Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2019 19:30 Tannlæknar hafa áhyggjur af aukinni neyslu barna og ungmenna á orkudrykkjum. Glerungseyðing sé vaxandi vandamál hjá ungu fólki og foreldrar ekki nógu meðvitaðir um skaðann, sem er óafturkræfur. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir. Sjaldan hefur neysla orkudrykkja verið vinsælli. Búðarhillur eru flestar troðfullar af slíkum drykkjum og úrvalið aldrei meira en nú. Varaformaður tannlæknafélagsins segir tannlækna hafa áhyggjur af aukinni neyslu ungmenna á drykkjunum. „Við sjáum í þjóðfélaginu og vitum af því að það er gífurleg aukning í neyslu á þessum orku- og íþróttadrykkjum hjá ungu fóki í dag. Það sem við tannlæknar höfum mestar áhyggjur í þessum efnum er glerungseyðing,“ sagði Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, tannlæknir. Glerungseyðing er kallað þegar sýra leysir upp glerunginn á tönnunum og hann þynnist og eyðist. „Varðandi glerungseyðinguna þá eru það þessar sýrur sem notaðar eru til að auka geymsluþol þessara drykkja. Sítrónusýra og fosfórsýra sem eru notaðar í þessa drykki sem eru glerungseyðandi,“ sagði Jóhanna Bryndís. Því séu sykurlausu drykkirnir jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, en margir þeirra eru sagðir heilsudrykkir. „Þetta eru svo sannarlega engir heilsudrykkir fyrir tennur. Þessi markaðssetning að þetta sé heilsuvara er alls ekki satt myndi ég segja fyrir mína parta,“ sagði Jóhanna Bryndís.Óafturkræfur skaði Hún telur foreldra ekki nógu meðvitaða um afleiðingu af neyslu drykkjanna. „Glerungurinn eyðist, þetta er óafturkræft, það kemur aldrei aftur glerungur á tönn þannig að við það að glerungur eyðist þá liggur það bara í hlutarins eðli að hún verður hún öll miklu viðkvæmari. Hún verður viðkvæmari fyrir hita, kulda og tannskemmdum,“ sagði Jóhanna Bryndís. Hún segir að munurinn á orkudrykkjum og öðrum súrum drykkjum á borð við ávaxtadjús sé sá að neyslumynstrið sé ólíkt. Hún segir orkudrykkina drukkna yfir lengri tíma sem veldur því að sýrustigiðí munninum nær ekki að jafna sig. „Þannig að þetta súra ástand í munninum viðhelst í lengri tíma og þá eykur það glerungseyðinguna,“ sagði Jóhanna Bryndís. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira
Tannlæknar hafa áhyggjur af aukinni neyslu barna og ungmenna á orkudrykkjum. Glerungseyðing sé vaxandi vandamál hjá ungu fólki og foreldrar ekki nógu meðvitaðir um skaðann, sem er óafturkræfur. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir. Sjaldan hefur neysla orkudrykkja verið vinsælli. Búðarhillur eru flestar troðfullar af slíkum drykkjum og úrvalið aldrei meira en nú. Varaformaður tannlæknafélagsins segir tannlækna hafa áhyggjur af aukinni neyslu ungmenna á drykkjunum. „Við sjáum í þjóðfélaginu og vitum af því að það er gífurleg aukning í neyslu á þessum orku- og íþróttadrykkjum hjá ungu fóki í dag. Það sem við tannlæknar höfum mestar áhyggjur í þessum efnum er glerungseyðing,“ sagði Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, tannlæknir. Glerungseyðing er kallað þegar sýra leysir upp glerunginn á tönnunum og hann þynnist og eyðist. „Varðandi glerungseyðinguna þá eru það þessar sýrur sem notaðar eru til að auka geymsluþol þessara drykkja. Sítrónusýra og fosfórsýra sem eru notaðar í þessa drykki sem eru glerungseyðandi,“ sagði Jóhanna Bryndís. Því séu sykurlausu drykkirnir jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, en margir þeirra eru sagðir heilsudrykkir. „Þetta eru svo sannarlega engir heilsudrykkir fyrir tennur. Þessi markaðssetning að þetta sé heilsuvara er alls ekki satt myndi ég segja fyrir mína parta,“ sagði Jóhanna Bryndís.Óafturkræfur skaði Hún telur foreldra ekki nógu meðvitaða um afleiðingu af neyslu drykkjanna. „Glerungurinn eyðist, þetta er óafturkræft, það kemur aldrei aftur glerungur á tönn þannig að við það að glerungur eyðist þá liggur það bara í hlutarins eðli að hún verður hún öll miklu viðkvæmari. Hún verður viðkvæmari fyrir hita, kulda og tannskemmdum,“ sagði Jóhanna Bryndís. Hún segir að munurinn á orkudrykkjum og öðrum súrum drykkjum á borð við ávaxtadjús sé sá að neyslumynstrið sé ólíkt. Hún segir orkudrykkina drukkna yfir lengri tíma sem veldur því að sýrustigiðí munninum nær ekki að jafna sig. „Þannig að þetta súra ástand í munninum viðhelst í lengri tíma og þá eykur það glerungseyðinguna,“ sagði Jóhanna Bryndís.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira