Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2019 19:07 Harðlínumaðurinn Salvini, varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra Ítalíu, hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á stjórnvöldum í Kreml. Vísir/EPA Einn helsti ráðgjafi Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, ræddi við Rússa á laun um hvernig hægt væri að dæla rússneskum olíupeningunum inn í starf flokksins. Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var af fundinum sem fór fram í Moskvu í október.Vefsíðan Buzzfeed segist hafa upptökuna undir höndum og birti afrit upp úr henni. Á henni heyrist Gianluca Savoini, nánasti ráðgjafi Salvini, og tveir aðrir Ítalir ræða við þrjá ónefnda Rússa um hvernig hægt sé að beina tugum milljóna dollara af rússnesku olíufé inn í Bandalagið, meðal annars til að fjármagna kosningabaráttu flokksins fyrir Evrópuþingskosningarnar sem fóru fram í maí. Ítölskum stjórnmálaflokkum er bannað að taka við háum framlögum frá erlendum aðilum. Buzzfeed segir að á upptökunni heyrist hvernig Savoini og viðmælendur hans ræddu um hvernig hægt væri að fela slóð fjármagnsflutninganna. Bandalagið þvertekur fyrir að það hafi þegið fé frá erlendum aðilum. Ræddu þeir um sölu rússnesks olíufyrirtækis á að minnsta kosti þremur milljónum tonna af olíu til ítalska olíufyrirtækisins Eni fyrir um 1,5 milljarða dollara. Viðskiptin færu fram í gegnum milliliði og myndi rússneska fyrirtækið veita afslætti upp á allt að 65 milljónir dollara. Þeim fjármunum yrði komið til Bandalagsins í gegnum milliliði. Bandalag Salvini hefur engu að síður ekki farið í grafgötur með aðdáun sína á Rússlandi Vladímírs Pútín forseta. Salvini er sagður hafa verið í Moskvu þegar fundurinn átti sér stað. Daginn áður hafi hann kallað refsiaðgerðir vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna innlimunar Krímskaga „efnahagslega, félagslega og menningarlega flónsku“. Buzzfeed segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað hafi orðið úr fjárstuðningnum sem Savoini ræddi um á fundinum í Moskvu. Stutt er síðan leiðtogi austurríska hægriöfgaflokksins og varakanslari landsins, Heinz-Christian Strache, þurfti að segja af sér þegar upptökur voru birtar af honum þar sem hann ræddi um skipti á opinberum framkvæmdum og fjárstuðningi frá Rússlandi. Ítalía Rússland Tengdar fréttir Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. 14. október 2018 15:58 Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Danski þjóðarflokkurinn er á meðal fjögurra öfgaflokka í Evrópu sem vilja mynda þingflokk á Evrópuþinginu eftir kosningar í vor. 8. apríl 2019 16:21 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Einn helsti ráðgjafi Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og leiðtoga hægriöfgaflokksins Bandalagsins, ræddi við Rússa á laun um hvernig hægt væri að dæla rússneskum olíupeningunum inn í starf flokksins. Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var af fundinum sem fór fram í Moskvu í október.Vefsíðan Buzzfeed segist hafa upptökuna undir höndum og birti afrit upp úr henni. Á henni heyrist Gianluca Savoini, nánasti ráðgjafi Salvini, og tveir aðrir Ítalir ræða við þrjá ónefnda Rússa um hvernig hægt sé að beina tugum milljóna dollara af rússnesku olíufé inn í Bandalagið, meðal annars til að fjármagna kosningabaráttu flokksins fyrir Evrópuþingskosningarnar sem fóru fram í maí. Ítölskum stjórnmálaflokkum er bannað að taka við háum framlögum frá erlendum aðilum. Buzzfeed segir að á upptökunni heyrist hvernig Savoini og viðmælendur hans ræddu um hvernig hægt væri að fela slóð fjármagnsflutninganna. Bandalagið þvertekur fyrir að það hafi þegið fé frá erlendum aðilum. Ræddu þeir um sölu rússnesks olíufyrirtækis á að minnsta kosti þremur milljónum tonna af olíu til ítalska olíufyrirtækisins Eni fyrir um 1,5 milljarða dollara. Viðskiptin færu fram í gegnum milliliði og myndi rússneska fyrirtækið veita afslætti upp á allt að 65 milljónir dollara. Þeim fjármunum yrði komið til Bandalagsins í gegnum milliliði. Bandalag Salvini hefur engu að síður ekki farið í grafgötur með aðdáun sína á Rússlandi Vladímírs Pútín forseta. Salvini er sagður hafa verið í Moskvu þegar fundurinn átti sér stað. Daginn áður hafi hann kallað refsiaðgerðir vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna innlimunar Krímskaga „efnahagslega, félagslega og menningarlega flónsku“. Buzzfeed segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað hafi orðið úr fjárstuðningnum sem Savoini ræddi um á fundinum í Moskvu. Stutt er síðan leiðtogi austurríska hægriöfgaflokksins og varakanslari landsins, Heinz-Christian Strache, þurfti að segja af sér þegar upptökur voru birtar af honum þar sem hann ræddi um skipti á opinberum framkvæmdum og fjárstuðningi frá Rússlandi.
Ítalía Rússland Tengdar fréttir Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. 14. október 2018 15:58 Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Danski þjóðarflokkurinn er á meðal fjögurra öfgaflokka í Evrópu sem vilja mynda þingflokk á Evrópuþinginu eftir kosningar í vor. 8. apríl 2019 16:21 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Salvini skipar flóttamönnum burt úr Riace Hundruðum flóttamanna hefur verið gert að yfirgefa ítalska smábæinn Riace í Kalabríuhéraði í suður Ítalíu. 14. október 2018 15:58
Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Danski þjóðarflokkurinn er á meðal fjögurra öfgaflokka í Evrópu sem vilja mynda þingflokk á Evrópuþinginu eftir kosningar í vor. 8. apríl 2019 16:21