Telja trjárækt eina skilvirkustu loftslagsaðgerðina í boði Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2019 21:51 Tré binda kolefni úr andrúmsloftinu.Vísindamennirnir lögðu mat á hversu mikið land væri hægt að rækta upp á jörðinni. Vísir/Getty Vísindamenn telja að hægt væri að binda um fjórðung kolefnis í andrúmslofti jarðar með því að rækta tré. Rannsókn þeirra bendir til þess að landsvæði á stærð við Bandaríkin sé hægt að rækta upp, mun stærra svæði en talið hefur verið.Breska ríkisútvarpið BBC segir frá rannsókn vísindamannanna við Tækniháskólann í Zürich í Sviss. Þeir smíðuðu líkan til að kortleggja hvar væri möguleika á að rækta skóg á jörðinni. Niðurstaða þeirra er að hægt sé að bæta við tæpum milljarði hektara af trjáþekju. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu Science. Þessi viðbótarskógur gæti með tíð og tíma bundið um 200 milljarða tonna af koltvísýringi, um tvo þriðju þess kolefnis sem menn hafa dælt út í andrúmsloftið, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Því telja vísindamennirnir skógrækt bestu loftslagsaðgerðina sem er í boði. Hægt væri að lækka styrk koltvísýrings í lofthjúpnum niður í það sem hann var fyrir um hundrað árum. Stærstu svæðin þar sem hægt væri að rækta tré eru í Rússlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Brasilíu og Kína. Grípa þyrfti til aðgerða hratt til að hefja bindinguna sem fyrst. Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir af niðurstöðunum. Sumir þeirra efast um að hægt væri að binda svo mikið kolefni með því að rækta upp þau svæði sem nefnd eru í rannsókninni. Haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óáreitt eða aukist hún yrði umfangsmikil skógrækt aðeins til þess að milda loftslagsbreytingarnar sem af henni hlytist. Menn losa nú rúmlega 35 milljarða tonna af koltvísýringi á ári. Miðað við það gæti skógrækt af þessari stærðargráðu seinkað áframhaldandi hnattrænni hlýnun um tæp sex ár. Síðustu tölur benda til þess að losun manna sé að aukast frekar en að dragast saman. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Vísindi Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27 Heitasti júní í Evrópu frá því að mælingar hófust Áætlað er að hitabylgjan sem gekk yfir Evrópu hafi verið fjórfalt líklegri en ella vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. 3. júlí 2019 11:14 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Vísindamenn telja að hægt væri að binda um fjórðung kolefnis í andrúmslofti jarðar með því að rækta tré. Rannsókn þeirra bendir til þess að landsvæði á stærð við Bandaríkin sé hægt að rækta upp, mun stærra svæði en talið hefur verið.Breska ríkisútvarpið BBC segir frá rannsókn vísindamannanna við Tækniháskólann í Zürich í Sviss. Þeir smíðuðu líkan til að kortleggja hvar væri möguleika á að rækta skóg á jörðinni. Niðurstaða þeirra er að hægt sé að bæta við tæpum milljarði hektara af trjáþekju. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu Science. Þessi viðbótarskógur gæti með tíð og tíma bundið um 200 milljarða tonna af koltvísýringi, um tvo þriðju þess kolefnis sem menn hafa dælt út í andrúmsloftið, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Því telja vísindamennirnir skógrækt bestu loftslagsaðgerðina sem er í boði. Hægt væri að lækka styrk koltvísýrings í lofthjúpnum niður í það sem hann var fyrir um hundrað árum. Stærstu svæðin þar sem hægt væri að rækta tré eru í Rússlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Brasilíu og Kína. Grípa þyrfti til aðgerða hratt til að hefja bindinguna sem fyrst. Ekki eru allir vísindamenn sannfærðir af niðurstöðunum. Sumir þeirra efast um að hægt væri að binda svo mikið kolefni með því að rækta upp þau svæði sem nefnd eru í rannsókninni. Haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram óáreitt eða aukist hún yrði umfangsmikil skógrækt aðeins til þess að milda loftslagsbreytingarnar sem af henni hlytist. Menn losa nú rúmlega 35 milljarða tonna af koltvísýringi á ári. Miðað við það gæti skógrækt af þessari stærðargráðu seinkað áframhaldandi hnattrænni hlýnun um tæp sex ár. Síðustu tölur benda til þess að losun manna sé að aukast frekar en að dragast saman.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Vísindi Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27 Heitasti júní í Evrópu frá því að mælingar hófust Áætlað er að hitabylgjan sem gekk yfir Evrópu hafi verið fjórfalt líklegri en ella vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. 3. júlí 2019 11:14 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56
Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06
Eyðing Amasonfrumskógarins hátt í tvöfaldast undir Bolsonaro Umhverfissinnar segja að árásir forsetans á umhverfisstofnun landsins gefi skógarhöggsmönnum og stórbýlaeigendum grænt ljós á að ryðja skóginn. 4. júlí 2019 11:27
Heitasti júní í Evrópu frá því að mælingar hófust Áætlað er að hitabylgjan sem gekk yfir Evrópu hafi verið fjórfalt líklegri en ella vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. 3. júlí 2019 11:14