Mislingar greindust í Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 13:36 Maðurinn sem smitaðist hefur ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum. Vísir/Vilhelm Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum. Frá þessu er greint á vef landlæknis. Þar segir að manneskjan sem greindist með sjúkdóminn hafi verið á ferðalagi í Úkraínu í júnímánuði og hefur hún ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum. Sjúklingnum heilsast vel eftir atvikum og þá er ekki vitað um fleiri smit. Mislingafaraldur hefur geisað í Úkraínu á undanförnum árum og á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2019 greindust þar rúmlega 25.000 einstaklingar með mislinga. Á vef landlæknis segir að ekki sé búist við mislingafaraldri þótt stöku mislingatilfelli geti sést til viðbótar: „Í tengslum við þetta tilfelli er unnið skv. áætlunum sem notaðar voru í mislingafaraldrinum hér á landi í febrúar/mars sl. Haft hefur verið samband við þá einstaklinga sem kunna að hafa smitast af þessum einstaklingi og viðhafðar viðeigandi ráðstafanir eftir atvikum sem geta falist í sóttkví, bólusetningu eða blóðprófum. Einnig hefur heilbrigðisþjónustan verið upplýst og aðilar beðnir um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum mislingatilfellum. Ekki er búist við að faraldur sé í uppsiglingu þó stöku mislingatilfelli geti sést til viðbótar. Þátttaka í mislingabólusetningu er hér ágæt sem á að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Um 95% einstaklinga á aldrinum tveggja til 18 ára hafa verið bólusettir gegn mislingum og rúmlega 50% einstaklinga á aldrinum eins til tveggja ára. Þess ber að geta að mælt er með fyrstu bólusetningu við 18 mánaða aldur. Þátttaka í bólusetningu einstaklinga eldri en 18 ára er ekki þekkt því miðlægar upplýsingar í þessum aldurshópi liggja ekki fyrir. Almenn bólusetning gegn mislingum hófst hér á landi 1976 og talið er að flestir fæddir fyrir 1970 hafi fengið mislinga og þurfi því ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir hvetur alla sem hyggja á ferðalag til landa þar sem mislingar geisa að huga vel að bólusetningum áður en ferð er hafin.“ Bent er á upplýsingar um útbreiðslu mislinga á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og upplýsingar um mislinga á vef landlæknis. Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Mislingar: Rúmlega 20 milljónir barna óbólusett ár hvert Á átta ára tímabili, frá 2010 til 2018, er talið að um 170 milljónir barna hafi ekki verið bólusett gegn mislingum eða rúmlega 20 milljónir barna ár hvert. Þetta kemur fram í frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). 29. apríl 2019 13:45 Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri. 15. mars 2019 06:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Sjá meira
Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum. Frá þessu er greint á vef landlæknis. Þar segir að manneskjan sem greindist með sjúkdóminn hafi verið á ferðalagi í Úkraínu í júnímánuði og hefur hún ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum. Sjúklingnum heilsast vel eftir atvikum og þá er ekki vitað um fleiri smit. Mislingafaraldur hefur geisað í Úkraínu á undanförnum árum og á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2019 greindust þar rúmlega 25.000 einstaklingar með mislinga. Á vef landlæknis segir að ekki sé búist við mislingafaraldri þótt stöku mislingatilfelli geti sést til viðbótar: „Í tengslum við þetta tilfelli er unnið skv. áætlunum sem notaðar voru í mislingafaraldrinum hér á landi í febrúar/mars sl. Haft hefur verið samband við þá einstaklinga sem kunna að hafa smitast af þessum einstaklingi og viðhafðar viðeigandi ráðstafanir eftir atvikum sem geta falist í sóttkví, bólusetningu eða blóðprófum. Einnig hefur heilbrigðisþjónustan verið upplýst og aðilar beðnir um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum mislingatilfellum. Ekki er búist við að faraldur sé í uppsiglingu þó stöku mislingatilfelli geti sést til viðbótar. Þátttaka í mislingabólusetningu er hér ágæt sem á að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Um 95% einstaklinga á aldrinum tveggja til 18 ára hafa verið bólusettir gegn mislingum og rúmlega 50% einstaklinga á aldrinum eins til tveggja ára. Þess ber að geta að mælt er með fyrstu bólusetningu við 18 mánaða aldur. Þátttaka í bólusetningu einstaklinga eldri en 18 ára er ekki þekkt því miðlægar upplýsingar í þessum aldurshópi liggja ekki fyrir. Almenn bólusetning gegn mislingum hófst hér á landi 1976 og talið er að flestir fæddir fyrir 1970 hafi fengið mislinga og þurfi því ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir hvetur alla sem hyggja á ferðalag til landa þar sem mislingar geisa að huga vel að bólusetningum áður en ferð er hafin.“ Bent er á upplýsingar um útbreiðslu mislinga á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og upplýsingar um mislinga á vef landlæknis.
Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Mislingar: Rúmlega 20 milljónir barna óbólusett ár hvert Á átta ára tímabili, frá 2010 til 2018, er talið að um 170 milljónir barna hafi ekki verið bólusett gegn mislingum eða rúmlega 20 milljónir barna ár hvert. Þetta kemur fram í frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). 29. apríl 2019 13:45 Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri. 15. mars 2019 06:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Sjá meira
Mislingar: Rúmlega 20 milljónir barna óbólusett ár hvert Á átta ára tímabili, frá 2010 til 2018, er talið að um 170 milljónir barna hafi ekki verið bólusett gegn mislingum eða rúmlega 20 milljónir barna ár hvert. Þetta kemur fram í frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). 29. apríl 2019 13:45
Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00
Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri. 15. mars 2019 06:15