Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 19:06 Vincent Tan. Vísir/Getty Félagið Berjaya Property Ireland Limited og Icelandair Group hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til fjölmiðla. Berjaya Property Ireland Limited heyrir undir fyrirtækjasamstæðuna Berjaya Land Berhad sem skráð er á verðbréfamarkað í Malasíu. Stofnandi og stjórnarformaður Berjaya er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan. Auk þess er hann eigandi ráðandi hlutar í félaginu. Hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff, sem landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék með um árabil. „Icelandair Hotels bjóða fjölbreytta gistimöguleika um land allt og er heildarfjöldi herbergjaframboðs félagsins 1.811. Að auki hyggst félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareitnum árið 2020. Tekjur Icelandair Hotels námu 97 milljónum USD árið 2018 og heildarfjöldi starfsmanna var 699,“ segir í tilkynningunni. Berjaya mun eignast 75 prósent hlut í félaginu háð skilyrði Icelandair Group um að fá að halda hinum 25 prósentunum eftir í að minnsta kosti þrjú ár. Samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna hins eftirstandandi 25% hlutar. Heildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 136 milljónir dollara, um 17,1 milljarð íslenskra króna.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.FBL/StefánBogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir Icelandair Hotels hafa verið leiðandi í þeirri grósku sem verið hefur í ferðaþjónustu hérlendis á síðustu árum. Nú sé stefna Icelandair hins vegar að leggja áherslu á grundvallarstarfsemi Icelandair, alþjóðlegan flugrekstur. „Nú þegar Icelandair Group hyggst leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, alþjóðlegan flugrekstur, er það okkur mikil ánægja að fá til liðs við hótelin svo reynslumikinn alþjóðlegan fjárfesti. Kaup Berjaya á Icelandair Hotels eru í senn staðfesting á gæðum og virði félagsins og björtum framtíðarhorfum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Bogi og þakkar hann starfsfólki og stjórnendum Icelandair Hotels fyrir starf þess við þróun og uppbyggingu félagsins. Í tilkynningu Icelandair Group er haft eftir Vincent Tan að fjárfesting félagsins feli í sér mikið framtíðarvirði fyrir hótelstarfsemi Berjaya. „Við hlökkum mikið til að vinna með nýjum samstarfsaðila okkar að frekar vexti og viðgangi Icelandair Hotels.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Malasía Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Félagið Berjaya Property Ireland Limited og Icelandair Group hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair Group til fjölmiðla. Berjaya Property Ireland Limited heyrir undir fyrirtækjasamstæðuna Berjaya Land Berhad sem skráð er á verðbréfamarkað í Malasíu. Stofnandi og stjórnarformaður Berjaya er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan. Auk þess er hann eigandi ráðandi hlutar í félaginu. Hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff, sem landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék með um árabil. „Icelandair Hotels bjóða fjölbreytta gistimöguleika um land allt og er heildarfjöldi herbergjaframboðs félagsins 1.811. Að auki hyggst félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareitnum árið 2020. Tekjur Icelandair Hotels námu 97 milljónum USD árið 2018 og heildarfjöldi starfsmanna var 699,“ segir í tilkynningunni. Berjaya mun eignast 75 prósent hlut í félaginu háð skilyrði Icelandair Group um að fá að halda hinum 25 prósentunum eftir í að minnsta kosti þrjú ár. Samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna hins eftirstandandi 25% hlutar. Heildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 136 milljónir dollara, um 17,1 milljarð íslenskra króna.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.FBL/StefánBogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir Icelandair Hotels hafa verið leiðandi í þeirri grósku sem verið hefur í ferðaþjónustu hérlendis á síðustu árum. Nú sé stefna Icelandair hins vegar að leggja áherslu á grundvallarstarfsemi Icelandair, alþjóðlegan flugrekstur. „Nú þegar Icelandair Group hyggst leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, alþjóðlegan flugrekstur, er það okkur mikil ánægja að fá til liðs við hótelin svo reynslumikinn alþjóðlegan fjárfesti. Kaup Berjaya á Icelandair Hotels eru í senn staðfesting á gæðum og virði félagsins og björtum framtíðarhorfum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Bogi og þakkar hann starfsfólki og stjórnendum Icelandair Hotels fyrir starf þess við þróun og uppbyggingu félagsins. Í tilkynningu Icelandair Group er haft eftir Vincent Tan að fjárfesting félagsins feli í sér mikið framtíðarvirði fyrir hótelstarfsemi Berjaya. „Við hlökkum mikið til að vinna með nýjum samstarfsaðila okkar að frekar vexti og viðgangi Icelandair Hotels.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Malasía Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira