Innlent

Lög­regl­an mynd­að­i brot 176 ök­u­mann­a á tveim­ur klukk­u­stund­um

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir að umferðaslys var á gatnamótunum. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi.
Þessi mynd var tekin að morgni dags við gönguljósin á Hringbraut við Meistaravelli daginn eftir að umferðaslys var á gatnamótunum. Ökumaður á jeppa brunar yfir á rauðu ljósi. Vísir/Kolbeinn Tumi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á tveimur dögum myndað brot 176 ökumanna sem óku of hratt um Hringbraut vestan læks

Lögreglan var við hraðamælingar á tveimur stöðum á Hringbraut í Reykjavík í vikunni, en um er að ræða vegarkafla á milli Sæmundargötu og Ánanausta. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Nýverið var hámarkshraði þessa vegarkafla lækkaður út 50 km/klst niður í 40 í kjölfar umferðarslys sem varð á þessum vegarkafla þegar ökumaður ók á þrettán ára stúlku. 

Á mánudag tók það lögregluna einungis klukkustund að mynda 100 ökumenn sem óku of hratt á vegarkaflanum og sama tíma tók að mynda brot 76 ökumanna í gær. 

„Á umræddum tíma fóru 479 ökutæki þessa akstursleið og því var brotahlutfallið 21%, en meðalhraði hinna brotlegu var 54 km/klst og sá sem hraðast ók mældist á 67. Á einni klukkustund eftir hádegi í gær voru svo mynduðu brot 76 ökumanna, sem óku Hringbraut í vesturátt, við Brávallagötu. Á umræddum tíma fóru 598 ökutæki þessa akstursleið og því var brotahlutfallið 13%, en meðalhraði hinna brotlegu var 53 km/klst og sá sem hraðast ók mældist á 64,“ segir í stöðuuppfærslu lögreglunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×