Arftaki Merkel tekur við varnarmálaráðuneytinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 14:57 Nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, Annegret Kramp-Karrenbauer, ásamt forvera sínum í starfi, Ursulu von der Leyen. Vísir/Getty Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, stjórnarflokks Angelu Merkel, hefur verið útnefnd nýr varnarmálaráðherra Þýskalands eftir að forveri hennar í embættinu, Ursula von der Leyen var staðfest til embættis forseta framkvæmdastjórar Evrópusambandsins. Kramp-Karrenbauer tók formlega við embættinu í dag, degi eftir að útnefning von der Leyen var staðfest. Hún kemur svo til með að sverja embættiseið sinn í Sambandsþinginu í næstu viku. Guardian greinir frá þessu. Kramp-Karrenbauer var kjörin til embættis formanns Kristilegra demókrata með naumum meirihluta á síðasta ári, en þá gegndi hún engu hlutverki innan ríkisstjórnar Angelu Merkel. Það var meðal þess sem margir andstæðingar hennar bentu á í aðdraganda formannskjörsins í fyrra. Formannsins bíður ærið verkefni en staða varnarmálaráðherra í Þýskalandi er varhugaverð í augum margra stjórnmálamanna í landinu. Hefur staðan stundum verið kölluð „útkastsætið,“ þar sem margir sem margir sem gegnt hafa embættinu hafa ekki beðið þess bætur, í pólitískum skilningi. Nærtækasta dæmið er síðasti varnarmálaráðherra, von der Leyen. Á árum áður var hún talin líklegur kostur til þess að hreppa kanslarasætið en eftir fimm ára veru í varnarmálaráðuneytinu varð hún meðal óvinsælustu stjórnmálamanna Þýskalands. Óvinsældir þeirra sem gegna embættinu eru oft raktar til þess að þýski herinn hefur ekki úr miklu fjármagni að moða, og er hann því oft gagnrýndur fyrir að sjá hermönnum fyrir óviðunandi eða hreinlega biluðum búnaði. Ráðherraembættið verður því mikil prófraun fyrir Kramp-Karrenbauer, sem af mörgum er talin geta orðið arftaki Merkels í annað sinn, þegar sú síðarnefnda lætur af embætti kanslara árið 2021, hljóti Kristilegir demókratar náð fyrir augum kjósenda þegar kemur að því að koma kjörseðlinum í kassann. Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, stjórnarflokks Angelu Merkel, hefur verið útnefnd nýr varnarmálaráðherra Þýskalands eftir að forveri hennar í embættinu, Ursula von der Leyen var staðfest til embættis forseta framkvæmdastjórar Evrópusambandsins. Kramp-Karrenbauer tók formlega við embættinu í dag, degi eftir að útnefning von der Leyen var staðfest. Hún kemur svo til með að sverja embættiseið sinn í Sambandsþinginu í næstu viku. Guardian greinir frá þessu. Kramp-Karrenbauer var kjörin til embættis formanns Kristilegra demókrata með naumum meirihluta á síðasta ári, en þá gegndi hún engu hlutverki innan ríkisstjórnar Angelu Merkel. Það var meðal þess sem margir andstæðingar hennar bentu á í aðdraganda formannskjörsins í fyrra. Formannsins bíður ærið verkefni en staða varnarmálaráðherra í Þýskalandi er varhugaverð í augum margra stjórnmálamanna í landinu. Hefur staðan stundum verið kölluð „útkastsætið,“ þar sem margir sem margir sem gegnt hafa embættinu hafa ekki beðið þess bætur, í pólitískum skilningi. Nærtækasta dæmið er síðasti varnarmálaráðherra, von der Leyen. Á árum áður var hún talin líklegur kostur til þess að hreppa kanslarasætið en eftir fimm ára veru í varnarmálaráðuneytinu varð hún meðal óvinsælustu stjórnmálamanna Þýskalands. Óvinsældir þeirra sem gegna embættinu eru oft raktar til þess að þýski herinn hefur ekki úr miklu fjármagni að moða, og er hann því oft gagnrýndur fyrir að sjá hermönnum fyrir óviðunandi eða hreinlega biluðum búnaði. Ráðherraembættið verður því mikil prófraun fyrir Kramp-Karrenbauer, sem af mörgum er talin geta orðið arftaki Merkels í annað sinn, þegar sú síðarnefnda lætur af embætti kanslara árið 2021, hljóti Kristilegir demókratar náð fyrir augum kjósenda þegar kemur að því að koma kjörseðlinum í kassann.
Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00
Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08
Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32