Netblinda kynslóðin Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 18. júlí 2019 08:30 Ég hef lengi haft efasemdir um tölvuna og reyndar ekki síður internetið. Ég þykist samt vita að tölvan sé komin til að vera. En afstaða mín og efasemdir eru vaxandi og tengjast áföllum á netinu. Áfallasagan er í grunninn sú að á netinu hef ég verið að nálgast fólk án þess að ætla mér það. Mitt fyrsta áfall stafaði held ég af vírus sem varð þess valdandi að ég sendi út nokkur hundruð vinabeiðnir á Facebook, til dæmis nokkuð víða um réttarkerfið. Að 13 árum liðnum get ég séð jákvæðar hliðar, Facebook-síðan mín varð jú talsvert betur skreytt frægum vinum í kjölfarið. Annað áfall var fundarboð sent á hálft stjórnkerfi Íslands og starfsmenn Reykjavíkurborgar. Man enn kvíðann þegar tugir tölvupósta tóku að berast um mætingu á minn eigin litla þjóðfund. Og í sumar gerði ég ákveðinn tæknifeil og sendi brúðhjónum aldarinnar á Balí skilaboð. Dóttir mín hafði sent mér fallegar myndir úr brúðkaupsferðinni og nefnt hversu skemmtilegt væri að brúðkaupsferðin væri á sömu slóðum og við vorum á. Auðvitað fannst mér það líka og svaraði dótturinni, að ég taldi, og benti á að við hefðum nú verið mættar til Balí á undan þeim með orðunum: Hermikrákurnar :) Skilaboðin fóru auðvitað beint til nýgiftu konunnar sem hefur kannski legið á strönd á Balí með bóndanum þegar miðaldra kona í Smáíbúðahverfinu sendi nokkuð mislukkaðan brandara í ranga átt. Viðleitni minni til að biðjast afsökunar, sem var jafn hallærisleg, var hins vegar óskaplega vel tekið. Vaxandi hræðslan er veruleiki miðaldra og netblinda fólksins. Faxtækið, borðsíminn og dvd- og geislaspilarinn, okkar tækni, er fortíðin ein og við blasir hin svokallaða framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi haft efasemdir um tölvuna og reyndar ekki síður internetið. Ég þykist samt vita að tölvan sé komin til að vera. En afstaða mín og efasemdir eru vaxandi og tengjast áföllum á netinu. Áfallasagan er í grunninn sú að á netinu hef ég verið að nálgast fólk án þess að ætla mér það. Mitt fyrsta áfall stafaði held ég af vírus sem varð þess valdandi að ég sendi út nokkur hundruð vinabeiðnir á Facebook, til dæmis nokkuð víða um réttarkerfið. Að 13 árum liðnum get ég séð jákvæðar hliðar, Facebook-síðan mín varð jú talsvert betur skreytt frægum vinum í kjölfarið. Annað áfall var fundarboð sent á hálft stjórnkerfi Íslands og starfsmenn Reykjavíkurborgar. Man enn kvíðann þegar tugir tölvupósta tóku að berast um mætingu á minn eigin litla þjóðfund. Og í sumar gerði ég ákveðinn tæknifeil og sendi brúðhjónum aldarinnar á Balí skilaboð. Dóttir mín hafði sent mér fallegar myndir úr brúðkaupsferðinni og nefnt hversu skemmtilegt væri að brúðkaupsferðin væri á sömu slóðum og við vorum á. Auðvitað fannst mér það líka og svaraði dótturinni, að ég taldi, og benti á að við hefðum nú verið mættar til Balí á undan þeim með orðunum: Hermikrákurnar :) Skilaboðin fóru auðvitað beint til nýgiftu konunnar sem hefur kannski legið á strönd á Balí með bóndanum þegar miðaldra kona í Smáíbúðahverfinu sendi nokkuð mislukkaðan brandara í ranga átt. Viðleitni minni til að biðjast afsökunar, sem var jafn hallærisleg, var hins vegar óskaplega vel tekið. Vaxandi hræðslan er veruleiki miðaldra og netblinda fólksins. Faxtækið, borðsíminn og dvd- og geislaspilarinn, okkar tækni, er fortíðin ein og við blasir hin svokallaða framtíð.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar