Ameríkanar endurreisa WOW Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. júlí 2019 06:15 Wow air var tekið til gjaldþrotaskipta í mars á þessu ári. Fréttablaðið/Anton Brink Gengið hefur verið frá sölu allra eigna þrotabús WOW air sem tengjast flugrekstri. Nafn kaupandans hefur ekki fengist upp gefið en um fjársterka bandaríska aðila er að ræða með mikla reynslu í flugrekstri og áratugalanga starfsemi í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar. Umfang viðskiptanna hleypur á hundruðum milljóna króna og var það greitt með eingreiðslu. Herma heimildir blaðsins að um sé að ræða bæði vöru- og myndmerki WOW air, WOW lénin, flugrekstrarbækur, bókunarkerfi, hugbúnað, söluvagna, sölutölvur, einkennisfatnað ásamt stærstum hluta varahlutalagers og verkfæra. Markmiðið með kaupum eignanna er að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur til og frá landinu bæði til Evrópu og Bandaríkjanna á grunni WOW air og í samræmi við þá hugmyndafræði sem lá til grundvallar lággjaldaflugi WOW air. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, staðfesti við Fréttablaðið að uppsett kaupverð hafi þegar verið greitt en vildi engar upplýsingar veita um kaupin að öðru leyti. Kaupendurnir eru nú að kynna sig fyrir viðeigandi íslenskum yfirvöldum og mæta á Samgöngustofu á næstunni til að ræða hugmyndir sínar. Páll Ágúst Ólafsson lögmaður hefur haft milligöngu um samskipti kaupendanna við þrotabúið og önnur íslensk stjórnvöld vegna viðskiptanna. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir hann kaupendurna og umrædd viðskipti með öllu ótengd þeim íslensku aðilum sem undirbúið hafa stofnun nýs lággjaldafélags undir nafninu WAB. Greint var frá áformum tveggja fyrrverandi stjórnenda WOW air þar að lútandi í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Aðspurður segir Páll Ágúst heldur enga úr hópi fyrrverandi eigenda eða stjórnenda hins fallna flugfélags hafa haft aðkomu að viðskiptunum. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. 10. júlí 2019 14:58 Skúli ekki hluti af „We are back“ air Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. 10. júlí 2019 13:59 Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Gengið hefur verið frá sölu allra eigna þrotabús WOW air sem tengjast flugrekstri. Nafn kaupandans hefur ekki fengist upp gefið en um fjársterka bandaríska aðila er að ræða með mikla reynslu í flugrekstri og áratugalanga starfsemi í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar. Umfang viðskiptanna hleypur á hundruðum milljóna króna og var það greitt með eingreiðslu. Herma heimildir blaðsins að um sé að ræða bæði vöru- og myndmerki WOW air, WOW lénin, flugrekstrarbækur, bókunarkerfi, hugbúnað, söluvagna, sölutölvur, einkennisfatnað ásamt stærstum hluta varahlutalagers og verkfæra. Markmiðið með kaupum eignanna er að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur til og frá landinu bæði til Evrópu og Bandaríkjanna á grunni WOW air og í samræmi við þá hugmyndafræði sem lá til grundvallar lággjaldaflugi WOW air. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, staðfesti við Fréttablaðið að uppsett kaupverð hafi þegar verið greitt en vildi engar upplýsingar veita um kaupin að öðru leyti. Kaupendurnir eru nú að kynna sig fyrir viðeigandi íslenskum yfirvöldum og mæta á Samgöngustofu á næstunni til að ræða hugmyndir sínar. Páll Ágúst Ólafsson lögmaður hefur haft milligöngu um samskipti kaupendanna við þrotabúið og önnur íslensk stjórnvöld vegna viðskiptanna. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir hann kaupendurna og umrædd viðskipti með öllu ótengd þeim íslensku aðilum sem undirbúið hafa stofnun nýs lággjaldafélags undir nafninu WAB. Greint var frá áformum tveggja fyrrverandi stjórnenda WOW air þar að lútandi í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Aðspurður segir Páll Ágúst heldur enga úr hópi fyrrverandi eigenda eða stjórnenda hins fallna flugfélags hafa haft aðkomu að viðskiptunum.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. 10. júlí 2019 14:58 Skúli ekki hluti af „We are back“ air Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. 10. júlí 2019 13:59 Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. 10. júlí 2019 14:58
Skúli ekki hluti af „We are back“ air Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. 10. júlí 2019 13:59
Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15
Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15