Félagi Samherja stefnt vegna deilna um skip í Namibíu Kjartan Kjartansson skrifar 18. júlí 2019 12:30 Frá höfuðstöðvum Samherja. Fréttablaðið/Pjetur Fyrrverandi samstarfsfyrirtæki félags í eigu samstæðu Samherja í Namibíu hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir sölu á fiskiskipi í sameiginlegri eigu þeirra. Innanhússlögmaður Samherja segir fréttir af málaferlunum í Namibíu fullar af rangfærslum. Sagt er frá því á namibíska fréttamiðlinum The Namibian að tvö þarlend útgerðarfélög hafi stefnt Esju Holding, félagi í samstæðu Samherja, og Heinaste Investments Namibia til að koma í veg fyrir að fiskiskipið Heinaste verði selt. Esja Holding á í félaginu Heinaste Investments Namibia í félagi við namibísku útgerðirnar. Esja Holding hefur átt í samstarfi við útgerðirnar um veiðar í Suður-Atlantshafi við Namibíu frá árinu 2013. Samstarfssamningur þeirra rann út um áramótin og verður ekki endurnýjaður. Arna McClure, innanhússlögmaður Samherja, staðfestir við Vísi að félögin hafi höfðað mál til að fresta boðuðum hluthafafundi þar sem fjalla átti um sölu á skipinu. Stefnan byggi á því að félögin tvö ætli sér að höfða frekari mál á næstu vikum. Í frétt namibíska miðilsins er fullyrt að deilur standi yfir um ógreitt lán vegna skipsins og að umfangsmikil spillingarrannsókn sé í gangi sem tengist umsvifum Esju Holding í Namibíu. „Þessar fréttir eru algerlega einhliða, uppfullar af rangfærslum. Það kemur náttúrulega í ljós þegar við leggjum fram okkar varnir. Þetta eru bara fullyrðingar þeirra og þær byggja ekki á neinum skjölum. Við munum að sjálfsögðu leggja fram skjöl sem styðja við okkar fullyrðingar,“ segir Arna við Vísi. Esja Holding á að skila greinargerð sinni til dómstólsins í Windhoek á mánudag. Spurð út í fullyrðingar um spillingarrannsókn sem tengist rekstrinum í Namibíu segir Arna að fyrirtækið hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka rannsókn. Enginn frá yfirvöldum þar hafi sett sig í samband við félagið. Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Fyrrverandi samstarfsfyrirtæki félags í eigu samstæðu Samherja í Namibíu hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir sölu á fiskiskipi í sameiginlegri eigu þeirra. Innanhússlögmaður Samherja segir fréttir af málaferlunum í Namibíu fullar af rangfærslum. Sagt er frá því á namibíska fréttamiðlinum The Namibian að tvö þarlend útgerðarfélög hafi stefnt Esju Holding, félagi í samstæðu Samherja, og Heinaste Investments Namibia til að koma í veg fyrir að fiskiskipið Heinaste verði selt. Esja Holding á í félaginu Heinaste Investments Namibia í félagi við namibísku útgerðirnar. Esja Holding hefur átt í samstarfi við útgerðirnar um veiðar í Suður-Atlantshafi við Namibíu frá árinu 2013. Samstarfssamningur þeirra rann út um áramótin og verður ekki endurnýjaður. Arna McClure, innanhússlögmaður Samherja, staðfestir við Vísi að félögin hafi höfðað mál til að fresta boðuðum hluthafafundi þar sem fjalla átti um sölu á skipinu. Stefnan byggi á því að félögin tvö ætli sér að höfða frekari mál á næstu vikum. Í frétt namibíska miðilsins er fullyrt að deilur standi yfir um ógreitt lán vegna skipsins og að umfangsmikil spillingarrannsókn sé í gangi sem tengist umsvifum Esju Holding í Namibíu. „Þessar fréttir eru algerlega einhliða, uppfullar af rangfærslum. Það kemur náttúrulega í ljós þegar við leggjum fram okkar varnir. Þetta eru bara fullyrðingar þeirra og þær byggja ekki á neinum skjölum. Við munum að sjálfsögðu leggja fram skjöl sem styðja við okkar fullyrðingar,“ segir Arna við Vísi. Esja Holding á að skila greinargerð sinni til dómstólsins í Windhoek á mánudag. Spurð út í fullyrðingar um spillingarrannsókn sem tengist rekstrinum í Namibíu segir Arna að fyrirtækið hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka rannsókn. Enginn frá yfirvöldum þar hafi sett sig í samband við félagið.
Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira