Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2019 19:30 Tannlæknar hafa áhyggjur af aukinni neyslu barna og ungmenna á orkudrykkjum. Glerungseyðing sé vaxandi vandamál hjá ungu fólki og foreldrar ekki nógu meðvitaðir um skaðann, sem er óafturkræfur. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir. Sjaldan hefur neysla orkudrykkja verið vinsælli. Búðarhillur eru flestar troðfullar af slíkum drykkjum og úrvalið aldrei meira en nú. Varaformaður tannlæknafélagsins segir tannlækna hafa áhyggjur af aukinni neyslu ungmenna á drykkjunum. „Við sjáum í þjóðfélaginu og vitum af því að það er gífurleg aukning í neyslu á þessum orku- og íþróttadrykkjum hjá ungu fóki í dag. Það sem við tannlæknar höfum mestar áhyggjur í þessum efnum er glerungseyðing,“ sagði Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, tannlæknir. Glerungseyðing er kallað þegar sýra leysir upp glerunginn á tönnunum og hann þynnist og eyðist. „Varðandi glerungseyðinguna þá eru það þessar sýrur sem notaðar eru til að auka geymsluþol þessara drykkja. Sítrónusýra og fosfórsýra sem eru notaðar í þessa drykki sem eru glerungseyðandi,“ sagði Jóhanna Bryndís. Því séu sykurlausu drykkirnir jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, en margir þeirra eru sagðir heilsudrykkir. „Þetta eru svo sannarlega engir heilsudrykkir fyrir tennur. Þessi markaðssetning að þetta sé heilsuvara er alls ekki satt myndi ég segja fyrir mína parta,“ sagði Jóhanna Bryndís.Óafturkræfur skaði Hún telur foreldra ekki nógu meðvitaða um afleiðingu af neyslu drykkjanna. „Glerungurinn eyðist, þetta er óafturkræft, það kemur aldrei aftur glerungur á tönn þannig að við það að glerungur eyðist þá liggur það bara í hlutarins eðli að hún verður hún öll miklu viðkvæmari. Hún verður viðkvæmari fyrir hita, kulda og tannskemmdum,“ sagði Jóhanna Bryndís. Hún segir að munurinn á orkudrykkjum og öðrum súrum drykkjum á borð við ávaxtadjús sé sá að neyslumynstrið sé ólíkt. Hún segir orkudrykkina drukkna yfir lengri tíma sem veldur því að sýrustigiðí munninum nær ekki að jafna sig. „Þannig að þetta súra ástand í munninum viðhelst í lengri tíma og þá eykur það glerungseyðinguna,“ sagði Jóhanna Bryndís. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Tannlæknar hafa áhyggjur af aukinni neyslu barna og ungmenna á orkudrykkjum. Glerungseyðing sé vaxandi vandamál hjá ungu fólki og foreldrar ekki nógu meðvitaðir um skaðann, sem er óafturkræfur. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir. Sjaldan hefur neysla orkudrykkja verið vinsælli. Búðarhillur eru flestar troðfullar af slíkum drykkjum og úrvalið aldrei meira en nú. Varaformaður tannlæknafélagsins segir tannlækna hafa áhyggjur af aukinni neyslu ungmenna á drykkjunum. „Við sjáum í þjóðfélaginu og vitum af því að það er gífurleg aukning í neyslu á þessum orku- og íþróttadrykkjum hjá ungu fóki í dag. Það sem við tannlæknar höfum mestar áhyggjur í þessum efnum er glerungseyðing,“ sagði Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, tannlæknir. Glerungseyðing er kallað þegar sýra leysir upp glerunginn á tönnunum og hann þynnist og eyðist. „Varðandi glerungseyðinguna þá eru það þessar sýrur sem notaðar eru til að auka geymsluþol þessara drykkja. Sítrónusýra og fosfórsýra sem eru notaðar í þessa drykki sem eru glerungseyðandi,“ sagði Jóhanna Bryndís. Því séu sykurlausu drykkirnir jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, en margir þeirra eru sagðir heilsudrykkir. „Þetta eru svo sannarlega engir heilsudrykkir fyrir tennur. Þessi markaðssetning að þetta sé heilsuvara er alls ekki satt myndi ég segja fyrir mína parta,“ sagði Jóhanna Bryndís.Óafturkræfur skaði Hún telur foreldra ekki nógu meðvitaða um afleiðingu af neyslu drykkjanna. „Glerungurinn eyðist, þetta er óafturkræft, það kemur aldrei aftur glerungur á tönn þannig að við það að glerungur eyðist þá liggur það bara í hlutarins eðli að hún verður hún öll miklu viðkvæmari. Hún verður viðkvæmari fyrir hita, kulda og tannskemmdum,“ sagði Jóhanna Bryndís. Hún segir að munurinn á orkudrykkjum og öðrum súrum drykkjum á borð við ávaxtadjús sé sá að neyslumynstrið sé ólíkt. Hún segir orkudrykkina drukkna yfir lengri tíma sem veldur því að sýrustigiðí munninum nær ekki að jafna sig. „Þannig að þetta súra ástand í munninum viðhelst í lengri tíma og þá eykur það glerungseyðinguna,“ sagði Jóhanna Bryndís.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira