Segir viðurlög við framleigu íbúða mjög skýr Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2019 20:00 Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð í gær, hefur verið látin laus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn tjáir sig ekki um hvort grunur sé um íkveikju, en konan sem um ræðir er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir riftun á leigusamningi koma til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Íbúðin sem eldur kviknaði í að Eggertgötu um kvöldmatarleytiðí gær er gjörónýt. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Í íbúðinni var kona í annarlegu ástandi þegar eldur kom þar upp. Var hún vistuð í fangageymslu í nótt og yfirheyrð um hádegisbil í dag. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var konan látin laus í dag. Hann vill ekki tjá sig um eldsupptök né hvort grunur sé um íkveikju. Hann býst þó við að rannsókn verði lokiðá föstudag. Íbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar staðfestir að konan sem gisti fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu verið í sambandi við leigutakann í dag. Það náttúrulega var þarna stór bruni og allt innbú og íbúðin sjálf er stórskemmd,“ sagði Rebekka Sigurðardóttir Hún segir að dæmi séu um að leigutakar framleigi íbúðir sem er andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta. Óljóst sé hvort staðan sé sú í þessu tilviki. „Viðurlögin við framleigu eru mjög skýr og það er hart á því tekið, það skiptir ekki máli hvort að fólk framleigi gegn eða án greiðslu til lengri eða skemmri tíma, brot varða tafarlausri riftun á leigusamningi,“ sagði Rebekka. Hún segir leigutaka meðvitaða um banni við framlegu enda séu þeir duglegir að láta stofnunina vita verði þeir varir við framleigu. Leigan á Stúdentaörðum er lág, stúdentum í hag og því að sögn Rebekku ekki boðlegt að leigutakar framleigi íbúð og græði á því peninga. „Og svo eins og ég segi er líka mjög mikilvægt að standa vörð um það að íbúar séu öruggir á sínu heimili og eigi ekki von á því að einhverjir óviðkomandi séu þar á ferð,“ sagði Rebekka.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur Ari Húsnæðismál Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Leigutökum stúdentaíbúða FS er óheimilt að framleigja íbúðirnar 10. júlí 2019 12:15 Konan laus úr haldi lögreglu Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. 10. júlí 2019 16:06 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð í gær, hefur verið látin laus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn tjáir sig ekki um hvort grunur sé um íkveikju, en konan sem um ræðir er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir riftun á leigusamningi koma til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Íbúðin sem eldur kviknaði í að Eggertgötu um kvöldmatarleytiðí gær er gjörónýt. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Í íbúðinni var kona í annarlegu ástandi þegar eldur kom þar upp. Var hún vistuð í fangageymslu í nótt og yfirheyrð um hádegisbil í dag. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var konan látin laus í dag. Hann vill ekki tjá sig um eldsupptök né hvort grunur sé um íkveikju. Hann býst þó við að rannsókn verði lokiðá föstudag. Íbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar staðfestir að konan sem gisti fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu verið í sambandi við leigutakann í dag. Það náttúrulega var þarna stór bruni og allt innbú og íbúðin sjálf er stórskemmd,“ sagði Rebekka Sigurðardóttir Hún segir að dæmi séu um að leigutakar framleigi íbúðir sem er andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta. Óljóst sé hvort staðan sé sú í þessu tilviki. „Viðurlögin við framleigu eru mjög skýr og það er hart á því tekið, það skiptir ekki máli hvort að fólk framleigi gegn eða án greiðslu til lengri eða skemmri tíma, brot varða tafarlausri riftun á leigusamningi,“ sagði Rebekka. Hún segir leigutaka meðvitaða um banni við framlegu enda séu þeir duglegir að láta stofnunina vita verði þeir varir við framleigu. Leigan á Stúdentaörðum er lág, stúdentum í hag og því að sögn Rebekku ekki boðlegt að leigutakar framleigi íbúð og græði á því peninga. „Og svo eins og ég segi er líka mjög mikilvægt að standa vörð um það að íbúar séu öruggir á sínu heimili og eigi ekki von á því að einhverjir óviðkomandi séu þar á ferð,“ sagði Rebekka.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Húsnæðismál Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Leigutökum stúdentaíbúða FS er óheimilt að framleigja íbúðirnar 10. júlí 2019 12:15 Konan laus úr haldi lögreglu Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. 10. júlí 2019 16:06 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Leigutökum stúdentaíbúða FS er óheimilt að framleigja íbúðirnar 10. júlí 2019 12:15
Konan laus úr haldi lögreglu Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. 10. júlí 2019 16:06