Vona að snjalltæki farþega gagnist rannsókninni Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2019 07:15 Frá vettvangi slyssins í gær. EPA/SAMUEL PETTERSSON Rannsóknarnefnd sænskra samgönguslysa mun meðal annars reiða sig á upplýsingar úr snjallsímum þeirra sem voru um borð í flugvélinni sem fórst við borgina Umeå í gær. Allir farþegarnir níu létu lífið en talið er að þeir hafi verið fallhlífastökkvarar. Peter Swaffer, sem fer fyrir rannsókninni, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að ekki sé búið að ákvarða orsök slyssins. Teknar verði skýrslur af vitnum og flakið rannsakað nánar, en Swaffer segist þó geta staðfest að báðir vængir vélarinnar séu fastir við skrokkinn. Í fyrstu var jafnvel talið að þeir kynnu að hafa losnað í háloftunum. „Við munum flytja flakið á rannsóknarsvæðið okkar og taka síðan eitt skref í einu. Fyrst við erum með nokkuð heillegt flak er ljóst að vélin hefur ekki dottið í sundur á flugi,“ segir Swaffer. Enginn „svartur kassi“ er í minni vélum eins og þeirri sem brotlenti í gær. Þrátt fyrir það vonast rannsóknarnefndin til að geta safnað tæknilegum upplýsingum um flug vélarinnar. Það sé stundum mögulegt með því að rannsaka snjallsíma og spaldtölvur farþega sem eigi til að safna saman upplýsingum um staðsetningu og hæð yfir sjávarmáli, og nefnir Swaffer iPhone og iPad í því samhengi. „En þau segja okkur ekki hvernig flugmaðurinn brást við eða hvort afl hafi verið í mótornum,“ útskýrir Swaffer. Sænska ríkisútvarpið ræddi jafnframt við við hinn sextán ára Axel, sem býr í nágrenni við flugvöllinn í Umeå og tók slysið upp á myndband. Hann lýsir því hvernig hann hafi setið inni í stofu þegar hann heyrði hátt vélarhljóð. „Hún brotlenti með háum hvelli og svo varð allt hljótt. Hjartslátturinn varð mjög hraður, ég náði vart andanum og stóð bara og hugsaði: Hvað í fjandanum er að gerast, hvað í fjandanum er að gerast, hvað geri ég nú?“ segir Axel í samtali við SVT. Svíþjóð Tengdar fréttir Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á eyjunni Storsandskär í grennd við sænsku borgina Umeå skömmu eftir klukkan tvö að sænskum tíma í dag. 14. júlí 2019 14:54 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Rannsóknarnefnd sænskra samgönguslysa mun meðal annars reiða sig á upplýsingar úr snjallsímum þeirra sem voru um borð í flugvélinni sem fórst við borgina Umeå í gær. Allir farþegarnir níu létu lífið en talið er að þeir hafi verið fallhlífastökkvarar. Peter Swaffer, sem fer fyrir rannsókninni, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að ekki sé búið að ákvarða orsök slyssins. Teknar verði skýrslur af vitnum og flakið rannsakað nánar, en Swaffer segist þó geta staðfest að báðir vængir vélarinnar séu fastir við skrokkinn. Í fyrstu var jafnvel talið að þeir kynnu að hafa losnað í háloftunum. „Við munum flytja flakið á rannsóknarsvæðið okkar og taka síðan eitt skref í einu. Fyrst við erum með nokkuð heillegt flak er ljóst að vélin hefur ekki dottið í sundur á flugi,“ segir Swaffer. Enginn „svartur kassi“ er í minni vélum eins og þeirri sem brotlenti í gær. Þrátt fyrir það vonast rannsóknarnefndin til að geta safnað tæknilegum upplýsingum um flug vélarinnar. Það sé stundum mögulegt með því að rannsaka snjallsíma og spaldtölvur farþega sem eigi til að safna saman upplýsingum um staðsetningu og hæð yfir sjávarmáli, og nefnir Swaffer iPhone og iPad í því samhengi. „En þau segja okkur ekki hvernig flugmaðurinn brást við eða hvort afl hafi verið í mótornum,“ útskýrir Swaffer. Sænska ríkisútvarpið ræddi jafnframt við við hinn sextán ára Axel, sem býr í nágrenni við flugvöllinn í Umeå og tók slysið upp á myndband. Hann lýsir því hvernig hann hafi setið inni í stofu þegar hann heyrði hátt vélarhljóð. „Hún brotlenti með háum hvelli og svo varð allt hljótt. Hjartslátturinn varð mjög hraður, ég náði vart andanum og stóð bara og hugsaði: Hvað í fjandanum er að gerast, hvað í fjandanum er að gerast, hvað geri ég nú?“ segir Axel í samtali við SVT.
Svíþjóð Tengdar fréttir Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á eyjunni Storsandskär í grennd við sænsku borgina Umeå skömmu eftir klukkan tvö að sænskum tíma í dag. 14. júlí 2019 14:54 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á eyjunni Storsandskär í grennd við sænsku borgina Umeå skömmu eftir klukkan tvö að sænskum tíma í dag. 14. júlí 2019 14:54
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent