina og fylgjast með Íslandsmeistaramótinu núna í vikunni,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands og bætir við: „Hér er rjóminn af íslenska flugflotanum, lang flottustu vélarnar, nýjustu og elstu vélarnar til jafns. Þetta er staðurinn til að koma á ef menn vilja sjá fallegar flugvélar.“Gírókopter flugvélin vekur sérstaka athygli á Hellu, sem líkist þyrlu en er þó ekki þyrla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ein vél vekur sérstaka athygli á Hellu, lítil þyrla, sem er þó ekki þyrla. „Þetta er gírókopter, hún tekur á loft eins og flugvél en flýgur eins og þyrla og lendir eins og þyrla og lending á þessari vél er eins og nauðlending á þyrlu, þannig að hver einasta lending er eins og nauðlending á þyrlu, þetta er mjög skemmtilegt leikfang,“ segir Óli Öder, annar eigandi vélarinnar. „Þegar það er vont veður þá dúar hún eins og maður sé í vatnsrúmi. Það er langt síðan að ég varð skíthræddur í þessu, þetta er svo skemmtilegt,“ bætir Óli við.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira