Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Sylvía Hall skrifar 15. júlí 2019 23:45 Frá blaðamannafundinum. Vísir/Getty Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. Þær segja ummælin vera truflun og hvöttu fólk til þess að „bíta ekki á agnið“. Ljóst er að hann átti við þessar fjórar nýjar þingkonur demókrata, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund. Ummælin sem Trump lét falla á Twitter-síðu sinni í gær sneru að frjálslyndum þingkonum Demókrataflokksins en hann nefndi þær aldrei á nafn. Hann sagði þeim að fara aftur til síns heima og laga þá „algerlega brotnu og glæpalögðu“ staði.Sjá einnig: Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Margir leiðtogar Evrópuþjóða hafa fordæmt ummæli Trump og sagði Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, ummælin vera óásættanleg. Leiðtogar Demókrataflokksins hafa einnig stigið fram og gagnrýnt ummælin og sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, að Trump vildi gera Bandaríkin hvít aftur..@LindseyGrahamSC on Fox & Friends: "We all know that AOC and this crowd are a bunch of communists ... they're anti-Semitic. They're anti-America." pic.twitter.com/lsFqZi1Eu8 — Aaron Rupar (@atrupar) July 15, 2019 Lítið hefur þó heyrst úr röðum Repúblikana en Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins, sagði þingkonurnar vera óameríska kommúnista sem hötuðu Bandaríkin og gyðinga.Ilhan Omar.Vísir/GettyÞjóðernishyggjan hefur náð til Hvíta hússins Ilhan Omar, ein þingkvennanna, segir það vera heitustu ósk forsetans að aðskilja fólk eftir kyni, kynhneigð, kynþætti, trúarbrögðum og uppruna. Það sé hans eina leið til að koma í veg fyrir að fólk starfi saman þvert á skoðanir og stjórnmálastefnur. „Þetta er áætlun hvítra þjóðernissinna. Það skiptir ekki máli hvort það eigi sér stað á spjallþráðum, í sjónvarpi, nú hefur það náð til garðsins í Hvíta húsinu,“ sagði Omar á blaðamannafundinum. Hún segir það vera ljóst að ummæli Trump séu til þess fallin að draga athyglina frá raunverulegum vandamálum sem þurfi að takast á við. Nefnir hún heilbrigðiskerfið, loftslagsvandann, námsmannaskuldir eða stríðsrekstur Bandaríkjanna. „Þetta er áætlun hans til þess að fá okkur upp á móti hvor annarri.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. Þær segja ummælin vera truflun og hvöttu fólk til þess að „bíta ekki á agnið“. Ljóst er að hann átti við þessar fjórar nýjar þingkonur demókrata, þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Rashidu Tlaib, Ilhan Omar og Ayönnu Pressley. Þrjár þeirra eru fæddar í Bandaríkjunum ein Omar fluttist þangað sem barn frá Sómalíu. Allar eru þær dökkar á hörund. Ummælin sem Trump lét falla á Twitter-síðu sinni í gær sneru að frjálslyndum þingkonum Demókrataflokksins en hann nefndi þær aldrei á nafn. Hann sagði þeim að fara aftur til síns heima og laga þá „algerlega brotnu og glæpalögðu“ staði.Sjá einnig: Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Margir leiðtogar Evrópuþjóða hafa fordæmt ummæli Trump og sagði Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands, ummælin vera óásættanleg. Leiðtogar Demókrataflokksins hafa einnig stigið fram og gagnrýnt ummælin og sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, að Trump vildi gera Bandaríkin hvít aftur..@LindseyGrahamSC on Fox & Friends: "We all know that AOC and this crowd are a bunch of communists ... they're anti-Semitic. They're anti-America." pic.twitter.com/lsFqZi1Eu8 — Aaron Rupar (@atrupar) July 15, 2019 Lítið hefur þó heyrst úr röðum Repúblikana en Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins, sagði þingkonurnar vera óameríska kommúnista sem hötuðu Bandaríkin og gyðinga.Ilhan Omar.Vísir/GettyÞjóðernishyggjan hefur náð til Hvíta hússins Ilhan Omar, ein þingkvennanna, segir það vera heitustu ósk forsetans að aðskilja fólk eftir kyni, kynhneigð, kynþætti, trúarbrögðum og uppruna. Það sé hans eina leið til að koma í veg fyrir að fólk starfi saman þvert á skoðanir og stjórnmálastefnur. „Þetta er áætlun hvítra þjóðernissinna. Það skiptir ekki máli hvort það eigi sér stað á spjallþráðum, í sjónvarpi, nú hefur það náð til garðsins í Hvíta húsinu,“ sagði Omar á blaðamannafundinum. Hún segir það vera ljóst að ummæli Trump séu til þess fallin að draga athyglina frá raunverulegum vandamálum sem þurfi að takast á við. Nefnir hún heilbrigðiskerfið, loftslagsvandann, námsmannaskuldir eða stríðsrekstur Bandaríkjanna. „Þetta er áætlun hans til þess að fá okkur upp á móti hvor annarri.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent