Gunnleifur: Er fíkill í fótbolta og dettur ekki til hugar að missa af næsta leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2019 10:05 Gunnleifur fyrir leik í gær. vísir/bára Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, varð að fara af velli snemma leiks í toppslagnum gegn KR í gær þar sem hann var meiddur í baki. „Það klemmdist taug í bakinu í upphitun. Það var allt nuddað og hitað fyrir leik þannig að ég var tilbúinn. Ég hef oft spilað í gegnum sársauka áður og ekkert nýtt fyrir mig að glíma við bakmeiðsli. Í fyrsta „aksjóni“ fór ég aftur á móti aftur í bakinu. Því miður,“ segir Gunnleifur en hann fór eldsnemma í morgun í meðferð hjá sjúkraþjálfara og hnykkjara. „Er bakið fór þá fann ég að ég gat ekki tekið snöggar hreyfingar. Ég var að vonast til þess að þetta myndi lagast en það gerði það ekki,“ segir markvörðurinn en hefði hann varið skot Kristins Jónssonar á 8. mínútu ef hann hefði verið í lagi? „Það er 100 prósent. Ég sá samt þarna að ég yrði að fara af velli. Fá ferskari mann inn. Það var hundleiðinlegt. Ég hef oft getað komið mér í gegnum óþægindi án þess að það bitni á mínum leik en þarna gekk það ekki því miður.“ Gunnleifur hefur lengi glímt við bakmeiðsli en náð að hafa fína stjórn á þeim með því að hugsa vel um sig. „Ég hef verið að glíma við bakmeiðsli í 15 ár. Ég hef átt það til að læsast í bakinu. Ég er vanur svona bakveseni en það var vont að það skildi gerast á þessum tímapunkti í gær. Ég er alltaf í meðferð og kann að vinna með þetta.“ Næsti leikur Blika er gegn uppeldisfélagi Gunnleifs, HK, næsta sunnudag og reynsluboltinn ætlar ekki að missa af honum. „Það kemur ekki til greina. Ég er fíkill í fótbolta og vil aldrei missa af leik. Ekki einu sinni á undirbúningstímabilinu. Hvað þá gegn HK í merkilegum leik þar sem ég vil heiðra minningu vinar míns Bjarka Más Sigvaldasonar,“ segir Gunnleifur en eins og áður segir vaknaði hann á undan flestum landsmönnum til þess að fara í meðferð. Fótboltinn er hans líf og yndi. „Ef ég er ekki að spila fótbolta er ég að hugsa um hann eða tala um hann. Það ætti eiginlega að titla mig sem markmann frekar en mann,“ sagði Gunnleifur léttur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, varð að fara af velli snemma leiks í toppslagnum gegn KR í gær þar sem hann var meiddur í baki. „Það klemmdist taug í bakinu í upphitun. Það var allt nuddað og hitað fyrir leik þannig að ég var tilbúinn. Ég hef oft spilað í gegnum sársauka áður og ekkert nýtt fyrir mig að glíma við bakmeiðsli. Í fyrsta „aksjóni“ fór ég aftur á móti aftur í bakinu. Því miður,“ segir Gunnleifur en hann fór eldsnemma í morgun í meðferð hjá sjúkraþjálfara og hnykkjara. „Er bakið fór þá fann ég að ég gat ekki tekið snöggar hreyfingar. Ég var að vonast til þess að þetta myndi lagast en það gerði það ekki,“ segir markvörðurinn en hefði hann varið skot Kristins Jónssonar á 8. mínútu ef hann hefði verið í lagi? „Það er 100 prósent. Ég sá samt þarna að ég yrði að fara af velli. Fá ferskari mann inn. Það var hundleiðinlegt. Ég hef oft getað komið mér í gegnum óþægindi án þess að það bitni á mínum leik en þarna gekk það ekki því miður.“ Gunnleifur hefur lengi glímt við bakmeiðsli en náð að hafa fína stjórn á þeim með því að hugsa vel um sig. „Ég hef verið að glíma við bakmeiðsli í 15 ár. Ég hef átt það til að læsast í bakinu. Ég er vanur svona bakveseni en það var vont að það skildi gerast á þessum tímapunkti í gær. Ég er alltaf í meðferð og kann að vinna með þetta.“ Næsti leikur Blika er gegn uppeldisfélagi Gunnleifs, HK, næsta sunnudag og reynsluboltinn ætlar ekki að missa af honum. „Það kemur ekki til greina. Ég er fíkill í fótbolta og vil aldrei missa af leik. Ekki einu sinni á undirbúningstímabilinu. Hvað þá gegn HK í merkilegum leik þar sem ég vil heiðra minningu vinar míns Bjarka Más Sigvaldasonar,“ segir Gunnleifur en eins og áður segir vaknaði hann á undan flestum landsmönnum til þess að fara í meðferð. Fótboltinn er hans líf og yndi. „Ef ég er ekki að spila fótbolta er ég að hugsa um hann eða tala um hann. Það ætti eiginlega að titla mig sem markmann frekar en mann,“ sagði Gunnleifur léttur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00