Bjóða 64 flugmönnum Icelandair hálft starf í stað uppsagnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 12:10 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. FBL/Stefán Icelandair mun ekki segja upp flugmönnum fyrir veturinn heldur bjóða á sjöunda tug flugmanna að minnka starfshlutfall sitt í 50 prósent yfir vetrartímann. Um er að ræða hálft starfshlutfall hálft árið eða frá 1. október 2019 til 1. apríl 2020. Þá mun viðkomandi flugmönnum bjóðast 100 prósent starf á ný. Þetta segir Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Icelandair, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Starfsemi Icelandair sé háð árstíðasveiflum, eins og þekkt sé í ferðaþjónustu, þar sem umfang starfseminnar er meira á sumrin en veturna. Samkvæmt heimildum Vísis munu flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair vera ósáttar með þetta tilboð til flugmanna í ljósi þess að hætt var að bjóða upp á hlutastörf fyrir meirihluta þeirra í fyrra.Árlega uppsagnir fyrir veturinn undanfarin fimmtán ár „Síðustu 15 ár hefur félagið brugðist við þessu með því að segja hluta af flugmönnum upp fyrir veturinn en ráðið þá svo aftur að vori fyrir háönn sumarsins,“ segir Elísabet. Að þessu sinni hafi Icelandair hins vegar ákveðið að vinna í öðrum lausnum í samvinnu við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). „Í stað þess að grípa til uppsagna, höfum við boðið 64 flugmönnum að minnka starfshlutfall sitt í 50% yfir vetrartímann,“ segir Elísabet. „Þessar aðgerðir eru einungis tengdar árstíðasveiflu í rekstrinum og hafa áhrif á um 9% flugmanna hjá félaginu sem er svipað hlutfall og á undanförnum árum.“ Aðspurð um hvort flugmennirnir hafi svarað boði Icelandair segir Elísabet að það ferli sé enn í gangi.118 flugfreyjum - og þjónum fengu afarkost Flugfreyjur frá Icelandair munu samkvæmt heimildum Vísis vera ósáttar við þessi tíðindi í ljósi afarkosta sem Icelandair setti þeim í fyrra. Þá var meirihluta flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar 2019 eða missa vinnuna. Alls fengu 118 flugfreyjur og -þjónar þennan afarkost og þáðu langflest fulla vinnu samkvæmt svörum Icelandair í október síðastliðnum. Þeir sem höfðu starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri bauðst áfram hlutastarf. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Icelandair mun ekki segja upp flugmönnum fyrir veturinn heldur bjóða á sjöunda tug flugmanna að minnka starfshlutfall sitt í 50 prósent yfir vetrartímann. Um er að ræða hálft starfshlutfall hálft árið eða frá 1. október 2019 til 1. apríl 2020. Þá mun viðkomandi flugmönnum bjóðast 100 prósent starf á ný. Þetta segir Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Icelandair, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Starfsemi Icelandair sé háð árstíðasveiflum, eins og þekkt sé í ferðaþjónustu, þar sem umfang starfseminnar er meira á sumrin en veturna. Samkvæmt heimildum Vísis munu flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair vera ósáttar með þetta tilboð til flugmanna í ljósi þess að hætt var að bjóða upp á hlutastörf fyrir meirihluta þeirra í fyrra.Árlega uppsagnir fyrir veturinn undanfarin fimmtán ár „Síðustu 15 ár hefur félagið brugðist við þessu með því að segja hluta af flugmönnum upp fyrir veturinn en ráðið þá svo aftur að vori fyrir háönn sumarsins,“ segir Elísabet. Að þessu sinni hafi Icelandair hins vegar ákveðið að vinna í öðrum lausnum í samvinnu við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). „Í stað þess að grípa til uppsagna, höfum við boðið 64 flugmönnum að minnka starfshlutfall sitt í 50% yfir vetrartímann,“ segir Elísabet. „Þessar aðgerðir eru einungis tengdar árstíðasveiflu í rekstrinum og hafa áhrif á um 9% flugmanna hjá félaginu sem er svipað hlutfall og á undanförnum árum.“ Aðspurð um hvort flugmennirnir hafi svarað boði Icelandair segir Elísabet að það ferli sé enn í gangi.118 flugfreyjum - og þjónum fengu afarkost Flugfreyjur frá Icelandair munu samkvæmt heimildum Vísis vera ósáttar við þessi tíðindi í ljósi afarkosta sem Icelandair setti þeim í fyrra. Þá var meirihluta flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar 2019 eða missa vinnuna. Alls fengu 118 flugfreyjur og -þjónar þennan afarkost og þáðu langflest fulla vinnu samkvæmt svörum Icelandair í október síðastliðnum. Þeir sem höfðu starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri bauðst áfram hlutastarf.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira