Félagi Samherja stefnt vegna deilna um skip í Namibíu Kjartan Kjartansson skrifar 18. júlí 2019 12:30 Frá höfuðstöðvum Samherja. Fréttablaðið/Pjetur Fyrrverandi samstarfsfyrirtæki félags í eigu samstæðu Samherja í Namibíu hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir sölu á fiskiskipi í sameiginlegri eigu þeirra. Innanhússlögmaður Samherja segir fréttir af málaferlunum í Namibíu fullar af rangfærslum. Sagt er frá því á namibíska fréttamiðlinum The Namibian að tvö þarlend útgerðarfélög hafi stefnt Esju Holding, félagi í samstæðu Samherja, og Heinaste Investments Namibia til að koma í veg fyrir að fiskiskipið Heinaste verði selt. Esja Holding á í félaginu Heinaste Investments Namibia í félagi við namibísku útgerðirnar. Esja Holding hefur átt í samstarfi við útgerðirnar um veiðar í Suður-Atlantshafi við Namibíu frá árinu 2013. Samstarfssamningur þeirra rann út um áramótin og verður ekki endurnýjaður. Arna McClure, innanhússlögmaður Samherja, staðfestir við Vísi að félögin hafi höfðað mál til að fresta boðuðum hluthafafundi þar sem fjalla átti um sölu á skipinu. Stefnan byggi á því að félögin tvö ætli sér að höfða frekari mál á næstu vikum. Í frétt namibíska miðilsins er fullyrt að deilur standi yfir um ógreitt lán vegna skipsins og að umfangsmikil spillingarrannsókn sé í gangi sem tengist umsvifum Esju Holding í Namibíu. „Þessar fréttir eru algerlega einhliða, uppfullar af rangfærslum. Það kemur náttúrulega í ljós þegar við leggjum fram okkar varnir. Þetta eru bara fullyrðingar þeirra og þær byggja ekki á neinum skjölum. Við munum að sjálfsögðu leggja fram skjöl sem styðja við okkar fullyrðingar,“ segir Arna við Vísi. Esja Holding á að skila greinargerð sinni til dómstólsins í Windhoek á mánudag. Spurð út í fullyrðingar um spillingarrannsókn sem tengist rekstrinum í Namibíu segir Arna að fyrirtækið hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka rannsókn. Enginn frá yfirvöldum þar hafi sett sig í samband við félagið. Namibía Sjávarútvegur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Fyrrverandi samstarfsfyrirtæki félags í eigu samstæðu Samherja í Namibíu hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir sölu á fiskiskipi í sameiginlegri eigu þeirra. Innanhússlögmaður Samherja segir fréttir af málaferlunum í Namibíu fullar af rangfærslum. Sagt er frá því á namibíska fréttamiðlinum The Namibian að tvö þarlend útgerðarfélög hafi stefnt Esju Holding, félagi í samstæðu Samherja, og Heinaste Investments Namibia til að koma í veg fyrir að fiskiskipið Heinaste verði selt. Esja Holding á í félaginu Heinaste Investments Namibia í félagi við namibísku útgerðirnar. Esja Holding hefur átt í samstarfi við útgerðirnar um veiðar í Suður-Atlantshafi við Namibíu frá árinu 2013. Samstarfssamningur þeirra rann út um áramótin og verður ekki endurnýjaður. Arna McClure, innanhússlögmaður Samherja, staðfestir við Vísi að félögin hafi höfðað mál til að fresta boðuðum hluthafafundi þar sem fjalla átti um sölu á skipinu. Stefnan byggi á því að félögin tvö ætli sér að höfða frekari mál á næstu vikum. Í frétt namibíska miðilsins er fullyrt að deilur standi yfir um ógreitt lán vegna skipsins og að umfangsmikil spillingarrannsókn sé í gangi sem tengist umsvifum Esju Holding í Namibíu. „Þessar fréttir eru algerlega einhliða, uppfullar af rangfærslum. Það kemur náttúrulega í ljós þegar við leggjum fram okkar varnir. Þetta eru bara fullyrðingar þeirra og þær byggja ekki á neinum skjölum. Við munum að sjálfsögðu leggja fram skjöl sem styðja við okkar fullyrðingar,“ segir Arna við Vísi. Esja Holding á að skila greinargerð sinni til dómstólsins í Windhoek á mánudag. Spurð út í fullyrðingar um spillingarrannsókn sem tengist rekstrinum í Namibíu segir Arna að fyrirtækið hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka rannsókn. Enginn frá yfirvöldum þar hafi sett sig í samband við félagið.
Namibía Sjávarútvegur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira