Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 23:00 Trump á fundi með Kanye West í Hvíta húsinu í fyrra. Hingað til hefur farið vel á með þeim kumpánum, og virðist West ætla að nýta sér velvild forsetans til að fá vin sinn lausan úr fangelsi. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás.Sjá einnig: Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Trump greindi frá fyrirætlunum sínum í færslu á Twitter í kvöld. Þar sagðist forsetinn nýbúinn að ræða málið við Kanye West, annan bandarískan rappara, en þeim West og A$AP Rocky er vel til vina. Það virðist því að tilstuðlan West sem Trump ætlar að beita sér í málinu. „Ég ætla að hringja í hinn hæfileikaríka forsætisráðherra Svíþjóðar til að kanna hvað hægt sé að gera varðandi það að hjálpa A$AP Rocky. Fjölda fólks þætti vænt um að málið hlyti farsælan endi!“ sagði Trump í færslu sinni.Just spoke to @KanyeWest about his friend A$AP Rocky's incarceration. I will be calling the very talented Prime Minister of Sweden to see what we can do about helping A$AP Rocky. So many people would like to see this quickly resolved!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2019 A$AP Rocky er sakaður um að hafa ráðist á mann í Stokkhólmi þann 30. júní síðastliðinn ásamt tveimur öðrum mönnum. Hann, ásamt mönnunum tveimur, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð síðan í byrjun júlí vegna gruns um líkamsárás. Í dag var greint frá því að dómari hefði fallist á beiðni saksóknara um að gæsluvarðhald yfir rapparanum og meintum samverkamönnum hans yrði framlengt um eina viku. Var krafan byggð á því að rapparinn myndi yfirgefa Svíþjóð áður en hægt yrði að rannsaka málið betur.Melania færði honum fréttirnar Fjallað er um málið á vef SVT í kvöld og vísað í ummæli Trumps á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Þar þakkaði hann forsetafrúnni Melaniu Trump fyrir að hafa vakið athygli sína á máli A$AP Rocky. „Svíþjóð er frábært land og þeir [Svíar] eru vinir mínir,“ sagði Trump og bætti við að fulltrúar bandarísku ríkisstjórnarinnar hefðu þegar sett sig í samband við yfirvöld í Svíþjóð. Þá bauð forsetinn Melaniu sjálfri að ávarpa blaðamenn vegna málsins. Hún sagði að þau hjónin, í samstarfi við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, ynnu nú að því að koma rapparanum heim fljótlega.A$AP Rocky hefur verið í varðhaldi í Svíþjóð síðan 3. júlí síðastliðinn.Vísir/GettyGreint var frá því í vikunni að Kanye West og eiginkona hans, athafnakonan Kim Kardashian, hefðu rætt mál A$AP Rocky við við Jared Kushner, tengdason forsetans og einn nánasta ráðgjafa hans, í viðleitni til að vekja athygli Trumps á málinu og fá rapparann lausan úr fangelsi. Kardashian kom á framfæri þökkum til Kushner, Trumps og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna málsins í gær.Thank you @realDonaldTrump , @SecPompeo, Jared Kushner & everyone involved with the efforts to Free ASAP Rocky & his two friends. Your commitment to justice reform is so appreciated https://t.co/Ym1Rzo5Z6c— Kim Kardashian West (@KimKardashian) July 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás.Sjá einnig: Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Trump greindi frá fyrirætlunum sínum í færslu á Twitter í kvöld. Þar sagðist forsetinn nýbúinn að ræða málið við Kanye West, annan bandarískan rappara, en þeim West og A$AP Rocky er vel til vina. Það virðist því að tilstuðlan West sem Trump ætlar að beita sér í málinu. „Ég ætla að hringja í hinn hæfileikaríka forsætisráðherra Svíþjóðar til að kanna hvað hægt sé að gera varðandi það að hjálpa A$AP Rocky. Fjölda fólks þætti vænt um að málið hlyti farsælan endi!“ sagði Trump í færslu sinni.Just spoke to @KanyeWest about his friend A$AP Rocky's incarceration. I will be calling the very talented Prime Minister of Sweden to see what we can do about helping A$AP Rocky. So many people would like to see this quickly resolved!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 19, 2019 A$AP Rocky er sakaður um að hafa ráðist á mann í Stokkhólmi þann 30. júní síðastliðinn ásamt tveimur öðrum mönnum. Hann, ásamt mönnunum tveimur, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð síðan í byrjun júlí vegna gruns um líkamsárás. Í dag var greint frá því að dómari hefði fallist á beiðni saksóknara um að gæsluvarðhald yfir rapparanum og meintum samverkamönnum hans yrði framlengt um eina viku. Var krafan byggð á því að rapparinn myndi yfirgefa Svíþjóð áður en hægt yrði að rannsaka málið betur.Melania færði honum fréttirnar Fjallað er um málið á vef SVT í kvöld og vísað í ummæli Trumps á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Þar þakkaði hann forsetafrúnni Melaniu Trump fyrir að hafa vakið athygli sína á máli A$AP Rocky. „Svíþjóð er frábært land og þeir [Svíar] eru vinir mínir,“ sagði Trump og bætti við að fulltrúar bandarísku ríkisstjórnarinnar hefðu þegar sett sig í samband við yfirvöld í Svíþjóð. Þá bauð forsetinn Melaniu sjálfri að ávarpa blaðamenn vegna málsins. Hún sagði að þau hjónin, í samstarfi við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, ynnu nú að því að koma rapparanum heim fljótlega.A$AP Rocky hefur verið í varðhaldi í Svíþjóð síðan 3. júlí síðastliðinn.Vísir/GettyGreint var frá því í vikunni að Kanye West og eiginkona hans, athafnakonan Kim Kardashian, hefðu rætt mál A$AP Rocky við við Jared Kushner, tengdason forsetans og einn nánasta ráðgjafa hans, í viðleitni til að vekja athygli Trumps á málinu og fá rapparann lausan úr fangelsi. Kardashian kom á framfæri þökkum til Kushner, Trumps og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna málsins í gær.Thank you @realDonaldTrump , @SecPompeo, Jared Kushner & everyone involved with the efforts to Free ASAP Rocky & his two friends. Your commitment to justice reform is so appreciated https://t.co/Ym1Rzo5Z6c— Kim Kardashian West (@KimKardashian) July 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45
Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27