Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 11:49 Rouhani, forseti Írans, þrýstir nú á Evrópuríki að verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjastjórnar. Vísir/EPA Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Íranir ætli að auka auðgun á úrani eins og þeim þykir þörf á og umfram þau mörk sem kveðið er á um í kjarnorkusamningunum sem þeir gerðu vil heimsveldin árið 2015 nema að refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar verðir felldar niður. Mikil spenna hefur ríkt á milli íranskra og bandarískra stjórnvalda undanfarið. Hún hefur stigmagnast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningnum í fyrra og lagði viðskiptaþvinganir sem hafði verið aflétt með honum aftur á. Fyrr í vikunni tilkynntu Íranir að þeir hefðu sankað að sér meira af lítt auðguðu úrani en þeim er heimilt samkvæmt samningnum. Nú segir Rouhani að þeir ætli að auðga úranið meira en samningurinn leyfir. Ætlunin með takmörkununum á auðgun úrans í kjarnorkusamningnum er ætlað að gera Írönum kleift að vinna úran til að nota við raforkuframleiðslu en koma í veg fyrir að þeir geti komið sér upp kjarnavopnum. Fyrir kjarnorkusprengjur þarf að auðga úran meira en fyrir raforkuframleiðslu. Rouhani sagði að ef löndin sem standa að samningum tryggi ekki áframhaldandi viðskipti við Íran eins og kveðið er á um í honum muni hann taka kjarnaofn sem hafði verið slökkt á aftur í notkun, að því er segir í frétt Reuters. Evrópuríki lýsti miklum áhyggjum af mögulegum brotum Írana á samningnum í gær. Ísraelsk stjórnvöld sögðust búa sig undir mögulega þátttöku í hernaðarátökum á milli Bandaríkjanna og Írans. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segja Írani eiga meira en 300 kíló af auðguðu úrani Íranir eiga nú meira en 300 kíló af auðguðu úrani og hafa þar með brotið gegn kjarnorkusamningnum sem þeir gerðu við stórveldin árið 2015. 1. júlí 2019 11:34 Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Íranir ætli að auka auðgun á úrani eins og þeim þykir þörf á og umfram þau mörk sem kveðið er á um í kjarnorkusamningunum sem þeir gerðu vil heimsveldin árið 2015 nema að refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar verðir felldar niður. Mikil spenna hefur ríkt á milli íranskra og bandarískra stjórnvalda undanfarið. Hún hefur stigmagnast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningnum í fyrra og lagði viðskiptaþvinganir sem hafði verið aflétt með honum aftur á. Fyrr í vikunni tilkynntu Íranir að þeir hefðu sankað að sér meira af lítt auðguðu úrani en þeim er heimilt samkvæmt samningnum. Nú segir Rouhani að þeir ætli að auðga úranið meira en samningurinn leyfir. Ætlunin með takmörkununum á auðgun úrans í kjarnorkusamningnum er ætlað að gera Írönum kleift að vinna úran til að nota við raforkuframleiðslu en koma í veg fyrir að þeir geti komið sér upp kjarnavopnum. Fyrir kjarnorkusprengjur þarf að auðga úran meira en fyrir raforkuframleiðslu. Rouhani sagði að ef löndin sem standa að samningum tryggi ekki áframhaldandi viðskipti við Íran eins og kveðið er á um í honum muni hann taka kjarnaofn sem hafði verið slökkt á aftur í notkun, að því er segir í frétt Reuters. Evrópuríki lýsti miklum áhyggjum af mögulegum brotum Írana á samningnum í gær. Ísraelsk stjórnvöld sögðust búa sig undir mögulega þátttöku í hernaðarátökum á milli Bandaríkjanna og Írans.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segja Írani eiga meira en 300 kíló af auðguðu úrani Íranir eiga nú meira en 300 kíló af auðguðu úrani og hafa þar með brotið gegn kjarnorkusamningnum sem þeir gerðu við stórveldin árið 2015. 1. júlí 2019 11:34 Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Segja Írani eiga meira en 300 kíló af auðguðu úrani Íranir eiga nú meira en 300 kíló af auðguðu úrani og hafa þar með brotið gegn kjarnorkusamningnum sem þeir gerðu við stórveldin árið 2015. 1. júlí 2019 11:34
Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30