Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Sylvía Hall skrifar 15. júlí 2019 23:45 Frá blaðamannafundinum. Vísir/Getty Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. Þær segja ummælin vera truflun og hvöttu fólk til þess að „bíta ekki á agnið“. Ljóst er að hann átti við þessar fjórar nýjar þingkonur demókrata, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund. Ummælin sem Trump lét falla á Twitter-síðu sinni í gær sneru að frjálslyndum þingkonum Demókrataflokksins en hann nefndi þær aldrei á nafn. Hann sagði þeim að fara aftur til síns heima og laga þá „algerlega brotnu og glæpalögðu“ staði.Sjá einnig: Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Margir leiðtogar Evrópuþjóða hafa fordæmt ummæli Trump og sagði Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, ummælin vera óásættanleg. Leiðtogar Demókrataflokksins hafa einnig stigið fram og gagnrýnt ummælin og sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, að Trump vildi gera Bandaríkin hvít aftur..@LindseyGrahamSC on Fox & Friends: "We all know that AOC and this crowd are a bunch of communists ... they're anti-Semitic. They're anti-America." pic.twitter.com/lsFqZi1Eu8 — Aaron Rupar (@atrupar) July 15, 2019 Lítið hefur þó heyrst úr röðum Repúblikana en Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins, sagði þingkonurnar vera óameríska kommúnista sem hötuðu Bandaríkin og gyðinga.Ilhan Omar.Vísir/GettyÞjóðernishyggjan hefur náð til Hvíta hússins Ilhan Omar, ein þingkvennanna, segir það vera heitustu ósk forsetans að aðskilja fólk eftir kyni, kynhneigð, kynþætti, trúarbrögðum og uppruna. Það sé hans eina leið til að koma í veg fyrir að fólk starfi saman þvert á skoðanir og stjórnmálastefnur. „Þetta er áætlun hvítra þjóðernissinna. Það skiptir ekki máli hvort það eigi sér stað á spjallþráðum, í sjónvarpi, nú hefur það náð til garðsins í Hvíta húsinu,“ sagði Omar á blaðamannafundinum. Hún segir það vera ljóst að ummæli Trump séu til þess fallin að draga athyglina frá raunverulegum vandamálum sem þurfi að takast á við. Nefnir hún heilbrigðiskerfið, loftslagsvandann, námsmannaskuldir eða stríðsrekstur Bandaríkjanna. „Þetta er áætlun hans til þess að fá okkur upp á móti hvor annarri.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. Þær segja ummælin vera truflun og hvöttu fólk til þess að „bíta ekki á agnið“. Ljóst er að hann átti við þessar fjórar nýjar þingkonur demókrata, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund. Ummælin sem Trump lét falla á Twitter-síðu sinni í gær sneru að frjálslyndum þingkonum Demókrataflokksins en hann nefndi þær aldrei á nafn. Hann sagði þeim að fara aftur til síns heima og laga þá „algerlega brotnu og glæpalögðu“ staði.Sjá einnig: Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Margir leiðtogar Evrópuþjóða hafa fordæmt ummæli Trump og sagði Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, ummælin vera óásættanleg. Leiðtogar Demókrataflokksins hafa einnig stigið fram og gagnrýnt ummælin og sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, að Trump vildi gera Bandaríkin hvít aftur..@LindseyGrahamSC on Fox & Friends: "We all know that AOC and this crowd are a bunch of communists ... they're anti-Semitic. They're anti-America." pic.twitter.com/lsFqZi1Eu8 — Aaron Rupar (@atrupar) July 15, 2019 Lítið hefur þó heyrst úr röðum Repúblikana en Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins, sagði þingkonurnar vera óameríska kommúnista sem hötuðu Bandaríkin og gyðinga.Ilhan Omar.Vísir/GettyÞjóðernishyggjan hefur náð til Hvíta hússins Ilhan Omar, ein þingkvennanna, segir það vera heitustu ósk forsetans að aðskilja fólk eftir kyni, kynhneigð, kynþætti, trúarbrögðum og uppruna. Það sé hans eina leið til að koma í veg fyrir að fólk starfi saman þvert á skoðanir og stjórnmálastefnur. „Þetta er áætlun hvítra þjóðernissinna. Það skiptir ekki máli hvort það eigi sér stað á spjallþráðum, í sjónvarpi, nú hefur það náð til garðsins í Hvíta húsinu,“ sagði Omar á blaðamannafundinum. Hún segir það vera ljóst að ummæli Trump séu til þess fallin að draga athyglina frá raunverulegum vandamálum sem þurfi að takast á við. Nefnir hún heilbrigðiskerfið, loftslagsvandann, námsmannaskuldir eða stríðsrekstur Bandaríkjanna. „Þetta er áætlun hans til þess að fá okkur upp á móti hvor annarri.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31