Máli vegna hótelumsvifa Trump vísað frá Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2019 17:59 Alþjóðahótel Trump í Washington-borg hefur orðið vinsæll áningarstaður fulltrúa erlendra ríkja sem vilja koma sér í mjúkinn hjá forsetanum. Vísir/EPA Alríkisáfrýjunardómstóll í Virginíu úrskurðaði að vísa bæri frá máli gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann var sakaður um að brjóta stjórnarskrárákvæði sem á að koma í veg fyrir spillingu með hótelrekstri sínum. Dómararnir sögðu að dómsmálaráðherrar sem höfðuðu málið skorti til þess lögvarða hagsmuni. Dómsmálaráðherrar Maryland og Columbia-svæðis, sem báðir eru demókratar, sökuðu forsetann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem bannar honum að taka við gjöfum frá erlendum leiðtogum þar sem hann hagnast enn á hótelrekstri í Washington-borg. Hótelið hefur verið vinsælt hjá leiðtogum og kaupahéðnum frá ýmsum erlendum ríkjum. Dómararnir við fjórða umdæmisáfrýjunardómstólinn í Richmond í Virginíu sögðu að hagsmunir Maryland-ríkis og Columbia-svæðis af því að framfylgja stjórnarskrárákvæðinu væru svo óljósir að vafamál væri hvort að málshöfðun þeirra væri viðeigandi notkun á dómstólum. Skipuðu þeir því neðra dómstigi að vísa málinu frá og að stefnur sem gefnar hafa verið út á hendur fyrirtækja Trump og nokkurra ríkisstofnana verði felldar niður, að því er segir í frétt Reuters. Allir dómararnir voru skipaðir af forsetanum sem voru repúblikanar. Trump forseti og Jay Sekulow, lögmaður hans, hrósuðu sigri þegar niðurstaðan lá fyrir. Sekulow lýsti úrskurðinum sem „fullnaðarsigri“ og Trump sagði hafa unnið sigur á „djúpríkinu og demókrötum“. Dómsmálaráðherrarnir tveir heita því aftur á móti að leita allra leiða til að draga forsetann til ábyrgðar. Annað mál vegna meintra brota Trump á stjórnarskrárákvæðinu sem fleiri en tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu liggur enn fyrir dómstólum. Trump krafðist þess í dag að umdæmisdómstóllinn í Richmond stöðvaði það mál einnig. Ólíkt forverum sínum hefur Trump ekki slitið á öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn persónulega á hótelrekstrinum í Washington-borg. Grundvöllur málsins gegnum honum var að þar með tæki hann við greiðslum frá erlendum ríkjum sem reyndu að hafa áhrif á hann. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Einn helsti fjáraflari Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína hjá innsetningarnefnd Trump til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. 8. júlí 2019 10:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Alríkisáfrýjunardómstóll í Virginíu úrskurðaði að vísa bæri frá máli gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann var sakaður um að brjóta stjórnarskrárákvæði sem á að koma í veg fyrir spillingu með hótelrekstri sínum. Dómararnir sögðu að dómsmálaráðherrar sem höfðuðu málið skorti til þess lögvarða hagsmuni. Dómsmálaráðherrar Maryland og Columbia-svæðis, sem báðir eru demókratar, sökuðu forsetann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem bannar honum að taka við gjöfum frá erlendum leiðtogum þar sem hann hagnast enn á hótelrekstri í Washington-borg. Hótelið hefur verið vinsælt hjá leiðtogum og kaupahéðnum frá ýmsum erlendum ríkjum. Dómararnir við fjórða umdæmisáfrýjunardómstólinn í Richmond í Virginíu sögðu að hagsmunir Maryland-ríkis og Columbia-svæðis af því að framfylgja stjórnarskrárákvæðinu væru svo óljósir að vafamál væri hvort að málshöfðun þeirra væri viðeigandi notkun á dómstólum. Skipuðu þeir því neðra dómstigi að vísa málinu frá og að stefnur sem gefnar hafa verið út á hendur fyrirtækja Trump og nokkurra ríkisstofnana verði felldar niður, að því er segir í frétt Reuters. Allir dómararnir voru skipaðir af forsetanum sem voru repúblikanar. Trump forseti og Jay Sekulow, lögmaður hans, hrósuðu sigri þegar niðurstaðan lá fyrir. Sekulow lýsti úrskurðinum sem „fullnaðarsigri“ og Trump sagði hafa unnið sigur á „djúpríkinu og demókrötum“. Dómsmálaráðherrarnir tveir heita því aftur á móti að leita allra leiða til að draga forsetann til ábyrgðar. Annað mál vegna meintra brota Trump á stjórnarskrárákvæðinu sem fleiri en tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu liggur enn fyrir dómstólum. Trump krafðist þess í dag að umdæmisdómstóllinn í Richmond stöðvaði það mál einnig. Ólíkt forverum sínum hefur Trump ekki slitið á öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn persónulega á hótelrekstrinum í Washington-borg. Grundvöllur málsins gegnum honum var að þar með tæki hann við greiðslum frá erlendum ríkjum sem reyndu að hafa áhrif á hann.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Einn helsti fjáraflari Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína hjá innsetningarnefnd Trump til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. 8. júlí 2019 10:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Einn helsti fjáraflari Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína hjá innsetningarnefnd Trump til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. 8. júlí 2019 10:30
Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43