Prinsessan af Dúbaí sögð á flótta í Bretlandi og óttast um líf sitt Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 10:43 Maktoum (í gulu) og Haya prinsessa saman árið 2016. Vísir/EPA Haya Bint al-Hussein, prinsessa af Dúbaí, og eiginkona Mohammed al-Maktoum, leiðtoga furstadæmisins, er sögð í felum í London af ótta um líf sitt. Hún á að hafa flúið eiginmann sinn. Maktoum sem er varaforseti og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur undanfarið birt ljóð á samfélagsmiðlum um ónefnda konu sem hann sakar um „launráð og svik“. Upphaflega flúði Haya prinsessa til Þýskalands þar sem hún leitaði hælis fyrr á þessu ári. Nú segir breska ríkisútvarpið BBC að hún búi í glæsiíbúð í Kensington-hallargörðunum í miðborg London. Hún búi sig nú undir að standa í málaferlum fyrir breskum dómstólum. Þau sjeik Maktoum hafa verið gift frá árinu 2004. Haya er sjötta og yngsta kona hans en leiðtoginn er sagður eiga 23 börn með eiginkonum sínum. Hann er 69 ára gamall en Haya 45 ára. Haya er fædd í Jórdaníu og er hálfsystir Abdullah Jórdaníukonungs. Ástæðan fyrir því að Haya er talin hafa flúið Dúbaí er sögð sú að hún hafi komist að nýjum upplýsingum um það þegar Latifa, dóttir Maktoum, reyndi að komast úr furstadæminu í fyrra en sneri aftur heim. Fatifa flúði Dúbaí sjóleiðina en var stöðvuð af vopnuðum mönnum undan ströndum Indlands og var snúið heim. Yfirvöld í Dúbaí sögðu þá að Latifa hafi verið auðveld bráð fyrir einhverja sem vildu notfæra sér hana og að hún væri nú örugg heima hjá sér. Mannréttindasamtök fullyrða aftur á móti að Latifu hafi verið rænt gegn vilja sínum. Á sínum tíma kom Haya prinsessa stjórnvöldum í Dúbaí til varnar vegna máls Latifu. Eftir að hún komst að nýju upplýsingum um hvarf hennar hafi hún mætt vaxandi óvild og þrýstingi frá nærfjölskyldu Maktoum. Þegar hún var farin að óttast um líf sitt hafi hún flúið landið. Er prinsessan nú sögð óttast að henni verði einnig rænt og komið aftur til Dúbaí. Bretland Kóngafólk Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
Haya Bint al-Hussein, prinsessa af Dúbaí, og eiginkona Mohammed al-Maktoum, leiðtoga furstadæmisins, er sögð í felum í London af ótta um líf sitt. Hún á að hafa flúið eiginmann sinn. Maktoum sem er varaforseti og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur undanfarið birt ljóð á samfélagsmiðlum um ónefnda konu sem hann sakar um „launráð og svik“. Upphaflega flúði Haya prinsessa til Þýskalands þar sem hún leitaði hælis fyrr á þessu ári. Nú segir breska ríkisútvarpið BBC að hún búi í glæsiíbúð í Kensington-hallargörðunum í miðborg London. Hún búi sig nú undir að standa í málaferlum fyrir breskum dómstólum. Þau sjeik Maktoum hafa verið gift frá árinu 2004. Haya er sjötta og yngsta kona hans en leiðtoginn er sagður eiga 23 börn með eiginkonum sínum. Hann er 69 ára gamall en Haya 45 ára. Haya er fædd í Jórdaníu og er hálfsystir Abdullah Jórdaníukonungs. Ástæðan fyrir því að Haya er talin hafa flúið Dúbaí er sögð sú að hún hafi komist að nýjum upplýsingum um það þegar Latifa, dóttir Maktoum, reyndi að komast úr furstadæminu í fyrra en sneri aftur heim. Fatifa flúði Dúbaí sjóleiðina en var stöðvuð af vopnuðum mönnum undan ströndum Indlands og var snúið heim. Yfirvöld í Dúbaí sögðu þá að Latifa hafi verið auðveld bráð fyrir einhverja sem vildu notfæra sér hana og að hún væri nú örugg heima hjá sér. Mannréttindasamtök fullyrða aftur á móti að Latifu hafi verið rænt gegn vilja sínum. Á sínum tíma kom Haya prinsessa stjórnvöldum í Dúbaí til varnar vegna máls Latifu. Eftir að hún komst að nýju upplýsingum um hvarf hennar hafi hún mætt vaxandi óvild og þrýstingi frá nærfjölskyldu Maktoum. Þegar hún var farin að óttast um líf sitt hafi hún flúið landið. Er prinsessan nú sögð óttast að henni verði einnig rænt og komið aftur til Dúbaí.
Bretland Kóngafólk Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira