Hafnað í borginni, samþykkt á Alþingi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 16. júlí 2019 07:00 Það hlýtur að teljast sérstakt að tillaga sem hafnað er af hörku í borgarstjórn er stuttu síðar komin í lög. Á borgarstjórnarfundi 16. október, 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að heimila akstur bifreiða með stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og að bifreiðum með slíkt stæðiskort verði heimilt að leggja á bílastæðum á göngugötum borgarinnar. Tillögunni var illa tekið af meirihlutanum í borgarstjórn og einkenndust viðbrögð af neikvæðni og útúrsnúningum. Einkum fulltrúar frá Samfylkingunni og Viðreisn kepptust við að draga umræðuna niður á lágt plan.Mannréttindamál Sjálfsagt er að takast á um þetta mál sem önnur með heiðarlegum hætti. En nú þarf ekki að takast á um þetta mál lengur. Löggjafinn hefur haft vit fyrir meirihluta borgarstjórnar enda hér um mannréttindamál að ræða. Á það skal minnt að á vefsíðu Reykjavíkurborgar stendur skýrt og skorinort: „Óheimilt er að mismuna fólki vegna fötlunar. Allir eiga rétt á virkri þátttöku í reykvísku borgarsamfélagi og fatlaðir skulu eiga jafnan aðgang að þjónustu og ófatlaðir.“ Þetta ætlaði meirihlutinn í borgarstjórn einfaldlega að hunsa en hefur engu að síður til skrauts á vefsíðu borgarinnar. Horfa skal til þess að meirihlutinn hefur samþykkt án samráðs við hagsmunasamtök hreyfihamlaðra sem og rekstraraðila að fjölga göngugötum og hafa ákveðið að gera vinsælustu götur miðbæjarins að göngugötum varanlega. Eins skemmtilegar og göngugötur geta verið þá eiga margir sem eru hreyfihamlaðir ekki auðvelt aðgengi að þeim. Það er ekki nema lítill hluti hreyfihamlaðs fólks sem notast við hjólastól eða göngugrind og getur því nýtt sér göngugötur (svo framarlega sem bílastæði eru nálægt). Fyrir stóran hluta hreyfihamlaðs fólks er lokuð göngugata hindrun á aðgengi og þýðir að þeir sem eiga erfitt með gang forðast þær einfaldlega. Það yrði varla á bætandi því að nú þegar er mikill fólks- og fyrirtækjaflótti af þessu svæði.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Félagsmál Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það hlýtur að teljast sérstakt að tillaga sem hafnað er af hörku í borgarstjórn er stuttu síðar komin í lög. Á borgarstjórnarfundi 16. október, 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að heimila akstur bifreiða með stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og að bifreiðum með slíkt stæðiskort verði heimilt að leggja á bílastæðum á göngugötum borgarinnar. Tillögunni var illa tekið af meirihlutanum í borgarstjórn og einkenndust viðbrögð af neikvæðni og útúrsnúningum. Einkum fulltrúar frá Samfylkingunni og Viðreisn kepptust við að draga umræðuna niður á lágt plan.Mannréttindamál Sjálfsagt er að takast á um þetta mál sem önnur með heiðarlegum hætti. En nú þarf ekki að takast á um þetta mál lengur. Löggjafinn hefur haft vit fyrir meirihluta borgarstjórnar enda hér um mannréttindamál að ræða. Á það skal minnt að á vefsíðu Reykjavíkurborgar stendur skýrt og skorinort: „Óheimilt er að mismuna fólki vegna fötlunar. Allir eiga rétt á virkri þátttöku í reykvísku borgarsamfélagi og fatlaðir skulu eiga jafnan aðgang að þjónustu og ófatlaðir.“ Þetta ætlaði meirihlutinn í borgarstjórn einfaldlega að hunsa en hefur engu að síður til skrauts á vefsíðu borgarinnar. Horfa skal til þess að meirihlutinn hefur samþykkt án samráðs við hagsmunasamtök hreyfihamlaðra sem og rekstraraðila að fjölga göngugötum og hafa ákveðið að gera vinsælustu götur miðbæjarins að göngugötum varanlega. Eins skemmtilegar og göngugötur geta verið þá eiga margir sem eru hreyfihamlaðir ekki auðvelt aðgengi að þeim. Það er ekki nema lítill hluti hreyfihamlaðs fólks sem notast við hjólastól eða göngugrind og getur því nýtt sér göngugötur (svo framarlega sem bílastæði eru nálægt). Fyrir stóran hluta hreyfihamlaðs fólks er lokuð göngugata hindrun á aðgengi og þýðir að þeir sem eiga erfitt með gang forðast þær einfaldlega. Það yrði varla á bætandi því að nú þegar er mikill fólks- og fyrirtækjaflótti af þessu svæði.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar