Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2019 19:30 Tannlæknar hafa áhyggjur af aukinni neyslu barna og ungmenna á orkudrykkjum. Glerungseyðing sé vaxandi vandamál hjá ungu fólki og foreldrar ekki nógu meðvitaðir um skaðann, sem er óafturkræfur. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir. Sjaldan hefur neysla orkudrykkja verið vinsælli. Búðarhillur eru flestar troðfullar af slíkum drykkjum og úrvalið aldrei meira en nú. Varaformaður tannlæknafélagsins segir tannlækna hafa áhyggjur af aukinni neyslu ungmenna á drykkjunum. „Við sjáum í þjóðfélaginu og vitum af því að það er gífurleg aukning í neyslu á þessum orku- og íþróttadrykkjum hjá ungu fóki í dag. Það sem við tannlæknar höfum mestar áhyggjur í þessum efnum er glerungseyðing,“ sagði Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, tannlæknir. Glerungseyðing er kallað þegar sýra leysir upp glerunginn á tönnunum og hann þynnist og eyðist. „Varðandi glerungseyðinguna þá eru það þessar sýrur sem notaðar eru til að auka geymsluþol þessara drykkja. Sítrónusýra og fosfórsýra sem eru notaðar í þessa drykki sem eru glerungseyðandi,“ sagði Jóhanna Bryndís. Því séu sykurlausu drykkirnir jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, en margir þeirra eru sagðir heilsudrykkir. „Þetta eru svo sannarlega engir heilsudrykkir fyrir tennur. Þessi markaðssetning að þetta sé heilsuvara er alls ekki satt myndi ég segja fyrir mína parta,“ sagði Jóhanna Bryndís.Óafturkræfur skaði Hún telur foreldra ekki nógu meðvitaða um afleiðingu af neyslu drykkjanna. „Glerungurinn eyðist, þetta er óafturkræft, það kemur aldrei aftur glerungur á tönn þannig að við það að glerungur eyðist þá liggur það bara í hlutarins eðli að hún verður hún öll miklu viðkvæmari. Hún verður viðkvæmari fyrir hita, kulda og tannskemmdum,“ sagði Jóhanna Bryndís. Hún segir að munurinn á orkudrykkjum og öðrum súrum drykkjum á borð við ávaxtadjús sé sá að neyslumynstrið sé ólíkt. Hún segir orkudrykkina drukkna yfir lengri tíma sem veldur því að sýrustigiðí munninum nær ekki að jafna sig. „Þannig að þetta súra ástand í munninum viðhelst í lengri tíma og þá eykur það glerungseyðinguna,“ sagði Jóhanna Bryndís. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Tannlæknar hafa áhyggjur af aukinni neyslu barna og ungmenna á orkudrykkjum. Glerungseyðing sé vaxandi vandamál hjá ungu fólki og foreldrar ekki nógu meðvitaðir um skaðann, sem er óafturkræfur. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir. Sjaldan hefur neysla orkudrykkja verið vinsælli. Búðarhillur eru flestar troðfullar af slíkum drykkjum og úrvalið aldrei meira en nú. Varaformaður tannlæknafélagsins segir tannlækna hafa áhyggjur af aukinni neyslu ungmenna á drykkjunum. „Við sjáum í þjóðfélaginu og vitum af því að það er gífurleg aukning í neyslu á þessum orku- og íþróttadrykkjum hjá ungu fóki í dag. Það sem við tannlæknar höfum mestar áhyggjur í þessum efnum er glerungseyðing,“ sagði Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, tannlæknir. Glerungseyðing er kallað þegar sýra leysir upp glerunginn á tönnunum og hann þynnist og eyðist. „Varðandi glerungseyðinguna þá eru það þessar sýrur sem notaðar eru til að auka geymsluþol þessara drykkja. Sítrónusýra og fosfórsýra sem eru notaðar í þessa drykki sem eru glerungseyðandi,“ sagði Jóhanna Bryndís. Því séu sykurlausu drykkirnir jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, en margir þeirra eru sagðir heilsudrykkir. „Þetta eru svo sannarlega engir heilsudrykkir fyrir tennur. Þessi markaðssetning að þetta sé heilsuvara er alls ekki satt myndi ég segja fyrir mína parta,“ sagði Jóhanna Bryndís.Óafturkræfur skaði Hún telur foreldra ekki nógu meðvitaða um afleiðingu af neyslu drykkjanna. „Glerungurinn eyðist, þetta er óafturkræft, það kemur aldrei aftur glerungur á tönn þannig að við það að glerungur eyðist þá liggur það bara í hlutarins eðli að hún verður hún öll miklu viðkvæmari. Hún verður viðkvæmari fyrir hita, kulda og tannskemmdum,“ sagði Jóhanna Bryndís. Hún segir að munurinn á orkudrykkjum og öðrum súrum drykkjum á borð við ávaxtadjús sé sá að neyslumynstrið sé ólíkt. Hún segir orkudrykkina drukkna yfir lengri tíma sem veldur því að sýrustigiðí munninum nær ekki að jafna sig. „Þannig að þetta súra ástand í munninum viðhelst í lengri tíma og þá eykur það glerungseyðinguna,“ sagði Jóhanna Bryndís.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira