Þrír dæmdir til dauða fyrir Marokkó-morðin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2019 15:56 Þrír liðsmenn samtaka sem kenna sig við íslamskt ríki voru í dag dæmdir til dauða fyrir morðin á tveimur ungum norrænum konum. Þrír menn voru í Marokkó í dag dæmdir til dauðarefsingar fyrir að hafa orðið tveimur norrænum háskólanemum að bana í desember á síðasta ári. Morðin á hinni norsku Maren Ueland, 28 ára, og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen, 24 ára, vöktu mikla athygli á sínum tíma og komu illa við samvisku heimsbyggðarinnar en í desember á síðasta ári réðust fjórir menn á ungu konurnar og myrtu þær með hrottafengnum hætti. Þær Ueland og Jespersen voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þær fundust síðan látnar í hlíðum fjallsins mánudaginn 17. desember. Einn ódæðismannanna tók morðin upp á myndband en það fór síðar í dreifingu á samfélagsmiðlum.Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust látnar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.Myndir/FacebookDanski ríkisfjölmiðillinn greinir frá því að þremenningarnir hafi játað fyrir dómi að hafa orðið konunum að bana. Það hafi þeir gert með stuðningi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Viku áður en höfuðpaurarnir létu til skarar skríða höfðu þeir svarið samtökunum hollustueið. Frá upphafi var talið að fjórir hefðu ráðist á konurnar en hinn fjórði fékk ekki dauðarefsingu en hann hlaut aftur á móti lífstíðarfangelsi. Aðrir tuttugu voru ákærðir í tengslum við Marokkó-morðin en þeir hlutu ýmist 5-25 ára fangelsisdóma í dag. Fyrir dómi sögðust nokkrir þeirra vera saklausir. Eina ástæðan fyrir því að þeir hefðu verið ákærðir séu tengsl þeirra við höfuðpauranna. Þrátt fyrir að mennirnir hafi hlotið dauðadóm í dag er alls óvíst að þeim dómi verði nokkurn tímann framfylgt. Þannig hefur enginn dauðadæmdur fangi verið tekinn af lífi í Marokkó frá árinu 1993 þrátt fyrir að um hundrað fangar sem hafa hlotið dauðadóm séu nú í fangelsum landsins. Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Játar að hafa afhöfðað aðra stúlkuna í Marokkó Hinn 25 ára gamli Ejjoud játaði sekt sína í réttarsal. 31. maí 2019 12:56 Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Þrír menn voru í Marokkó í dag dæmdir til dauðarefsingar fyrir að hafa orðið tveimur norrænum háskólanemum að bana í desember á síðasta ári. Morðin á hinni norsku Maren Ueland, 28 ára, og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen, 24 ára, vöktu mikla athygli á sínum tíma og komu illa við samvisku heimsbyggðarinnar en í desember á síðasta ári réðust fjórir menn á ungu konurnar og myrtu þær með hrottafengnum hætti. Þær Ueland og Jespersen voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þær fundust síðan látnar í hlíðum fjallsins mánudaginn 17. desember. Einn ódæðismannanna tók morðin upp á myndband en það fór síðar í dreifingu á samfélagsmiðlum.Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust látnar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.Myndir/FacebookDanski ríkisfjölmiðillinn greinir frá því að þremenningarnir hafi játað fyrir dómi að hafa orðið konunum að bana. Það hafi þeir gert með stuðningi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Viku áður en höfuðpaurarnir létu til skarar skríða höfðu þeir svarið samtökunum hollustueið. Frá upphafi var talið að fjórir hefðu ráðist á konurnar en hinn fjórði fékk ekki dauðarefsingu en hann hlaut aftur á móti lífstíðarfangelsi. Aðrir tuttugu voru ákærðir í tengslum við Marokkó-morðin en þeir hlutu ýmist 5-25 ára fangelsisdóma í dag. Fyrir dómi sögðust nokkrir þeirra vera saklausir. Eina ástæðan fyrir því að þeir hefðu verið ákærðir séu tengsl þeirra við höfuðpauranna. Þrátt fyrir að mennirnir hafi hlotið dauðadóm í dag er alls óvíst að þeim dómi verði nokkurn tímann framfylgt. Þannig hefur enginn dauðadæmdur fangi verið tekinn af lífi í Marokkó frá árinu 1993 þrátt fyrir að um hundrað fangar sem hafa hlotið dauðadóm séu nú í fangelsum landsins.
Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Játar að hafa afhöfðað aðra stúlkuna í Marokkó Hinn 25 ára gamli Ejjoud játaði sekt sína í réttarsal. 31. maí 2019 12:56 Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26
Játar að hafa afhöfðað aðra stúlkuna í Marokkó Hinn 25 ára gamli Ejjoud játaði sekt sína í réttarsal. 31. maí 2019 12:56
Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43