Sushistaður vaktaður eftir að lögregla var kölluð út vegna mörgæsa Eiður Þór Árnason skrifar 16. júlí 2019 11:05 Parið fékkst ekki til að tjá sig um tilætlanir sínar við lögreglu. RNZ Mörgæsapar hreiðraði um sig undir sushistað á lestarstöð á Nýja Sjálandi. Lögreglan var kölluð til að fjarlægja parið sem lét ekki segjast og sneri fljótlega aftur. Mörgæsirnar sáust fyrst við sólarupprás fyrir utan Wellington lestarstöðina á Nýja Sjálandi, og gerðu þær sig heimkomna undir veitingastaðnum Sushi Bi. Lögreglan í borginni Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, segir að fuglarnir hafi verið fjarlægðir eftir að henni var tilkynnt um veru þeirra um klukkan hálf sjö um morguninn. Mörgæsaparið var stuttlega fært í hald lögreglu áður en þeim var sleppt aftur niður við höfn. Eigendur staðarins lýstu því að parið hafi þurft að fara yfir miklar umferðargötur á leið sinni frá höfninni að lestarstöðinni þar sem sushistaðurinn er staðsettur.Hér sést lögregluþjónninn sem mætti fyrstur á vettvang með annarri mörgæsinni.Lögreglan í WellingtonSeinna um kvöldið voru fulltrúar yfirvalda kallaðir út í annað sinn vegna sama mörgæsapars þegar það fannst aftur á sama stað. Í þetta sinn var það varðveislusvið borgarinnar sem fjarlægði parið, og í kjölfarið var tilkynnt að starfsfólk þess myndi fylgjast með staðnum. Var talið líklegt að mörgæsirnar myndu gera tilraun til að snúa aftur á sinn stað. Jack Mace, stjórnandi hjá varðveislusviði borgarinnar, sagði í samtali við miðilinn Radio New Zealand að umræddir fuglar væru nokkuð algeng sjón við höfnina í Wellington, en þetta væri í fyrsta skipti sem hann viti til þess að þeir hafi reynt að gera sig heimkomna á lestarstöðinni. Mace sagði jafnframt að á þessum tíma árs væru mörgæsirnar að para sig saman og leita að stað til þess að verpa eggjum sínum, en þær verpi þó ekki fyrr en fari að líða á veturinn. Wini Morris, starfsmaður á Sushi Bi, heyrði í mörgæsunum kurra undir staðnum og sagði líklegt að þær hafi sótt í hlýjuna hjá grillinu. Mike Rumble, sem var einn þeirra sem fjarlægði parið í annað sinn, segir að það sé í eðli þessarar tegundar að snúa alltaf aftur þangað sem þær hugsi sér að verpa. Því megi fastlega gera ráð fyrir því að mörgæsirnar verði fastagestir á Sushi Bi. Dýr Nýja-Sjáland Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Mörgæsapar hreiðraði um sig undir sushistað á lestarstöð á Nýja Sjálandi. Lögreglan var kölluð til að fjarlægja parið sem lét ekki segjast og sneri fljótlega aftur. Mörgæsirnar sáust fyrst við sólarupprás fyrir utan Wellington lestarstöðina á Nýja Sjálandi, og gerðu þær sig heimkomna undir veitingastaðnum Sushi Bi. Lögreglan í borginni Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, segir að fuglarnir hafi verið fjarlægðir eftir að henni var tilkynnt um veru þeirra um klukkan hálf sjö um morguninn. Mörgæsaparið var stuttlega fært í hald lögreglu áður en þeim var sleppt aftur niður við höfn. Eigendur staðarins lýstu því að parið hafi þurft að fara yfir miklar umferðargötur á leið sinni frá höfninni að lestarstöðinni þar sem sushistaðurinn er staðsettur.Hér sést lögregluþjónninn sem mætti fyrstur á vettvang með annarri mörgæsinni.Lögreglan í WellingtonSeinna um kvöldið voru fulltrúar yfirvalda kallaðir út í annað sinn vegna sama mörgæsapars þegar það fannst aftur á sama stað. Í þetta sinn var það varðveislusvið borgarinnar sem fjarlægði parið, og í kjölfarið var tilkynnt að starfsfólk þess myndi fylgjast með staðnum. Var talið líklegt að mörgæsirnar myndu gera tilraun til að snúa aftur á sinn stað. Jack Mace, stjórnandi hjá varðveislusviði borgarinnar, sagði í samtali við miðilinn Radio New Zealand að umræddir fuglar væru nokkuð algeng sjón við höfnina í Wellington, en þetta væri í fyrsta skipti sem hann viti til þess að þeir hafi reynt að gera sig heimkomna á lestarstöðinni. Mace sagði jafnframt að á þessum tíma árs væru mörgæsirnar að para sig saman og leita að stað til þess að verpa eggjum sínum, en þær verpi þó ekki fyrr en fari að líða á veturinn. Wini Morris, starfsmaður á Sushi Bi, heyrði í mörgæsunum kurra undir staðnum og sagði líklegt að þær hafi sótt í hlýjuna hjá grillinu. Mike Rumble, sem var einn þeirra sem fjarlægði parið í annað sinn, segir að það sé í eðli þessarar tegundar að snúa alltaf aftur þangað sem þær hugsi sér að verpa. Því megi fastlega gera ráð fyrir því að mörgæsirnar verði fastagestir á Sushi Bi.
Dýr Nýja-Sjáland Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira