Komnir út úr skugga Knicks Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. júlí 2019 20:30 Kevin Durant og Kyrie Irving voru liðsfélagar í bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Getty/Mike Ehrmann Brooklyn Nets nældi í tvo feitustu bitana á leikmannamarkaðnum í NBA þegar Kyrie Irving og Kevin Durant skrifuðu undir samninga. Loksins er Nets komið úr skugga nágranna sinna í New York Knicks. Leikmannamarkaður NBA-deildarinnar opnaðist á ný á miðnætti 1. júlí og komu strax tilkynningar um að stórstjörnur væru á faraldsfæti. Stærstur hluti þeirra stjörnuleikmanna sem voru með lausa samninga hafa gengið frá sínum málum en Kawhi Leonard, sem færði Toronto Raptors sinn fyrsta meistaratitil á dögunum, liggur enn undir feldi. Stærsta breytingin var á liði Brooklyn Nets sem krækti í þrjár stjörnur og er með eitt sterkasta lið deildarinnar á pappírum. Hlutirnir eru fljótir að breytast í New York, nágrannar Brooklyn í New York Knicks ollu enn eitt sumarið vonbrigðum og tefla fram liði sem þykir ekki líklegt til afreka á næsta tímabili. Ljóst er að landslagið er breytt í NBA-deildinni og í fyrsta sinn í langan tíma er afar erfitt að spá fyrir um hvaða lið fara alla leið næsta vor síðan Golden State Warriors vann fyrsta titilinn sinn árið 2015. Sviðsljósið í New York hefur alltaf verið á liði Knicks, háværu nágrönnum Nets. Liðin eru 46 ár síðan Knicks vann seinni meistaratitil sinn en aðdáendur liðsins láta sig dreyma um að fá stórstjörnur sem myndu reisa félagið aftur í hæstu hæðir. Á hverju ári eru stærstu stjörnurnar orðaðar við Knicks en í vor eru tuttugu ár liðin síðan Knicks lék síðast til úrslita. Lið Nets komst næst því að landa fyrsta meistaratitlinum í sögu félagsins árið 2003. Þá lék Nets, þá í New Jersey undir handleiðslu leikstjórnandans Jason Kidd til úrslita í NBA-deildinni tvö ár í röð, en uppskeran var sú sama bæði árin, silfurverðlaun.Kyrie Irving og Kevin Durant á ferðinni í leik með bandaríska landsliðinu á ÓL í Ríó 2016.Getty/Jean CatuffeEftir að ákvörðun var tekin um að liðið færi til Brooklyn hafði rússneski auðkýfingurinn Mikhail Prokhorov háleit markmið fyrir félagið. Nets samdi við fjölmargar stjörnur og veðsetti framtíðareignir sínar í von um skammvinnan árangur með því að semja við stjörnur sem voru á síðustu metrunum og mistókst tilraun Nets hrapallega. Fyrir vikið var farið í enduruppbyggingu sem náði hámarki á síðasta ári þegar D’Angelo Russell leiddi liðið í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í fjögur ár þar sem liðið féll úr leik í annarri umferð. Nú er félagið komið með blóð á tennurnar og sendi Russell yfir til Golden State Warriors eftir að hafa samið við Kyrie Irving,, Kevin Durant og miðherjann sterka DeAndre Jordan. Irving er ætlað, líkt og hjá Cleveland þar sem hann var annar kostur á eftir LeBron James, að aðstoða Kevin Durant við að færa liðið í nýjar hæðir í átt að fyrsta meistaratitlinum. Það er viss áhætta sem Nets er að taka að semja við Durant sem verður 31 ára í haust og sleit hásin á dögunum. Óvíst er með þátttöku Durants á næsta tímabili enda talið að endurhæfingartímabilið sé um níu mánuðir. Durant hefur verið um árabil einn besti leikmaður deildarinnar. Ásamt því að vera ein besta skytta deildarinnar er nánast ómögulegt fyrir einn einstakling að verjast honum sem ætti að gefa Irving frjálsræði til að halda sóknarleik Nets flæðandi. Takist Durant að ná heilsu fyrir næstu úrslitakeppni er erfitt að sjá lið úr Austurdeildinni stöðva lið Nets. Eftir meistaratitil Raptors í vor eru ellefu lið eftir sem hafa aldrei unnið titilinn í NBA. Nets er eitt þeirra en augljóst er að stjórnarformenn liðsins eru með háleit markmið um að binda enda á þá bið. Birtist í Fréttablaðinu NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Brooklyn Nets nældi í tvo feitustu bitana á leikmannamarkaðnum í NBA þegar Kyrie Irving og Kevin Durant skrifuðu undir samninga. Loksins er Nets komið úr skugga nágranna sinna í New York Knicks. Leikmannamarkaður NBA-deildarinnar opnaðist á ný á miðnætti 1. júlí og komu strax tilkynningar um að stórstjörnur væru á faraldsfæti. Stærstur hluti þeirra stjörnuleikmanna sem voru með lausa samninga hafa gengið frá sínum málum en Kawhi Leonard, sem færði Toronto Raptors sinn fyrsta meistaratitil á dögunum, liggur enn undir feldi. Stærsta breytingin var á liði Brooklyn Nets sem krækti í þrjár stjörnur og er með eitt sterkasta lið deildarinnar á pappírum. Hlutirnir eru fljótir að breytast í New York, nágrannar Brooklyn í New York Knicks ollu enn eitt sumarið vonbrigðum og tefla fram liði sem þykir ekki líklegt til afreka á næsta tímabili. Ljóst er að landslagið er breytt í NBA-deildinni og í fyrsta sinn í langan tíma er afar erfitt að spá fyrir um hvaða lið fara alla leið næsta vor síðan Golden State Warriors vann fyrsta titilinn sinn árið 2015. Sviðsljósið í New York hefur alltaf verið á liði Knicks, háværu nágrönnum Nets. Liðin eru 46 ár síðan Knicks vann seinni meistaratitil sinn en aðdáendur liðsins láta sig dreyma um að fá stórstjörnur sem myndu reisa félagið aftur í hæstu hæðir. Á hverju ári eru stærstu stjörnurnar orðaðar við Knicks en í vor eru tuttugu ár liðin síðan Knicks lék síðast til úrslita. Lið Nets komst næst því að landa fyrsta meistaratitlinum í sögu félagsins árið 2003. Þá lék Nets, þá í New Jersey undir handleiðslu leikstjórnandans Jason Kidd til úrslita í NBA-deildinni tvö ár í röð, en uppskeran var sú sama bæði árin, silfurverðlaun.Kyrie Irving og Kevin Durant á ferðinni í leik með bandaríska landsliðinu á ÓL í Ríó 2016.Getty/Jean CatuffeEftir að ákvörðun var tekin um að liðið færi til Brooklyn hafði rússneski auðkýfingurinn Mikhail Prokhorov háleit markmið fyrir félagið. Nets samdi við fjölmargar stjörnur og veðsetti framtíðareignir sínar í von um skammvinnan árangur með því að semja við stjörnur sem voru á síðustu metrunum og mistókst tilraun Nets hrapallega. Fyrir vikið var farið í enduruppbyggingu sem náði hámarki á síðasta ári þegar D’Angelo Russell leiddi liðið í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í fjögur ár þar sem liðið féll úr leik í annarri umferð. Nú er félagið komið með blóð á tennurnar og sendi Russell yfir til Golden State Warriors eftir að hafa samið við Kyrie Irving,, Kevin Durant og miðherjann sterka DeAndre Jordan. Irving er ætlað, líkt og hjá Cleveland þar sem hann var annar kostur á eftir LeBron James, að aðstoða Kevin Durant við að færa liðið í nýjar hæðir í átt að fyrsta meistaratitlinum. Það er viss áhætta sem Nets er að taka að semja við Durant sem verður 31 ára í haust og sleit hásin á dögunum. Óvíst er með þátttöku Durants á næsta tímabili enda talið að endurhæfingartímabilið sé um níu mánuðir. Durant hefur verið um árabil einn besti leikmaður deildarinnar. Ásamt því að vera ein besta skytta deildarinnar er nánast ómögulegt fyrir einn einstakling að verjast honum sem ætti að gefa Irving frjálsræði til að halda sóknarleik Nets flæðandi. Takist Durant að ná heilsu fyrir næstu úrslitakeppni er erfitt að sjá lið úr Austurdeildinni stöðva lið Nets. Eftir meistaratitil Raptors í vor eru ellefu lið eftir sem hafa aldrei unnið titilinn í NBA. Nets er eitt þeirra en augljóst er að stjórnarformenn liðsins eru með háleit markmið um að binda enda á þá bið.
Birtist í Fréttablaðinu NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti