Meniga opnar skrifstofur á Spáni og Singapúr Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2019 10:33 Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga. Fréttablaðið/SAJ Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur opnað skrifstofur í Singapúr og Barcelona. Þeim er ætlað að anna aukinni eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins í Suðaustur-Asíu og Suður-Evrópu. Meniga er í dag með skrifstofur í Reykjavík, Stokkhólmi, Helsinki, Varsjá og Lundúnum. Í tilkynningu frá Meniga er haft eftir Georgi Lúðvíkssyni, forstjóra og einum stofnenda Meniga, að mikil eftirspurn sé eftir þjónustu fyrirtækisins þar sem bankar um allan heim vilji gera notendaupplifun sína persónulegri. „Bankar og önnur fjármálafyrirtæki eru í síauknum mæli að nýta gögn á skynsamlegan hátt til að bjóða viðskiptavinum sínum mun betri þjónustu í gegnum netbanka og snjallsímaapp. Lausnir Meniga gegna þar mikilvægu hlutverki.”Kanika Mittal.Kanika Mittal, sem mun leiða sölustarf Meniga í Singapore, tekur í sama streng í tilkynningunni. Það sé mikil eftirspurn í Asíu eftir bankaþjónustu sem geti keppt við notendaupplifun leiðandi snjallsímaforrita svo sem Alipay og WeChat. „Viðskiptavinir vilja bankaþjónustu sem skilur þarfir þeirra og einfaldar þeim lífið. Ný skrifstofa Meniga undirstrikar þá trú sem fyrirtækið hefur á Singapore sem miðstöð fjártækni í Asíu. Við hlökkum til að byggja upp sterkt teymi í Asíu sem mun leika lykilhlutverk í starfsemi Meniga,“ segir Mittal. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 160. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur yfir 65 milljónum manna í 30 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru stórir alþjóðlegir bankar, þeirra á meðal Unicredit, Swedbank, BPCE, Santander, Commerzbank, ING Direct og Intesa Sanpaolo. Íslenskir bankar Singapúr Spánn Tækni Tengdar fréttir Meniga kaupir sænskt félag Forstjóri Meniga segir að við kaupin á Wrapp verði fyrirtækið stærst á sviði endurgreiðslutilboða á Norðurlöndunum. Saman geti þau vaxið hraðar en í sitt hvoru lagi. Nordea bætist við í hluthafahóp í Meniga. 10. janúar 2019 07:00 Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Meniga velti 1,8 milljörðum króna Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins. 21. nóvember 2018 09:30 Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur opnað skrifstofur í Singapúr og Barcelona. Þeim er ætlað að anna aukinni eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins í Suðaustur-Asíu og Suður-Evrópu. Meniga er í dag með skrifstofur í Reykjavík, Stokkhólmi, Helsinki, Varsjá og Lundúnum. Í tilkynningu frá Meniga er haft eftir Georgi Lúðvíkssyni, forstjóra og einum stofnenda Meniga, að mikil eftirspurn sé eftir þjónustu fyrirtækisins þar sem bankar um allan heim vilji gera notendaupplifun sína persónulegri. „Bankar og önnur fjármálafyrirtæki eru í síauknum mæli að nýta gögn á skynsamlegan hátt til að bjóða viðskiptavinum sínum mun betri þjónustu í gegnum netbanka og snjallsímaapp. Lausnir Meniga gegna þar mikilvægu hlutverki.”Kanika Mittal.Kanika Mittal, sem mun leiða sölustarf Meniga í Singapore, tekur í sama streng í tilkynningunni. Það sé mikil eftirspurn í Asíu eftir bankaþjónustu sem geti keppt við notendaupplifun leiðandi snjallsímaforrita svo sem Alipay og WeChat. „Viðskiptavinir vilja bankaþjónustu sem skilur þarfir þeirra og einfaldar þeim lífið. Ný skrifstofa Meniga undirstrikar þá trú sem fyrirtækið hefur á Singapore sem miðstöð fjártækni í Asíu. Við hlökkum til að byggja upp sterkt teymi í Asíu sem mun leika lykilhlutverk í starfsemi Meniga,“ segir Mittal. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 160. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur yfir 65 milljónum manna í 30 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru stórir alþjóðlegir bankar, þeirra á meðal Unicredit, Swedbank, BPCE, Santander, Commerzbank, ING Direct og Intesa Sanpaolo.
Íslenskir bankar Singapúr Spánn Tækni Tengdar fréttir Meniga kaupir sænskt félag Forstjóri Meniga segir að við kaupin á Wrapp verði fyrirtækið stærst á sviði endurgreiðslutilboða á Norðurlöndunum. Saman geti þau vaxið hraðar en í sitt hvoru lagi. Nordea bætist við í hluthafahóp í Meniga. 10. janúar 2019 07:00 Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Meniga velti 1,8 milljörðum króna Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins. 21. nóvember 2018 09:30 Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Meniga kaupir sænskt félag Forstjóri Meniga segir að við kaupin á Wrapp verði fyrirtækið stærst á sviði endurgreiðslutilboða á Norðurlöndunum. Saman geti þau vaxið hraðar en í sitt hvoru lagi. Nordea bætist við í hluthafahóp í Meniga. 10. janúar 2019 07:00
Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00
Meniga velti 1,8 milljörðum króna Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins. 21. nóvember 2018 09:30
Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45