Máli vegna hótelumsvifa Trump vísað frá Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2019 17:59 Alþjóðahótel Trump í Washington-borg hefur orðið vinsæll áningarstaður fulltrúa erlendra ríkja sem vilja koma sér í mjúkinn hjá forsetanum. Vísir/EPA Alríkisáfrýjunardómstóll í Virginíu úrskurðaði að vísa bæri frá máli gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann var sakaður um að brjóta stjórnarskrárákvæði sem á að koma í veg fyrir spillingu með hótelrekstri sínum. Dómararnir sögðu að dómsmálaráðherrar sem höfðuðu málið skorti til þess lögvarða hagsmuni. Dómsmálaráðherrar Maryland og Columbia-svæðis, sem báðir eru demókratar, sökuðu forsetann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem bannar honum að taka við gjöfum frá erlendum leiðtogum þar sem hann hagnast enn á hótelrekstri í Washington-borg. Hótelið hefur verið vinsælt hjá leiðtogum og kaupahéðnum frá ýmsum erlendum ríkjum. Dómararnir við fjórða umdæmisáfrýjunardómstólinn í Richmond í Virginíu sögðu að hagsmunir Maryland-ríkis og Columbia-svæðis af því að framfylgja stjórnarskrárákvæðinu væru svo óljósir að vafamál væri hvort að málshöfðun þeirra væri viðeigandi notkun á dómstólum. Skipuðu þeir því neðra dómstigi að vísa málinu frá og að stefnur sem gefnar hafa verið út á hendur fyrirtækja Trump og nokkurra ríkisstofnana verði felldar niður, að því er segir í frétt Reuters. Allir dómararnir voru skipaðir af forsetanum sem voru repúblikanar. Trump forseti og Jay Sekulow, lögmaður hans, hrósuðu sigri þegar niðurstaðan lá fyrir. Sekulow lýsti úrskurðinum sem „fullnaðarsigri“ og Trump sagði hafa unnið sigur á „djúpríkinu og demókrötum“. Dómsmálaráðherrarnir tveir heita því aftur á móti að leita allra leiða til að draga forsetann til ábyrgðar. Annað mál vegna meintra brota Trump á stjórnarskrárákvæðinu sem fleiri en tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu liggur enn fyrir dómstólum. Trump krafðist þess í dag að umdæmisdómstóllinn í Richmond stöðvaði það mál einnig. Ólíkt forverum sínum hefur Trump ekki slitið á öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn persónulega á hótelrekstrinum í Washington-borg. Grundvöllur málsins gegnum honum var að þar með tæki hann við greiðslum frá erlendum ríkjum sem reyndu að hafa áhrif á hann. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Einn helsti fjáraflari Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína hjá innsetningarnefnd Trump til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. 8. júlí 2019 10:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Alríkisáfrýjunardómstóll í Virginíu úrskurðaði að vísa bæri frá máli gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann var sakaður um að brjóta stjórnarskrárákvæði sem á að koma í veg fyrir spillingu með hótelrekstri sínum. Dómararnir sögðu að dómsmálaráðherrar sem höfðuðu málið skorti til þess lögvarða hagsmuni. Dómsmálaráðherrar Maryland og Columbia-svæðis, sem báðir eru demókratar, sökuðu forsetann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem bannar honum að taka við gjöfum frá erlendum leiðtogum þar sem hann hagnast enn á hótelrekstri í Washington-borg. Hótelið hefur verið vinsælt hjá leiðtogum og kaupahéðnum frá ýmsum erlendum ríkjum. Dómararnir við fjórða umdæmisáfrýjunardómstólinn í Richmond í Virginíu sögðu að hagsmunir Maryland-ríkis og Columbia-svæðis af því að framfylgja stjórnarskrárákvæðinu væru svo óljósir að vafamál væri hvort að málshöfðun þeirra væri viðeigandi notkun á dómstólum. Skipuðu þeir því neðra dómstigi að vísa málinu frá og að stefnur sem gefnar hafa verið út á hendur fyrirtækja Trump og nokkurra ríkisstofnana verði felldar niður, að því er segir í frétt Reuters. Allir dómararnir voru skipaðir af forsetanum sem voru repúblikanar. Trump forseti og Jay Sekulow, lögmaður hans, hrósuðu sigri þegar niðurstaðan lá fyrir. Sekulow lýsti úrskurðinum sem „fullnaðarsigri“ og Trump sagði hafa unnið sigur á „djúpríkinu og demókrötum“. Dómsmálaráðherrarnir tveir heita því aftur á móti að leita allra leiða til að draga forsetann til ábyrgðar. Annað mál vegna meintra brota Trump á stjórnarskrárákvæðinu sem fleiri en tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu liggur enn fyrir dómstólum. Trump krafðist þess í dag að umdæmisdómstóllinn í Richmond stöðvaði það mál einnig. Ólíkt forverum sínum hefur Trump ekki slitið á öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn persónulega á hótelrekstrinum í Washington-borg. Grundvöllur málsins gegnum honum var að þar með tæki hann við greiðslum frá erlendum ríkjum sem reyndu að hafa áhrif á hann.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Einn helsti fjáraflari Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína hjá innsetningarnefnd Trump til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. 8. júlí 2019 10:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Einn helsti fjáraflari Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína hjá innsetningarnefnd Trump til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. 8. júlí 2019 10:30
Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43